Zlatan segir himinháar líkur á því að hann verði á HM: FIFA getur ekki stoppað mig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. apríl 2018 09:30 Zlatan Ibrahimovic. Vísir/Getty Zlatan Ibrahimovic er á leiðinni á HM í fótbolta í Rússlandi í sumar sem leikmaður sænska landsliðsins ef marka má yfirlýsingu hans á samfélagsmiðlum í gær. Ibrahimovic hefur stimplað sig inn hjá Los Angeles Galaxy í bandarísku deildinni með því að skora þrjú mörk í fyrstu þremur leikjunum þar af tvö sigurmörk. Hann er að komast í alvöru form, kannski jafnvel HM-form. Þessi 36 ára gamli kóngur sænska fótboltans lagði landsliðsskóna á hilluna eftir Evrópumótið í Frakklandi 2016 en hefur verið að ýja að því að snúa aftur í sænska landsliðið á HM i sumar. Eftir sigurmarkið með Galaxy um helgina fór hann inn á Twitter og skrifaði: „Það eru himinháar líkur á því að ég spila á HM,“ skrifaði Zlatan.The chance of me playing in the World Cup is skyhöga #FifaWorldCup2018 — Zlatan Ibrahimović (@Ibra_official) April 15, 2018 MLS-deildin fer í níu daga frí á meðan HM stendur og nær það hlé frá 14. júní til 22. júní. Sænska landsliðið spilar á móti Þýskalandi 23. júní og á móti Mexíkó 27. júní. LA Galaxy á aftur á móti leik 30. júní.Vísir/GettyÞað er eitt hvort að sænski landsliðsþjálfarinn vilji velja Zlatan Ibrahimovic í landsliðið en hinsvegar annað mál hvort að hann megi hreinlega spila. Zlatan segur að sænska sambandið hringi í hann á hverjum degi og það sé því engin spurning um hvort að hann verði valinn gefi hann kost á sér. Vandamálið gæti hinsvegar verið hvort að nýr samningur hans við veðmálafyrirtækið Bethard. Reglur FIFA eru strangar þegar kemur að veðmálafyrirtækjum. Zlatan hefur ekki áhyggur af því. „FIFA getur ekki stoppað mig. Ef ég vil vera á HM þá verð ég á HM,“ sagði Zlatan Ibrahimovic í nýlegu viðtali við Eurosport.Vísir/Getty HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Fleiri fréttir Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Sjá meira
Zlatan Ibrahimovic er á leiðinni á HM í fótbolta í Rússlandi í sumar sem leikmaður sænska landsliðsins ef marka má yfirlýsingu hans á samfélagsmiðlum í gær. Ibrahimovic hefur stimplað sig inn hjá Los Angeles Galaxy í bandarísku deildinni með því að skora þrjú mörk í fyrstu þremur leikjunum þar af tvö sigurmörk. Hann er að komast í alvöru form, kannski jafnvel HM-form. Þessi 36 ára gamli kóngur sænska fótboltans lagði landsliðsskóna á hilluna eftir Evrópumótið í Frakklandi 2016 en hefur verið að ýja að því að snúa aftur í sænska landsliðið á HM i sumar. Eftir sigurmarkið með Galaxy um helgina fór hann inn á Twitter og skrifaði: „Það eru himinháar líkur á því að ég spila á HM,“ skrifaði Zlatan.The chance of me playing in the World Cup is skyhöga #FifaWorldCup2018 — Zlatan Ibrahimović (@Ibra_official) April 15, 2018 MLS-deildin fer í níu daga frí á meðan HM stendur og nær það hlé frá 14. júní til 22. júní. Sænska landsliðið spilar á móti Þýskalandi 23. júní og á móti Mexíkó 27. júní. LA Galaxy á aftur á móti leik 30. júní.Vísir/GettyÞað er eitt hvort að sænski landsliðsþjálfarinn vilji velja Zlatan Ibrahimovic í landsliðið en hinsvegar annað mál hvort að hann megi hreinlega spila. Zlatan segur að sænska sambandið hringi í hann á hverjum degi og það sé því engin spurning um hvort að hann verði valinn gefi hann kost á sér. Vandamálið gæti hinsvegar verið hvort að nýr samningur hans við veðmálafyrirtækið Bethard. Reglur FIFA eru strangar þegar kemur að veðmálafyrirtækjum. Zlatan hefur ekki áhyggur af því. „FIFA getur ekki stoppað mig. Ef ég vil vera á HM þá verð ég á HM,“ sagði Zlatan Ibrahimovic í nýlegu viðtali við Eurosport.Vísir/Getty
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Fleiri fréttir Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Sjá meira