Björgólfur Thor sýknaður af 600 milljóna skaðabótakröfu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 18. apríl 2018 06:00 Björgólfur Thor Björgólfsson í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/VIlhelm Björgólfur Thor Björgólfsson viðskiptamaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær sýknaður af rétt rúmlega 600 milljóna króna skaðabótakröfu tveggja félaga sem Kristján Loftsson, oftast kenndur við Hval, er í forsvari fyrir. Félögin tvö, Fiskveiðihlutafélagið Venus annars vegar og Vogun hins vegar, töldu sig hafa orðið fyrir tjóni við hrun Landsbankans. Fyrrgreinda félagið krafðist tæpra 238 milljóna króna en hið síðarnefnda vildi 366 milljónir úr vasa Björgólfs. Krafan var til komin vegna hlutabréfa sem urðu verðlaus með öllu við fall bankans þann 7. október árið 2008. Töldu félögin að eignarhaldsfélagið Samson hefði farið með meirihluta atkvæða á hluthafafundum Landsbankans og að bankinn væri í raun dótturfélag Samson. Því hefði bankanum verið skylt að taka yfir hlutabréf félaganna. Það hafi ekki verið gert og því bæri Björgólfur ábyrgð á tjóninu. Sakarefni málsins var skipt og fyrir dómi nú var aðeins tekin til málflutnings sú vörn lögmanns Björgólfs að krafan væri niður fallin sökum fyrningar. Í niðurstöðu dómsins var talið að um skaðabótakröfu utan samninga væri að ræða og miða bæri upphaf fyrningarfrests við þann dag er tjónið kom fram. Niðurstaða dómsins var sú að krafan myndi fyrnast á fjórum árum frá þeim degi er félögin fengu nauðsynlegar upplýsingar um tjónið. „Telja verður að upphaf fyrningarfrestsins sé sá dagur er bankahrunið varð. Þá hafi stefnandi vitað að hrunið myndi leiða til tjóns fyrir hann. Ætla má að það hafi ekki tekið stefnanda langa yfirlegu að gera sér grein fyrir því hver að hans mati bæri ábyrgð á ætluðu tjóni hans,“ segir í dómnum. Krafan taldist því fyrnd. Félögin voru dæmd til að greiða Björgólfi hálfa milljón hvort í málskostnað. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Björgólfur Thor Björgólfsson viðskiptamaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær sýknaður af rétt rúmlega 600 milljóna króna skaðabótakröfu tveggja félaga sem Kristján Loftsson, oftast kenndur við Hval, er í forsvari fyrir. Félögin tvö, Fiskveiðihlutafélagið Venus annars vegar og Vogun hins vegar, töldu sig hafa orðið fyrir tjóni við hrun Landsbankans. Fyrrgreinda félagið krafðist tæpra 238 milljóna króna en hið síðarnefnda vildi 366 milljónir úr vasa Björgólfs. Krafan var til komin vegna hlutabréfa sem urðu verðlaus með öllu við fall bankans þann 7. október árið 2008. Töldu félögin að eignarhaldsfélagið Samson hefði farið með meirihluta atkvæða á hluthafafundum Landsbankans og að bankinn væri í raun dótturfélag Samson. Því hefði bankanum verið skylt að taka yfir hlutabréf félaganna. Það hafi ekki verið gert og því bæri Björgólfur ábyrgð á tjóninu. Sakarefni málsins var skipt og fyrir dómi nú var aðeins tekin til málflutnings sú vörn lögmanns Björgólfs að krafan væri niður fallin sökum fyrningar. Í niðurstöðu dómsins var talið að um skaðabótakröfu utan samninga væri að ræða og miða bæri upphaf fyrningarfrests við þann dag er tjónið kom fram. Niðurstaða dómsins var sú að krafan myndi fyrnast á fjórum árum frá þeim degi er félögin fengu nauðsynlegar upplýsingar um tjónið. „Telja verður að upphaf fyrningarfrestsins sé sá dagur er bankahrunið varð. Þá hafi stefnandi vitað að hrunið myndi leiða til tjóns fyrir hann. Ætla má að það hafi ekki tekið stefnanda langa yfirlegu að gera sér grein fyrir því hver að hans mati bæri ábyrgð á ætluðu tjóni hans,“ segir í dómnum. Krafan taldist því fyrnd. Félögin voru dæmd til að greiða Björgólfi hálfa milljón hvort í málskostnað.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira