Lífsviðhorf Björns Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 17. apríl 2018 10:00 „Vandvirkni, óþreytandi starfsorka, rökhyggja, útsjónarsemi og frumleiki.“ Svona lýsti Margrét Guðnadóttir veirufræðingur leiðbeinanda sínum og fyrsta forstöðumanni Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, Birni Sigurðssyni. Björn lést árið 1959, þá 46 ára. Þó að Björn hafi fallið frá ungur að árum þá lagði hann með rannsóknum sínum á hæggengum veirusýkingum grunninn að þeirri merku vísindavinnu sem stunduð hefur verið á Keldum frá stofnun tilraunastöðvarinnar árið 1948. Rannsóknir hans á lentiveirum (mæði-visnuveiran), ásamt þeirri vinnu á Keldum, sem byggir á arfleifð hans, er vafalaust eitt stórkostlegasta framlag Íslands til vísindanna á heimsvísu. Það sem við vitum í dag um hæggenga smitsjúkdóma, eins og HIV, fellur algjörlega að upphaflegum tilgátum Björns. Eins og Sigurður Guðmundsson, prófessor við læknadeild HÍ, sagði á málþingi á dögunum um störf Björns, þá er vart skrifuð vísindagrein í dag um HIV þar sem ekki er vitnað í Björn og rannsóknir hans enda hafa þær auðgað skilning okkar á veirunni og heimsfaraldri hennar. Þessa merku arfleifð ættu allir Íslendingar að þekkja og henni ætti að hampa í skólastofum landsins, þá sérstaklega um þessar mundir þegar Tilraunastöðin að Keldum fagnar 70 ára starfsafmæli. Því það er sannarlega ekki aðeins uppgötvanir og árangur vísindavinnunnar á Keldum sem er merkilegt, heldur einnig það viðhorf og atgervi sem hún byggir á og Margrét heitin lýsti hér að ofan. Þetta lífsviðhorf Björns er nauðsynlegt í samfélagi sem ætlar sér að byggja á grundvelli lýðræðislegra gilda, og virkri þátttöku borgara í ákvarðanatöku og stjórnarfari. Slíkt samfélag verður að vera skipað einstaklingum sem hafa vilja, getu og skilning til að taka upplýstar ákvarðanir. Um leið getum við þó ekki gert þá kröfu að hver einasti einstaklingur sé vísindamenntaður og ekki dugar að upplýsa fólk aðeins um ávinning vísindanna, heldur verður að mæta fjárfestingu í vísindum með eflingu vísindalæsis meðal almennings. Þess vegna ætti það að vera keppikefli allra vísindamanna, bæði í vísindavinnu sinni og í samskiptum við almenning og þá sem koma að opinberri stefnumótun, að miðla þekkingu sinni af ástríðu og áhuga, svo að við hin getum verið virkir þátttakendur í samfélagi sem reiðir sig æ meira, og í raun alfarið nú á dögum, á vinnu þeirra sem stunda góð vísindi af vandvirkni, óþreytandi starfsorku, rökhyggju, útsjónarsemi og frumleika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
„Vandvirkni, óþreytandi starfsorka, rökhyggja, útsjónarsemi og frumleiki.“ Svona lýsti Margrét Guðnadóttir veirufræðingur leiðbeinanda sínum og fyrsta forstöðumanni Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, Birni Sigurðssyni. Björn lést árið 1959, þá 46 ára. Þó að Björn hafi fallið frá ungur að árum þá lagði hann með rannsóknum sínum á hæggengum veirusýkingum grunninn að þeirri merku vísindavinnu sem stunduð hefur verið á Keldum frá stofnun tilraunastöðvarinnar árið 1948. Rannsóknir hans á lentiveirum (mæði-visnuveiran), ásamt þeirri vinnu á Keldum, sem byggir á arfleifð hans, er vafalaust eitt stórkostlegasta framlag Íslands til vísindanna á heimsvísu. Það sem við vitum í dag um hæggenga smitsjúkdóma, eins og HIV, fellur algjörlega að upphaflegum tilgátum Björns. Eins og Sigurður Guðmundsson, prófessor við læknadeild HÍ, sagði á málþingi á dögunum um störf Björns, þá er vart skrifuð vísindagrein í dag um HIV þar sem ekki er vitnað í Björn og rannsóknir hans enda hafa þær auðgað skilning okkar á veirunni og heimsfaraldri hennar. Þessa merku arfleifð ættu allir Íslendingar að þekkja og henni ætti að hampa í skólastofum landsins, þá sérstaklega um þessar mundir þegar Tilraunastöðin að Keldum fagnar 70 ára starfsafmæli. Því það er sannarlega ekki aðeins uppgötvanir og árangur vísindavinnunnar á Keldum sem er merkilegt, heldur einnig það viðhorf og atgervi sem hún byggir á og Margrét heitin lýsti hér að ofan. Þetta lífsviðhorf Björns er nauðsynlegt í samfélagi sem ætlar sér að byggja á grundvelli lýðræðislegra gilda, og virkri þátttöku borgara í ákvarðanatöku og stjórnarfari. Slíkt samfélag verður að vera skipað einstaklingum sem hafa vilja, getu og skilning til að taka upplýstar ákvarðanir. Um leið getum við þó ekki gert þá kröfu að hver einasti einstaklingur sé vísindamenntaður og ekki dugar að upplýsa fólk aðeins um ávinning vísindanna, heldur verður að mæta fjárfestingu í vísindum með eflingu vísindalæsis meðal almennings. Þess vegna ætti það að vera keppikefli allra vísindamanna, bæði í vísindavinnu sinni og í samskiptum við almenning og þá sem koma að opinberri stefnumótun, að miðla þekkingu sinni af ástríðu og áhuga, svo að við hin getum verið virkir þátttakendur í samfélagi sem reiðir sig æ meira, og í raun alfarið nú á dögum, á vinnu þeirra sem stunda góð vísindi af vandvirkni, óþreytandi starfsorku, rökhyggju, útsjónarsemi og frumleika.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun