Konurnar á Álftanesi höfðu hver sinn Kana Kristján Már Unnarsson skrifar 14. apríl 2018 22:30 María Sveinsdóttir sýnir varðturninn á Álftanesi sem stóð við hliðið inn í herstöðina. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Stríðsminjar úr síðari heimstyrjöld má enn sjá á Álftanesi en þar var fjölmenn herstöð sem hafði það meginhlutverk að verja Reykjavíkurflugvöll gegn árásum þýskra flugvéla. Fjallað var um þetta í fréttum Stöðvar 2 og rætt við Maríu Sveinsdóttur frá Jörfa á Álftanesi. María var ung stúlka þegar herinn kom á Álftanes en hennar fyrstu æskuminningar eru einmitt frá stríðsárunum. Fánastöngin við heimili hennar á Jörfa stendur þar sem áður var stæði fyrir fjórar loftvarnabyssur. Við hús hennar má enn sjá loftvarnabyrgi, sem pabbi hennar notaði síðar sem kartöflugeymslu eftir stríð. „Pabbi fékk ekkert fyrir þetta að láta allt landið sitt undir herinn. En þegar þeir fara þá hirða þeir tæki og tól, allt sem þeir áttu þannig, en hann mátti eiga alla braggana. Eftir það fór hann að rífa braggana og selja, - bara til þess að fólk gæti byggt úr þessu. Og hann fékk góðan pening fyrir það og það bjargaði honum. Hann gat notað það til þess að kaupa fyrsta traktorinn,” sagði María.María Sveinsdóttir sýnir loftvarnabyrgið við Jörfa á Álftanesi.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Eitt heillegasta mannvirkið úr stríðinu er varðturninn sem stóð við hliðið inn í þessa 500 manna herstöð, sem nefnd var Brighton Camp. María segir samskipti Álftnesinga við hermennina hafa verið góð. Þeir hafi verið eðalmenn. „Það voru margar konur sem fengu vinnu við að þvo þvottinn þeirra. Og þá var alltaf sagt: Kaninn hennar Gerðu. Kaninn hennar Stínu. Kaninn hennar... Og það var talað um það af því að þær þvoðu þvottinn þeirra og fengu peninga fyrir það,” sagði María. Við spurðum Maríu nánar um samskipti kvennanna á Álftanesi við hermennina en svar hennar birtist í þættinum „Um land allt” á mánudagskvöld. Þar verða sýndar myndir af fleiri stríðsminjum en þátturinn fjallar um mannlíf á Álftanesi, allt frá landnámi til nútíma. Aðalviðmælandi þáttarins er Anna Ólafsdóttir Björnsson, sagnfræðingur og fyrrverandi alþingismaður, en hún er höfundur Álftanessögu, sagnfræðirits um sögu byggðarinnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 með viðtali við Maríu: Garðabær Um land allt Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir Reyna að ræða við þingmann sem kvartað hafði verið undan vegna slæmrar lyktar „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Sjá meira
Stríðsminjar úr síðari heimstyrjöld má enn sjá á Álftanesi en þar var fjölmenn herstöð sem hafði það meginhlutverk að verja Reykjavíkurflugvöll gegn árásum þýskra flugvéla. Fjallað var um þetta í fréttum Stöðvar 2 og rætt við Maríu Sveinsdóttur frá Jörfa á Álftanesi. María var ung stúlka þegar herinn kom á Álftanes en hennar fyrstu æskuminningar eru einmitt frá stríðsárunum. Fánastöngin við heimili hennar á Jörfa stendur þar sem áður var stæði fyrir fjórar loftvarnabyssur. Við hús hennar má enn sjá loftvarnabyrgi, sem pabbi hennar notaði síðar sem kartöflugeymslu eftir stríð. „Pabbi fékk ekkert fyrir þetta að láta allt landið sitt undir herinn. En þegar þeir fara þá hirða þeir tæki og tól, allt sem þeir áttu þannig, en hann mátti eiga alla braggana. Eftir það fór hann að rífa braggana og selja, - bara til þess að fólk gæti byggt úr þessu. Og hann fékk góðan pening fyrir það og það bjargaði honum. Hann gat notað það til þess að kaupa fyrsta traktorinn,” sagði María.María Sveinsdóttir sýnir loftvarnabyrgið við Jörfa á Álftanesi.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Eitt heillegasta mannvirkið úr stríðinu er varðturninn sem stóð við hliðið inn í þessa 500 manna herstöð, sem nefnd var Brighton Camp. María segir samskipti Álftnesinga við hermennina hafa verið góð. Þeir hafi verið eðalmenn. „Það voru margar konur sem fengu vinnu við að þvo þvottinn þeirra. Og þá var alltaf sagt: Kaninn hennar Gerðu. Kaninn hennar Stínu. Kaninn hennar... Og það var talað um það af því að þær þvoðu þvottinn þeirra og fengu peninga fyrir það,” sagði María. Við spurðum Maríu nánar um samskipti kvennanna á Álftanesi við hermennina en svar hennar birtist í þættinum „Um land allt” á mánudagskvöld. Þar verða sýndar myndir af fleiri stríðsminjum en þátturinn fjallar um mannlíf á Álftanesi, allt frá landnámi til nútíma. Aðalviðmælandi þáttarins er Anna Ólafsdóttir Björnsson, sagnfræðingur og fyrrverandi alþingismaður, en hún er höfundur Álftanessögu, sagnfræðirits um sögu byggðarinnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 með viðtali við Maríu:
Garðabær Um land allt Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir Reyna að ræða við þingmann sem kvartað hafði verið undan vegna slæmrar lyktar „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Sjá meira