Samstarfið trompar stefnu VG Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 17. apríl 2018 07:00 Þingflokkur Vinstri grænna fundaði í þinghúsinu í gær og ræddi meðal annars viðbrögð stjórnvalda við loftárásum vesturveldanna. Vísir/ernir Loftárásirnar um liðna helgi og viðbrögð ríkisstjórnarinnar voru til umræðu á fundi þingflokks Vinstri grænna í gær og þrátt fyrir afstöðu Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur herma heimildir blaðsins að góð samstaða hafi verið á fundinum. Ástandið í heimsmálunum virðist ætla að koma illa heim og saman við stefnu VG í öryggis- og varnarmálum. Ekki nóg með að Ísland, sem aðili að NATO, hafi ásamt öðrum ríkjum bandalagsins lýst stuðningi við loftárásir Bandaríkjamanna, Breta og Frakka í Sýrlandi, heldur má ætla að umsvif NATO verði töluverð á næstu misserum og fleiri tilvik komi upp þar sem afstöðu eða aðgerða ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur verði krafist. Þannig stendur til að mynda stór heræfing NATO-ríkja fyrir dyrum í Noregi í haust og þó að þátttaka Íslendinga verði takmörkuð verður í aðdraganda hennar haldin minni æfing hér á landi með einhverri þátttöku íslenskra stofnana. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu liggur ekki enn fyrir með hvaða hætti Ísland tekur þátt í þeirri æfingu.Sjá einnig: Stefna VG verði að koma skýrar framÍ friðarstefnu VG er tekin skýr afstaða gegn heræfingum hér á landi. Raunar er VG eini flokkur landsins sem haft hefur í hávegum þá friðarstefnu íslenskra vinstrimanna sem mótaðist í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar fyrir um 70 árum. Hornsteinar hennar hafa verið úrsögn úr NATO og herinn burt. Þótt flestir hafi talið að síðarnefnda baráttumálinu væri lokið með fullnaðarsigri hafa kólnandi samskipti Vesturlanda og Rússlands haft þau áhrif að Bandaríkjaher hefur fengið nokkurn áhuga á aðstöðu á Keflavíkurvelli á ný. Þessu heldur Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra Íslands bæði í Moskvu og Washington, fram í ritgerð á vefsvæði sínu. Albert segir þann áhuga þó ekki lúta að fastri viðveru heldur tímabundinni staðsetningu kafbátaleitarflugvéla, annars vegar til æfinga og hins vegar til að leita að og veita rússneskum kafbátum eftirför, sjáist þeir á kreiki nálægt landinu. En þingmenn flokksins standa keikir. Valið stendur milli friðarstefnunnar og þátttöku í ríkisstjórn. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Eiturgas da Vincis og Churchills - blóðug saga efnavopnahernaðar Loftárásir Bandaríkjamanna, Breta og Frakka í Sýrlandi hafa vakið sterk viðbrögð um allan heim en yfirlýstur tilgangur þeirra var að bregðast við efnavopnaárás stjórnarhersins. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch segja að efnavopnum hafi verið beitt minnst 85 sinnum síðan borgarastríð braust út í Sýrlandi árið 2011. Í flestum tilvikum voru árásirnar á yfirráðasvæði uppreisnarmanna en þær hafa einnig beinst gegn stjórnarhermönnum. 16. apríl 2018 13:30 Stefna VG verði að koma skýrar fram Titringur er innan VG vegna yfirlýsingar ríkisstjórnar um stuðning við aðgerðir í Sýrlandi 16. apríl 2018 06:00 Vilja að íslensk stjórnvöld standi gegn frekari árásum Samtök hernaðarandstæðinga fordæma loftárásir Bandaríkjanna, Frakklands og Bretlands í Sýrlandi. 