Flokkar eru til óþurftar Guðmundur Steingrímsson skrifar 16. apríl 2018 07:00 Einu sinni var veröldin þannig að það fól í sér mjög sterka pólitíska afstöðu að ákveða á hvaða bensínstöð ætti að stoppa á leið um Hvalfjörð. Ef maður stoppaði í Botnsskála var maður fylgismaður Sjálfstæðisflokksins. Ef maður stoppaði á Þyrli var maður hliðhollur Framsóknarflokknum. Ef maður keypti bensínið á Ferstiklu var maður kommúnisti. Á fleiri sviðum fól daglegt hátterni í sér pólitíska afstöðu. Það skipti vitaskuld máli hvaða dagblöð fólk las. Víða skipti máli í hvaða bakaríi fólk keypti sætabrauð. Ekki tóku sjallar í mál að borða kommasnúð eða öfugt. Hveitið var pólitískt. Lífið hlýtur að hafa verið erfitt fyrir óákveðna, sem svitnuðu ábyggilega mjög á efri vör á degi hverjum við að taka réttar pólitískar innkaupaákvarðanir.Breytt veröld Nú hefur veröldin breyst. Það eru komin göng undir Hvalfjörð og bensínstöðvarnar þar mega muna sinn fífil fegurri. Ég held að ákaflega fáir spái í flokkapólitíska merkingu hveitis eða dísilolíu. Pólitík er auðvitað samt víða, sumir fjölmiðlar eru pólitískari en aðrir og viðskiptalífið eins og það er. Hallar til hægri. Ég held að mér sé óhætt að segja að veröldin hafa í öllu falli breyst þannig að ef ung manneskja myndi taka ákvarðanir um innkaup hinna hversdagslegu hluta á grundvelli hollustu við stjórnmálaflokk yrði hún álitin spes. Staðreyndin er þessi: Stjórnmálaflokkar skiptu þjóðinni í fylkingar einu sinni. Þeir skipta fáum í fylkingar núna. Þeir eru tímaskekkja. Upplýsingar flæða yfir mann og möguleikinn til að setja sig inn í einstök mál er orðinn svo ævintýralega miklu meiri. Möguleikinn til að kynnast sjónarmiðum einstaklinga er orðinn miklu meiri. Stjórnmálaflokkar, oft með sína löngu sögu, með sína svörtu sauði og dökku hliðar, flækjast fyrir þeirri löngun manns að fá að taka afstöðu á beinan og upplýstan hátt til manna og málefna. Eitt grín, einn hlátur Ímyndum okkur að grínistar væru með svona flokka. „Hlæið til framtíðar með Mið-Íslandi!“ „Steypustöðin er rétta grínið fyrir þig!“ Sjáið Ara Eldjárn! Ekki fíla Steinda! Vissulega getur smekkur fólks verið mismunandi en hvers vegna í ósköpunum skyldi maður hafa svo ákveðnar skoðanir á gríni að maður gengi í sérstakan grínflokk, styddi hann og neitaði að hlæja að öðru? Hvers vegna ekki að njóta allra litanna? Er ekki Anna Svava fyndin líka, Pétur Jóhann, Tvíhöfði, Lolla og Sarah Silverman? Ég á í mjög miklum erfiðleikum með að sætta mig við það, að þegar kemur að grunngerð samfélagsins, skoðunum á því hvað þurfi að gera og hvernig eigi að gera það, gildi önnur lögmál en annars staðar í lífinu. Má ekki læka margt? Tilvist stjórnmálaflokka setur kjósendum óeðlilega afarkosti. Þeir njörva kjósendur niður í hólf sem eiga sér litla samsvörun í raunveruleikanum. Enda fer stuðningur við stjórnmálaflokka þverrandi. Stærsta bylting stjórnmálanna á undanförnum árum felst í hverfandi hollustu við flokka. Langflestir kjósendur ákveða sig rétt áður en þeir fara í kjörklefann. Í komandi kosningum í Reykjavík ætla vel á annan tug flokka að bjóða fram lista. Fullt af fólki vill gefa sig að sveitarstjórnarmálum. Löggjafarvaldið átti ekki í vandræðum með að taka ákvörðun um að fjölga sveitarstjórnarfulltrúum um heilan helling. Besta gjöfin til kjósenda væri þó sú að gefa kjósendum frelsi til að velja úr öllum þessum hópum þá einstaklinga sem þeir treysta best. Svo vinna þeir saman. Hin feiga hönd Ég get borið vitni um það að auk þess að vera hamlandi og óeðlilegir, með hliðsjón af nútímasamfélagi, eru flokkar líka til hreinnar óþurftar að öðru leyti: Í þeim öllum ríkir andrúmsloft óbærilegra leiðinda. Flokkar drepa allt þokkalegt fólk úr leiðindum. Það er bara tímaspursmál. Hin kæfandi krafa um að kyngja eigin lífsviðhorfum í þágu flokkshollustu verður smám saman óbærileg, um að ganga í takt við alls konar fólk sem manni líkar jafnvel illa við, um að brosa framan í heiminn þótt flestir viti að til þess séu fáar ástæður. Að vera einhver allt annar en maður er. Þannig gera flokkar. Nú síðast hefur Björt framtíð orðið leiðindunum að bráð. Sá flokkur var stofnaður í þeirri von að hægt væri að skapa stjórnmálaflokk sem væri meira eins og opinn, afslappaður vettvangur, laus við þrúgandi kröfur, byggður á löngun fólks til að þjóna samfélagi sínu á heilbrigðan og óþvingaðan hátt. Það tók nokkur ár fyrir leiðindin – illgirni, deilur og ríg – að vinna fullnaðarsigur yfir fögrum hugsjónum og góðu fólki. Hvernig virka þá hinir flokkarnir sem enn standa? Jú, einn af þeim skrimtir því hann er klíka um völd. Hinir hanga á leikaraskap. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Kosningar 2018 Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Sjá meira
Einu sinni var veröldin þannig að það fól í sér mjög sterka pólitíska afstöðu að ákveða á hvaða bensínstöð ætti að stoppa á leið um Hvalfjörð. Ef maður stoppaði í Botnsskála var maður fylgismaður Sjálfstæðisflokksins. Ef maður stoppaði á Þyrli var maður hliðhollur Framsóknarflokknum. Ef maður keypti bensínið á Ferstiklu var maður kommúnisti. Á fleiri sviðum fól daglegt hátterni í sér pólitíska afstöðu. Það skipti vitaskuld máli hvaða dagblöð fólk las. Víða skipti máli í hvaða bakaríi fólk keypti sætabrauð. Ekki tóku sjallar í mál að borða kommasnúð eða öfugt. Hveitið var pólitískt. Lífið hlýtur að hafa verið erfitt fyrir óákveðna, sem svitnuðu ábyggilega mjög á efri vör á degi hverjum við að taka réttar pólitískar innkaupaákvarðanir.Breytt veröld Nú hefur veröldin breyst. Það eru komin göng undir Hvalfjörð og bensínstöðvarnar þar mega muna sinn fífil fegurri. Ég held að ákaflega fáir spái í flokkapólitíska merkingu hveitis eða dísilolíu. Pólitík er auðvitað samt víða, sumir fjölmiðlar eru pólitískari en aðrir og viðskiptalífið eins og það er. Hallar til hægri. Ég held að mér sé óhætt að segja að veröldin hafa í öllu falli breyst þannig að ef ung manneskja myndi taka ákvarðanir um innkaup hinna hversdagslegu hluta á grundvelli hollustu við stjórnmálaflokk yrði hún álitin spes. Staðreyndin er þessi: Stjórnmálaflokkar skiptu þjóðinni í fylkingar einu sinni. Þeir skipta fáum í fylkingar núna. Þeir eru tímaskekkja. Upplýsingar flæða yfir mann og möguleikinn til að setja sig inn í einstök mál er orðinn svo ævintýralega miklu meiri. Möguleikinn til að kynnast sjónarmiðum einstaklinga er orðinn miklu meiri. Stjórnmálaflokkar, oft með sína löngu sögu, með sína svörtu sauði og dökku hliðar, flækjast fyrir þeirri löngun manns að fá að taka afstöðu á beinan og upplýstan hátt til manna og málefna. Eitt grín, einn hlátur Ímyndum okkur að grínistar væru með svona flokka. „Hlæið til framtíðar með Mið-Íslandi!“ „Steypustöðin er rétta grínið fyrir þig!“ Sjáið Ara Eldjárn! Ekki fíla Steinda! Vissulega getur smekkur fólks verið mismunandi en hvers vegna í ósköpunum skyldi maður hafa svo ákveðnar skoðanir á gríni að maður gengi í sérstakan grínflokk, styddi hann og neitaði að hlæja að öðru? Hvers vegna ekki að njóta allra litanna? Er ekki Anna Svava fyndin líka, Pétur Jóhann, Tvíhöfði, Lolla og Sarah Silverman? Ég á í mjög miklum erfiðleikum með að sætta mig við það, að þegar kemur að grunngerð samfélagsins, skoðunum á því hvað þurfi að gera og hvernig eigi að gera það, gildi önnur lögmál en annars staðar í lífinu. Má ekki læka margt? Tilvist stjórnmálaflokka setur kjósendum óeðlilega afarkosti. Þeir njörva kjósendur niður í hólf sem eiga sér litla samsvörun í raunveruleikanum. Enda fer stuðningur við stjórnmálaflokka þverrandi. Stærsta bylting stjórnmálanna á undanförnum árum felst í hverfandi hollustu við flokka. Langflestir kjósendur ákveða sig rétt áður en þeir fara í kjörklefann. Í komandi kosningum í Reykjavík ætla vel á annan tug flokka að bjóða fram lista. Fullt af fólki vill gefa sig að sveitarstjórnarmálum. Löggjafarvaldið átti ekki í vandræðum með að taka ákvörðun um að fjölga sveitarstjórnarfulltrúum um heilan helling. Besta gjöfin til kjósenda væri þó sú að gefa kjósendum frelsi til að velja úr öllum þessum hópum þá einstaklinga sem þeir treysta best. Svo vinna þeir saman. Hin feiga hönd Ég get borið vitni um það að auk þess að vera hamlandi og óeðlilegir, með hliðsjón af nútímasamfélagi, eru flokkar líka til hreinnar óþurftar að öðru leyti: Í þeim öllum ríkir andrúmsloft óbærilegra leiðinda. Flokkar drepa allt þokkalegt fólk úr leiðindum. Það er bara tímaspursmál. Hin kæfandi krafa um að kyngja eigin lífsviðhorfum í þágu flokkshollustu verður smám saman óbærileg, um að ganga í takt við alls konar fólk sem manni líkar jafnvel illa við, um að brosa framan í heiminn þótt flestir viti að til þess séu fáar ástæður. Að vera einhver allt annar en maður er. Þannig gera flokkar. Nú síðast hefur Björt framtíð orðið leiðindunum að bráð. Sá flokkur var stofnaður í þeirri von að hægt væri að skapa stjórnmálaflokk sem væri meira eins og opinn, afslappaður vettvangur, laus við þrúgandi kröfur, byggður á löngun fólks til að þjóna samfélagi sínu á heilbrigðan og óþvingaðan hátt. Það tók nokkur ár fyrir leiðindin – illgirni, deilur og ríg – að vinna fullnaðarsigur yfir fögrum hugsjónum og góðu fólki. Hvernig virka þá hinir flokkarnir sem enn standa? Jú, einn af þeim skrimtir því hann er klíka um völd. Hinir hanga á leikaraskap.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun