„Aldrei fallið verk úr hendi" Jóhann K. Jóhannsson og Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifa 14. apríl 2018 17:58 Sigurður Steinar Ketilsson hóf störf á eikarbátnum Maríu Júlíu sem háseti en í samfleytt 30 ár hefur hann starfað sem skipherra á varðskipi og er sá starfsmaður Landhelgisgæslunnar sem hefur unnið þar hvað lengst. Skipstjóri og starfsmenn Landhelgisgæslunnar ásamt fulltrúum Dómsmálaráðuneytisins, eiginkonu og fjölskyldu Sigurðar tóku á móti honum á varðskipinu með viðhöfn á Faxagarði í morgun. Í fimmtíu ár hefur Sigurður Steinar starfað hjá Landhelgisgæslunni en föstudagurinn 13.apríl var hans síðasti dagur í starfi. „Það er alltaf náttúrulega björgun mannslífa sem stendur hæst. Það má ekki gleyma því hjá ungum manni að hafa verið í tveim þorskastríðum, 1972-3 og 1975-6. Svo er bara þessi fjölbreytta vinna, það er sama hvort það er á sjó eða landi,“ segir Sigurður. Kom á fót þyrlubjörgunarsveit Landhelgisgæslunnar Sigurður hefur stjórnað og tekið þátt í fjölda verkefna á vettvangi leitar og björgunar á ferli sínum, siglt í öllum veðrum oft við erfiðar og krefjandi aðstæður og tekið þátt í öllum helstu áskorunum sem Landhelgisgæslan hefur staðið frammi fyrir. Hann er einn af þeim sem kom á fót þyrlubjörgunarsveit Landhelgisgæslunnar. Ein af fræknustu björgunum hennar var björgun níu manna áhafnar á Barðanum GK fyrir 31 ári við Snæfellsnes. Sigurður segir að eftir það hafi þjóðin farið að trúa á þessa starfsemi. „Þá fór þjóðin fyrst að hafa trú á okkur í þessari starfsemi. Síðan þá hefur þetta bara gengið vonum framar þessi þyrlustarfsemi nema nú þarf bara að fara að endurnýja og það má ekki bíða of lengi,“ segir Sigurður. Þegar Sigurður er spurður út í það hvað tekur við stendur ekki á svarinu: „Það kemur bara í ljós. Ég hef nóg að gera, mér hefur aldrei fallið verk úr hendi hvar sem er,“ segir Sigurður brosandi. Til marks um þá virðingu sem Sigurður hefur skapað sér heiðruðu skipverjar á skólaskipi Slysavarnaskóla sjómanna, rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni og varðskipinu Ægi, Sigurð með táknrænum hætti þegar Þór var bundinn við bryggju með skipsflautum sínum. Sigurður ásamt samstarfsfélaga sínum.Vísir/Vilhelm Sigurður fagnaði ásamt fjölskyldu sinni og eiginkonu.Vísir/Vilhelm Starfsmenn Landhelgisgæslunnar stóðu heiðursvörð.Vísir/Vilhelm Sigurður Steinar á varðskipinu Þór.Vísir/Vilhelm Landhelgisgæslan Þorskastríðin Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Sjá meira
Sigurður Steinar Ketilsson hóf störf á eikarbátnum Maríu Júlíu sem háseti en í samfleytt 30 ár hefur hann starfað sem skipherra á varðskipi og er sá starfsmaður Landhelgisgæslunnar sem hefur unnið þar hvað lengst. Skipstjóri og starfsmenn Landhelgisgæslunnar ásamt fulltrúum Dómsmálaráðuneytisins, eiginkonu og fjölskyldu Sigurðar tóku á móti honum á varðskipinu með viðhöfn á Faxagarði í morgun. Í fimmtíu ár hefur Sigurður Steinar starfað hjá Landhelgisgæslunni en föstudagurinn 13.apríl var hans síðasti dagur í starfi. „Það er alltaf náttúrulega björgun mannslífa sem stendur hæst. Það má ekki gleyma því hjá ungum manni að hafa verið í tveim þorskastríðum, 1972-3 og 1975-6. Svo er bara þessi fjölbreytta vinna, það er sama hvort það er á sjó eða landi,“ segir Sigurður. Kom á fót þyrlubjörgunarsveit Landhelgisgæslunnar Sigurður hefur stjórnað og tekið þátt í fjölda verkefna á vettvangi leitar og björgunar á ferli sínum, siglt í öllum veðrum oft við erfiðar og krefjandi aðstæður og tekið þátt í öllum helstu áskorunum sem Landhelgisgæslan hefur staðið frammi fyrir. Hann er einn af þeim sem kom á fót þyrlubjörgunarsveit Landhelgisgæslunnar. Ein af fræknustu björgunum hennar var björgun níu manna áhafnar á Barðanum GK fyrir 31 ári við Snæfellsnes. Sigurður segir að eftir það hafi þjóðin farið að trúa á þessa starfsemi. „Þá fór þjóðin fyrst að hafa trú á okkur í þessari starfsemi. Síðan þá hefur þetta bara gengið vonum framar þessi þyrlustarfsemi nema nú þarf bara að fara að endurnýja og það má ekki bíða of lengi,“ segir Sigurður. Þegar Sigurður er spurður út í það hvað tekur við stendur ekki á svarinu: „Það kemur bara í ljós. Ég hef nóg að gera, mér hefur aldrei fallið verk úr hendi hvar sem er,“ segir Sigurður brosandi. Til marks um þá virðingu sem Sigurður hefur skapað sér heiðruðu skipverjar á skólaskipi Slysavarnaskóla sjómanna, rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni og varðskipinu Ægi, Sigurð með táknrænum hætti þegar Þór var bundinn við bryggju með skipsflautum sínum. Sigurður ásamt samstarfsfélaga sínum.Vísir/Vilhelm Sigurður fagnaði ásamt fjölskyldu sinni og eiginkonu.Vísir/Vilhelm Starfsmenn Landhelgisgæslunnar stóðu heiðursvörð.Vísir/Vilhelm Sigurður Steinar á varðskipinu Þór.Vísir/Vilhelm
Landhelgisgæslan Þorskastríðin Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Sjá meira