15. apríl 2018 07:25 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Loftárásirnar um liðna helgi og viðbrögð ríkisstjórnarinnar voru til umræðu á fundi þingflokks Vinstri grænna í gær og þrátt fyrir afstöðu Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur herma heimildir blaðsins að góð samstaða hafi verið á fundinum. Ástandið í heimsmálunum virðist ætla að koma illa heim og saman við stefnu VG í öryggis- og varnarmálum. Ekki nóg með að Ísland, sem aðili að NATO, hafi ásamt öðrum ríkjum bandalagsins lýst stuðningi við loftárásir Bandaríkjamanna, Breta og Frakka í Sýrlandi, heldur má ætla að umsvif NATO verði töluverð á næstu misserum og fleiri tilvik komi upp þar sem afstöðu eða aðgerða ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur verði krafist. Þannig stendur til að mynda stór heræfing NATO-ríkja fyrir dyrum í Noregi í haust og þó að þátttaka Íslendinga verði takmörkuð verður í aðdraganda hennar haldin minni æfing hér á landi með einhverri þátttöku íslenskra stofnana. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu liggur ekki enn fyrir með hvaða hætti Ísland tekur þátt í þeirri æfingu.Sjá einnig: Stefna VG verði að koma skýrar framÍ friðarstefnu VG er tekin skýr afstaða gegn heræfingum hér á landi. Raunar er VG eini flokkur landsins sem haft hefur í hávegum þá friðarstefnu íslenskra vinstrimanna sem mótaðist í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar fyrir um 70 árum. Hornsteinar hennar hafa verið úrsögn úr NATO og herinn burt. Þótt flestir hafi talið að síðarnefnda baráttumálinu væri lokið með fullnaðarsigri hafa kólnandi samskipti Vesturlanda og Rússlands haft þau áhrif að Bandaríkjaher hefur fengið nokkurn áhuga á aðstöðu á Keflavíkurvelli á ný. Þessu heldur Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra Íslands bæði í Moskvu og Washington, fram í ritgerð á vefsvæði sínu. Albert segir þann áhuga þó ekki lúta að fastri viðveru heldur tímabundinni staðsetningu kafbátaleitarflugvéla, annars vegar til æfinga og hins vegar til að leita að og veita rússneskum kafbátum eftirför, sjáist þeir á kreiki nálægt landinu. En þingmenn flokksins standa keikir. Valið stendur milli friðarstefnunnar og þátttöku í ríkisstjórn.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Eiturgas da Vincis og Churchills - blóðug saga efnavopnahernaðar Loftárásir Bandaríkjamanna, Breta og Frakka í Sýrlandi hafa vakið sterk viðbrögð um allan heim en yfirlýstur tilgangur þeirra var að bregðast við efnavopnaárás stjórnarhersins. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch segja að efnavopnum hafi verið beitt minnst 85 sinnum síðan borgarastríð braust út í Sýrlandi árið 2011. Í flestum tilvikum voru árásirnar á yfirráðasvæði uppreisnarmanna en þær hafa einnig beinst gegn stjórnarhermönnum. 16. apríl 2018 13:30 Stefna VG verði að koma skýrar fram Titringur er innan VG vegna yfirlýsingar ríkisstjórnar um stuðning við aðgerðir í Sýrlandi 16. apríl 2018 06:00 Vilja að íslensk stjórnvöld standi gegn frekari árásum Samtök hernaðarandstæðinga fordæma loftárásir Bandaríkjanna, Frakklands og Bretlands í Sýrlandi. 15. apríl 2018 07:25 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Eiturgas da Vincis og Churchills - blóðug saga efnavopnahernaðar Loftárásir Bandaríkjamanna, Breta og Frakka í Sýrlandi hafa vakið sterk viðbrögð um allan heim en yfirlýstur tilgangur þeirra var að bregðast við efnavopnaárás stjórnarhersins. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch segja að efnavopnum hafi verið beitt minnst 85 sinnum síðan borgarastríð braust út í Sýrlandi árið 2011. Í flestum tilvikum voru árásirnar á yfirráðasvæði uppreisnarmanna en þær hafa einnig beinst gegn stjórnarhermönnum. 16. apríl 2018 13:30
Stefna VG verði að koma skýrar fram Titringur er innan VG vegna yfirlýsingar ríkisstjórnar um stuðning við aðgerðir í Sýrlandi 16. apríl 2018 06:00
Vilja að íslensk stjórnvöld standi gegn frekari árásum Samtök hernaðarandstæðinga fordæma loftárásir Bandaríkjanna, Frakklands og Bretlands í Sýrlandi. 15. apríl 2018 07:25