Yulia Skripal segir engan tala fyrir hennar hönd Birgir Olgeirsson skrifar 11. apríl 2018 20:33 Yulia Skripal. Vísir/AFP Yulia Skripal segist ekki hafa náð nægum styrk til að veita viðtöl en segir engan tala fyrir hana né föður hennar. Þetta er haft eftir Yuliu á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC en Yulia er dóttir fyrrverandi njósnarans Sergei Skripal. Hún og faðir hennar fundust meðvitundarlaus á bekk í Salisbury á Englandi í síðasta mánuði. Greint hefur verið frá því að taugaeitrið Novichok hefði fundust á hurðarhúni á heimili þeirra og hafa yfirvöld Bretlands og annarra ríkja sakað yfirvöld Rússlands um að gera árásina. Bretar segja taugaeitrið hafa verið framleitt í Rússlandi og segjast hafa heimildir fyrir því að undanfarin ár hafi yfirvöld Rússlands unnið að leiðum til að ráða fólk af dögum með þessu tiltekna taugaeitri. Yulia var útskrifuð af sjúkrahúsi á mánudag en hún segir föður sinn enn þungt haldinn. Lögreglan í Bretlandi sendi tilkynningu á fjölmiðla þar sem vitnað er í Yuliu. Hún segist hafna aðstoð frá rússneska sendiráðinu í Lundúnum enn sem komið er. Hún hefur verið flutt á leynilegan stað en hún segist hafa aðgang að fjölskyldu sinni og vinum. Á meðan hún var á sjúkrahúsi veitti frænka hennar, Viktoria Skripal, rússneskum fjölmiðlaveitunni Interfax viðtal þar sem hún sagði Yuliu hafa ætlað að sækja um pólitískt hæli, en vissi þó ekki hjá hvaða landi. Yulia segir þó í yfirlýsingunni að enginn tali fyrir hennar hönd né föður hennar. „Ég hef ekki náð nægum styrk til að veita viðtal, en vonast til að geta það einn daginn. Þangað til vil ég ítreka að enginn talar fyrir okkar hönd. Ég vil þakka frænku minni Viktoriu fyrir að hugsa til okkar, en ég bið hana um að heimsækja mig ekki eða að reyna að hafa samband við mig að svo stöddu.“ Taugaeitursárás í Bretlandi Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Yulia Skripal segist ekki hafa náð nægum styrk til að veita viðtöl en segir engan tala fyrir hana né föður hennar. Þetta er haft eftir Yuliu á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC en Yulia er dóttir fyrrverandi njósnarans Sergei Skripal. Hún og faðir hennar fundust meðvitundarlaus á bekk í Salisbury á Englandi í síðasta mánuði. Greint hefur verið frá því að taugaeitrið Novichok hefði fundust á hurðarhúni á heimili þeirra og hafa yfirvöld Bretlands og annarra ríkja sakað yfirvöld Rússlands um að gera árásina. Bretar segja taugaeitrið hafa verið framleitt í Rússlandi og segjast hafa heimildir fyrir því að undanfarin ár hafi yfirvöld Rússlands unnið að leiðum til að ráða fólk af dögum með þessu tiltekna taugaeitri. Yulia var útskrifuð af sjúkrahúsi á mánudag en hún segir föður sinn enn þungt haldinn. Lögreglan í Bretlandi sendi tilkynningu á fjölmiðla þar sem vitnað er í Yuliu. Hún segist hafna aðstoð frá rússneska sendiráðinu í Lundúnum enn sem komið er. Hún hefur verið flutt á leynilegan stað en hún segist hafa aðgang að fjölskyldu sinni og vinum. Á meðan hún var á sjúkrahúsi veitti frænka hennar, Viktoria Skripal, rússneskum fjölmiðlaveitunni Interfax viðtal þar sem hún sagði Yuliu hafa ætlað að sækja um pólitískt hæli, en vissi þó ekki hjá hvaða landi. Yulia segir þó í yfirlýsingunni að enginn tali fyrir hennar hönd né föður hennar. „Ég hef ekki náð nægum styrk til að veita viðtal, en vonast til að geta það einn daginn. Þangað til vil ég ítreka að enginn talar fyrir okkar hönd. Ég vil þakka frænku minni Viktoriu fyrir að hugsa til okkar, en ég bið hana um að heimsækja mig ekki eða að reyna að hafa samband við mig að svo stöddu.“
Taugaeitursárás í Bretlandi Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira