Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu barðist við sinueld við Kirkjusand í Reykjavík á sjötta tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu gekk ágætlega að ráða niðurlögum eldsins en enn er unnið á vettvangi til að tryggja að hann taki sig ekki upp aftur. Að svo stöddu liggur ekki fyrir hver eldsupptök voru.