Velferð fyrir alla í Garðabæ Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 13. apríl 2018 10:57 Stóru málin Eitt af stærstu áherslumálum Garðabæjarlistans eru velferðarmál. Velferðarþjónusta er gríðarlega mikilvæg grunnstoð í hverju samfélagi. Það skiptir máli að okkar innsti kjarni sé styrkur, að við séum hvert og eitt okkar við góða líðan og heilsu líkamlega sem og andlega.Bjóðum upp á faglega þjónustu Þess vegna skiptir það okkur sem komum að Garðabæjarlistanum mjög miklu máli að í Garðabæ sé sérstaklega vandað til verka þegar kemur að viðkæmum málaflokki eins og velferðarmálum. Þegar einstaklingur þarf á aðstoð að halda frá samfélaginu þá skiptir máli að slík aðstoð fáist sem faglegustu og um leið að hún sé miðuð að þörfum hvers og eins. Líðan og velferð okkar alla skiptir máli og felur í sér gríðarleg lífsgæði. Þegar einstaklingur þarf á einhvers konar aðstoð eða stuðningi að halda þá þarf bæjarfélagið að vanda til verka og hafa ígrundað vel þá þjónustu sem í aðstoðinni felst.Stefnumótun með skýrri og metnaðarfullri framtíðarsýn Við í Garðabæjarlistanum viljum vandaða og metnaðarfulla stefnumótun í velferðarmálum. Við tökum einfaldlega ekki annað í mál en að bæjarfélag eins og Garðabær, sem stendur vel fjárhagslega, standi undir þeim kröfum sem við gerum sem samfélag. Við viljum að allir einstaklingar fái notið sín í samfélaginu sem þeir tilheyra og geri það með reisn. Til þess að svo megi vera þarf að hafa skýra sýn og fyrir fram mótaða stefnu um hvernig þjónustu er boðið upp á og hvernig hún er veitt til einstaklinga.Þjónustumiðuð stjórnsýsla er lykill Stjórnsýslan verður að þjóna tilgangi sínum sem er að vera fyrst og fremst í hlutverki þjónustu við íbúa. Við þurfum að byggja upp faglega þjónustu sem leiðir það af sér að hver einasti Garðbæingur upplifi sig heima. Félagsleg úrræði eru einn liður í heildstæðri velferðarþjónustu. Það skiptir máli að Garðabær geri ráð fyrir því að meðal Garðbæinga eru, eins og alls staðar annar staðar, einstaklingar sem munu þurfa á slíkum úrræðum að halda eða þurfa það nú þegar. Við þessari þörf verður að bregðast með faglegum hætti og af ábyrgð.Á tímamótum Við stöndum á ákveðnum tímamótum í kjölfar löggildingu sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Hann felur m.a. í sér ákveðnar breytingar á viðmóti í velferðarþjónustu almennt sem gengur einfaldlega út á það að gera betur og bera virðingu fyrir rétti einstaklingsins til sjálfstæðs lífs óháð aðstöðu eða atgervi. Við erum einfaldlega komin á þann stað að við viðurkennum réttindi allra til sjálfstæðs lífs. Í því felst m.a. sjálfstæð búseta, aðgengi að samfélaginu í sinni fjölbreyttustu mynd og stuðningur til athafna. Stuðningur bæjarfélagsins verður að taka tillit til misjafnra þarfa einstaklinga, því velferðarþjónusta snýst nefnilega um einstaklinga en ekki kerfi.Gerum betur Garðabær á að okkar mati að vera í fararbroddi í velferðarmálum. Við Garðbæingar eigum að geta verið stolt af því að standa vel að málum þeirra sem standa höllum fæti í samfélaginu okkar. Garðabæjarlistinn vill hafa mennsku og samkennd í fyrirrúmi. Við munum beita okkur af öllum krafti í þágu velferðar og vellíðanar allra íbúa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Sjá meira
Stóru málin Eitt af stærstu áherslumálum Garðabæjarlistans eru velferðarmál. Velferðarþjónusta er gríðarlega mikilvæg grunnstoð í hverju samfélagi. Það skiptir máli að okkar innsti kjarni sé styrkur, að við séum hvert og eitt okkar við góða líðan og heilsu líkamlega sem og andlega.Bjóðum upp á faglega þjónustu Þess vegna skiptir það okkur sem komum að Garðabæjarlistanum mjög miklu máli að í Garðabæ sé sérstaklega vandað til verka þegar kemur að viðkæmum málaflokki eins og velferðarmálum. Þegar einstaklingur þarf á aðstoð að halda frá samfélaginu þá skiptir máli að slík aðstoð fáist sem faglegustu og um leið að hún sé miðuð að þörfum hvers og eins. Líðan og velferð okkar alla skiptir máli og felur í sér gríðarleg lífsgæði. Þegar einstaklingur þarf á einhvers konar aðstoð eða stuðningi að halda þá þarf bæjarfélagið að vanda til verka og hafa ígrundað vel þá þjónustu sem í aðstoðinni felst.Stefnumótun með skýrri og metnaðarfullri framtíðarsýn Við í Garðabæjarlistanum viljum vandaða og metnaðarfulla stefnumótun í velferðarmálum. Við tökum einfaldlega ekki annað í mál en að bæjarfélag eins og Garðabær, sem stendur vel fjárhagslega, standi undir þeim kröfum sem við gerum sem samfélag. Við viljum að allir einstaklingar fái notið sín í samfélaginu sem þeir tilheyra og geri það með reisn. Til þess að svo megi vera þarf að hafa skýra sýn og fyrir fram mótaða stefnu um hvernig þjónustu er boðið upp á og hvernig hún er veitt til einstaklinga.Þjónustumiðuð stjórnsýsla er lykill Stjórnsýslan verður að þjóna tilgangi sínum sem er að vera fyrst og fremst í hlutverki þjónustu við íbúa. Við þurfum að byggja upp faglega þjónustu sem leiðir það af sér að hver einasti Garðbæingur upplifi sig heima. Félagsleg úrræði eru einn liður í heildstæðri velferðarþjónustu. Það skiptir máli að Garðabær geri ráð fyrir því að meðal Garðbæinga eru, eins og alls staðar annar staðar, einstaklingar sem munu þurfa á slíkum úrræðum að halda eða þurfa það nú þegar. Við þessari þörf verður að bregðast með faglegum hætti og af ábyrgð.Á tímamótum Við stöndum á ákveðnum tímamótum í kjölfar löggildingu sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Hann felur m.a. í sér ákveðnar breytingar á viðmóti í velferðarþjónustu almennt sem gengur einfaldlega út á það að gera betur og bera virðingu fyrir rétti einstaklingsins til sjálfstæðs lífs óháð aðstöðu eða atgervi. Við erum einfaldlega komin á þann stað að við viðurkennum réttindi allra til sjálfstæðs lífs. Í því felst m.a. sjálfstæð búseta, aðgengi að samfélaginu í sinni fjölbreyttustu mynd og stuðningur til athafna. Stuðningur bæjarfélagsins verður að taka tillit til misjafnra þarfa einstaklinga, því velferðarþjónusta snýst nefnilega um einstaklinga en ekki kerfi.Gerum betur Garðabær á að okkar mati að vera í fararbroddi í velferðarmálum. Við Garðbæingar eigum að geta verið stolt af því að standa vel að málum þeirra sem standa höllum fæti í samfélaginu okkar. Garðabæjarlistinn vill hafa mennsku og samkennd í fyrirrúmi. Við munum beita okkur af öllum krafti í þágu velferðar og vellíðanar allra íbúa.
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar