Felur starfshópi að endurskoða skattstofn fjármagnstekjuskatts Jón Hákon Halldórsson skrifar 13. apríl 2018 06:00 Rektor Háskóla Íslands og rektor Háskólans á Akureyri hafa kallað eftir breyttu skattaumhverfi fyrir sjóði sem styðja fræðasamfélagið. Vísir/ernir Áformað er að endurskoða skattstofn fjármagnstekjuskatts. „Óaðskiljanlegur hluti af því verkefni verður kortlagning á þeim aðilum sem í dag eru skattskyldir, þar með talið á hvers kyns sjóðum sem undir lögin falla, jafnframt því að horfa til skattareglna í nágrannalöndunum. Ekki er útilokað að beinn stuðningur einstaklinga og lögaðila í formi frádráttar frá tekjuskattstofni komi einnig til skoðunar í því samhengi,“ segir í skriflegu svari Bjarna Benediktssonar við fyrirspurn Fréttablaðsins.Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að niðurstaða á úttekt sem Deloitte vann fyrir Háskóla Íslands benti til þess að styrktarsjóðir sem styrkja rannsóknir og vísindastarf á Íslandi væru ekki samkeppnisfærir við slíka sjóði í Bretlandi, Bandaríkjunum og á Norðurlöndunum.Bjarni BenediktssonÁstæðan er að sjóðirnir eru ekki undanþegnir greiðslum á fjármagnstekjuskatti eins og gerist erlendis. Dæmi var tekið af Eimskipasjóði Háskóla Íslands sem greiðir að jafnaði álíka mikið í fjármagnstekjuskatt og hann veitir í styrki. Það er mat sérfræðings Deiloitte að væri skattaumhverfið hér sambærilegt við umhverfið úti gæti sjóðurinn úthlutað hér um bil tvöfalt meira fé í styrki.Sjá einnig: Sér á báti í skattlagningu á styrktarsjóði Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, hefur síðan bent á að í mörgum ríkjum fái fyrirtæki eða einstaklingar, sem eru tilbúnir að setja fjármuni í styrki í háskóla eða rannsóknarstarfsemi, oft skattaafslátt á móti. Bjarni Benediktsson vekur athygli á því í svari sínu að ýmsir þættir íslenska skattkerfisins verði teknir til endurskoðunar, eins og sjá megi í nýframkominni fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir næstu fimm árin. „Ýmsir þættir íslenska skattkerfisins verða til endurskoðunar næstu árin, eins og sjá má í fjármálaáætluninni fyrir tímabilið 2019-2023, til hagsbóta fyrir einstaklinga og fyrirtæki (lögaðila). Þar verður meðal annars horft til þess að gera Ísland samkeppnishæfara í alþjóðlegum samanburði, auk þess að gera skattheimtu einfaldari, skilvirkari og sanngjarnari,“ segir í svari Bjarna. Þá segir hann að sérstökum starfshópi verði falið það verkefni að ráðast í endurskoðun á skattstofni fjármagnstekjuskatts. Birtist í Fréttablaðinu Skattar og tollar Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira
Áformað er að endurskoða skattstofn fjármagnstekjuskatts. „Óaðskiljanlegur hluti af því verkefni verður kortlagning á þeim aðilum sem í dag eru skattskyldir, þar með talið á hvers kyns sjóðum sem undir lögin falla, jafnframt því að horfa til skattareglna í nágrannalöndunum. Ekki er útilokað að beinn stuðningur einstaklinga og lögaðila í formi frádráttar frá tekjuskattstofni komi einnig til skoðunar í því samhengi,“ segir í skriflegu svari Bjarna Benediktssonar við fyrirspurn Fréttablaðsins.Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að niðurstaða á úttekt sem Deloitte vann fyrir Háskóla Íslands benti til þess að styrktarsjóðir sem styrkja rannsóknir og vísindastarf á Íslandi væru ekki samkeppnisfærir við slíka sjóði í Bretlandi, Bandaríkjunum og á Norðurlöndunum.Bjarni BenediktssonÁstæðan er að sjóðirnir eru ekki undanþegnir greiðslum á fjármagnstekjuskatti eins og gerist erlendis. Dæmi var tekið af Eimskipasjóði Háskóla Íslands sem greiðir að jafnaði álíka mikið í fjármagnstekjuskatt og hann veitir í styrki. Það er mat sérfræðings Deiloitte að væri skattaumhverfið hér sambærilegt við umhverfið úti gæti sjóðurinn úthlutað hér um bil tvöfalt meira fé í styrki.Sjá einnig: Sér á báti í skattlagningu á styrktarsjóði Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, hefur síðan bent á að í mörgum ríkjum fái fyrirtæki eða einstaklingar, sem eru tilbúnir að setja fjármuni í styrki í háskóla eða rannsóknarstarfsemi, oft skattaafslátt á móti. Bjarni Benediktsson vekur athygli á því í svari sínu að ýmsir þættir íslenska skattkerfisins verði teknir til endurskoðunar, eins og sjá megi í nýframkominni fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir næstu fimm árin. „Ýmsir þættir íslenska skattkerfisins verða til endurskoðunar næstu árin, eins og sjá má í fjármálaáætluninni fyrir tímabilið 2019-2023, til hagsbóta fyrir einstaklinga og fyrirtæki (lögaðila). Þar verður meðal annars horft til þess að gera Ísland samkeppnishæfara í alþjóðlegum samanburði, auk þess að gera skattheimtu einfaldari, skilvirkari og sanngjarnari,“ segir í svari Bjarna. Þá segir hann að sérstökum starfshópi verði falið það verkefni að ráðast í endurskoðun á skattstofni fjármagnstekjuskatts.
Birtist í Fréttablaðinu Skattar og tollar Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira