Smálán eru ekki rót vandans Benjamín Julian skrifar 15. apríl 2018 12:15 Árið 2009, þegar fólki var hent úr húsum og vinnu, á leigumarkað eða inná fjölskylduna, birtust jakkafataklæddir björgunarhringir: smálánafyrirtækin. Alla sem vantaði reddingu í ólgusjónum þurftu bara að senda SMS. „Lögin eru nokkuð víð,“ sagði einn framkvæmdastjórinn. Hann meinti að þau væru ginnungagap. Uppfrá því hafa verið átök á þingi: Einhverjir vilja banna fátæklingum að taka smálán, aðrir vilja kenna þeim fjármálalæsi svo þeir falli ekki fyrir þeim. En það er bara eitt heilbrigt svar, þegar samfélagið er orðið svo morkið að smálánafyrirtæki eru farin að vaxa á því: Það þarf að útrýma fátækt. Þetta þýðir ekki að smálán séu ekki ógeðslegt fyrirbæri. Það er til dæmis eitthvað alveg einstaklega svívirðilegt við það að GAMMA, sem kúgar úr fátækum leigjendum líftóruna, hafi á sínum snærum smálánafyrirtæki líka. Í upphafi mánaðar tekur þessi fjárfestingasjóður íslensku elítunnar næstum alla útborgun lágstéttarinnar í leigupening, og í lok mánaðar lánar hann sama fólki fyrir reddingum og óvæntum útgjöldum á okurvöxtum. Gildran sem fátækir festast í kristallast í skilmálum smálána. Á meðan ríkt fólk getur fengið kúlulán á lágum vöxtum og borgað þau (ef það hentar þeim, eða fengið þau afskrifuð), þá þarft fátækt fólk að taka lán á mörghundruð prósenta vöxtum. Ríkt fólk kemst í gegnum hvaða greiðslumat sem er. Fátæklingar mega bara fá lán hjá þeim sem gefa skít í þau. Þetta bætist ofaná aðra seyru sem fylgir fátækt: þak yfir höfuðið kostar bróðurpart af tekjum, maturinn er af ódýrustu sort sem skemmir heilsuna og bætir læknisgjöldum ofaná okurvextina og kúgandi leiguverðið. Það er klisja, en það er klisja því það er satt: það er dýrt að vera fátækur. Smálán eru samfélagslegt eitur -- og þau eru ekki smart. Síðustu daga hafa þau aftur rekið skrímslahöfuðið sitt uppí fjölmiðla, og betra fólk hrekkur við og vill láta banna ógeðið. (Þetta er, einsog fyrri daginn, fólkið sem á meiri peninga en svo að það þurfi sjálft smálán, en á samt ekki nógu marga peninga til að láta GAMMA ávaxta þá með rekstri smálánafyrirtækis.) En hér er svekkjandi sannleikurinn. Ef tekjurnar þínar eru of lágar til að endast mánuðinn, þá þarftu einfaldlega stundum smálán til að redda þér. Ef þú átt nákvæmlega engan pening fyrir mat, því þú varðst að fara til tannlæknis, þá er betra að taka smálán en að svelta. Stundum viltu frekar herða beltið (ennþá meira) í næsta mánuði heldur en að eiga ekki fyrir afmælisgjöf handa barninu. Stundum þarftu smálán til að komast í eða klára nám. Smálán eru ekki rót vandans. Þau eru sullurinn sem lekur úr veiku samfélagi. Maður bannar ekki sárin, og maður bannar ekki plástrana sem eru settir á þau. Maður læknar sjúkdóminn -- og sjúkdómurinn er fátækt. Allt of lág laun, sum í boði Reykjavíkurborgar, og allt of lágar bætur, ofaní gersamlega hömlulausan húsnæðismarkað, eru ekki boðlegar þegar við erum í lengsta góðæri og mesta ríkidæmi Íslands frá upphafi. Ekki bara óboðlegar, þær eru glæpsamlegar. Við höfum oft heyrt að kröfur láglaunastéttanna miði að því að leggja samfélagið á hliðina, að allt fari í rúst ef allir fá mannsæmandi laun. Þessi blekking er engu sannari í dag en hún var áður. Eini munurinn er að nú eru svonefndir vinstriflokkar farnir að bergmála þennan áróður auðvaldsins. Sannleikurinn er sá að samfélagið er þegar farið á hliðina. Til að koma því aftur í lag þarf fólkið sem verður fyrir hversdagslegu ofríki braskara og félagsmálayfirvalda og láglaunavinnustaða að fá hlutdeild í stjórnun þess. “Ekkert um okkur án okkar” gildir líka um fátækt, og það er undir leiðsögn hinna fátæku sem við getum ráðið úr henni. Bönnum ekki smálán; útrýmum fátækt.Höfundur er frambjóðandi fyrir Sósíalistaflokkinn í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Smálán Mest lesið „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Halldór 29.03.2025 Halldór Skoðun Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2009, þegar fólki var hent úr húsum og vinnu, á leigumarkað eða inná fjölskylduna, birtust jakkafataklæddir björgunarhringir: smálánafyrirtækin. Alla sem vantaði reddingu í ólgusjónum þurftu bara að senda SMS. „Lögin eru nokkuð víð,“ sagði einn framkvæmdastjórinn. Hann meinti að þau væru ginnungagap. Uppfrá því hafa verið átök á þingi: Einhverjir vilja banna fátæklingum að taka smálán, aðrir vilja kenna þeim fjármálalæsi svo þeir falli ekki fyrir þeim. En það er bara eitt heilbrigt svar, þegar samfélagið er orðið svo morkið að smálánafyrirtæki eru farin að vaxa á því: Það þarf að útrýma fátækt. Þetta þýðir ekki að smálán séu ekki ógeðslegt fyrirbæri. Það er til dæmis eitthvað alveg einstaklega svívirðilegt við það að GAMMA, sem kúgar úr fátækum leigjendum líftóruna, hafi á sínum snærum smálánafyrirtæki líka. Í upphafi mánaðar tekur þessi fjárfestingasjóður íslensku elítunnar næstum alla útborgun lágstéttarinnar í leigupening, og í lok mánaðar lánar hann sama fólki fyrir reddingum og óvæntum útgjöldum á okurvöxtum. Gildran sem fátækir festast í kristallast í skilmálum smálána. Á meðan ríkt fólk getur fengið kúlulán á lágum vöxtum og borgað þau (ef það hentar þeim, eða fengið þau afskrifuð), þá þarft fátækt fólk að taka lán á mörghundruð prósenta vöxtum. Ríkt fólk kemst í gegnum hvaða greiðslumat sem er. Fátæklingar mega bara fá lán hjá þeim sem gefa skít í þau. Þetta bætist ofaná aðra seyru sem fylgir fátækt: þak yfir höfuðið kostar bróðurpart af tekjum, maturinn er af ódýrustu sort sem skemmir heilsuna og bætir læknisgjöldum ofaná okurvextina og kúgandi leiguverðið. Það er klisja, en það er klisja því það er satt: það er dýrt að vera fátækur. Smálán eru samfélagslegt eitur -- og þau eru ekki smart. Síðustu daga hafa þau aftur rekið skrímslahöfuðið sitt uppí fjölmiðla, og betra fólk hrekkur við og vill láta banna ógeðið. (Þetta er, einsog fyrri daginn, fólkið sem á meiri peninga en svo að það þurfi sjálft smálán, en á samt ekki nógu marga peninga til að láta GAMMA ávaxta þá með rekstri smálánafyrirtækis.) En hér er svekkjandi sannleikurinn. Ef tekjurnar þínar eru of lágar til að endast mánuðinn, þá þarftu einfaldlega stundum smálán til að redda þér. Ef þú átt nákvæmlega engan pening fyrir mat, því þú varðst að fara til tannlæknis, þá er betra að taka smálán en að svelta. Stundum viltu frekar herða beltið (ennþá meira) í næsta mánuði heldur en að eiga ekki fyrir afmælisgjöf handa barninu. Stundum þarftu smálán til að komast í eða klára nám. Smálán eru ekki rót vandans. Þau eru sullurinn sem lekur úr veiku samfélagi. Maður bannar ekki sárin, og maður bannar ekki plástrana sem eru settir á þau. Maður læknar sjúkdóminn -- og sjúkdómurinn er fátækt. Allt of lág laun, sum í boði Reykjavíkurborgar, og allt of lágar bætur, ofaní gersamlega hömlulausan húsnæðismarkað, eru ekki boðlegar þegar við erum í lengsta góðæri og mesta ríkidæmi Íslands frá upphafi. Ekki bara óboðlegar, þær eru glæpsamlegar. Við höfum oft heyrt að kröfur láglaunastéttanna miði að því að leggja samfélagið á hliðina, að allt fari í rúst ef allir fá mannsæmandi laun. Þessi blekking er engu sannari í dag en hún var áður. Eini munurinn er að nú eru svonefndir vinstriflokkar farnir að bergmála þennan áróður auðvaldsins. Sannleikurinn er sá að samfélagið er þegar farið á hliðina. Til að koma því aftur í lag þarf fólkið sem verður fyrir hversdagslegu ofríki braskara og félagsmálayfirvalda og láglaunavinnustaða að fá hlutdeild í stjórnun þess. “Ekkert um okkur án okkar” gildir líka um fátækt, og það er undir leiðsögn hinna fátæku sem við getum ráðið úr henni. Bönnum ekki smálán; útrýmum fátækt.Höfundur er frambjóðandi fyrir Sósíalistaflokkinn í Reykjavík.
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar