Trump hótar Rússum með eldflaugum í Sýrlandi Kjartan Kjartansson skrifar 11. apríl 2018 11:55 Trump með John Bolton, nýjum þjóðaröryggisráðgjafa sínum. Þeir hafa ekki enn tilkynnt um viðbrögð Bandaríkjanna við árásinni í Douma umfram torrætt tíst forsetans í morgun. Vísir/AFP Rússar ættu að búa sig undir eldflaugaskot í Sýrlandi vegna eiturvopnaárásar stjórnarhersins þar um helgina. Þessu tísti Donald Trump Bandaríkjaforseti nú í morgun. Rússar höfðu áður varað Bandaríkjastjórn við hernaðarafskiptum í Sýrlandi. Trump hafði lofað meiriháttar ákvörðun um Sýrland á næstu 24-48 tímunum á mánudag. Það var vegna eiturvopnaárásar sem talið er að hafi verið framin í bænum Douma sem er á valdi uppreisnarmanna um helgina. Enn hefur ekkert bólað á þeirri ákvörðun en Trump fór hins vegar mikinn á Twitter í morgun. Þar sagði hann að Rússar hefðu heitið því að skjóta niður öll flugskeyti sem yrði skotið að Sýrlandi. „Gerðu þig tilbúið Rússland því þær eru á leiðinni, fínar og nýjar og „snjallar!“ [svo] Þið ættuð ekki að vera félagar Gasdrepandi skepnunnar sem drepur eigið fólk og nýtur þess!“ tísti Trump sem vísaði til Bahsars al-Assad Sýrlandsforseta sem skepnu.Breska ríkisútvarpið BBC segir að svo virðist sem að Trump hafi verið að vísa til orða sendiherra Rússa í Líbanon um að Rússar myndu skjóta niður eldflaugar og ráðast á skotpalla ef þeim yrði beint að sýrlenska stjórnarhernum. Ekki er þó ljóst hversu mikil alvara liggur að baki hótun Trump. Aðeins hálftíma eftir tístið fylgdi annað þar sem forsetinn harmaði hversu slæm samskipti Bandaríkjanna og Rússland væru orðin. Þau væru orðin verri nú en í Kalda stríðinu og það að ástæðulausu. „Rússland þarf hjálp okkar með efnahag sinn, eitthvað sem ætti að vera mjög auðvelt að gera og við þurfum á því að halda að allar þjóðir vinni saman. Stöðvum vopnakapphlaupið?“ tísti Trump og virtist þannig draga í land með fyrri rosta um eldflaugaárásir.WHO krefst aðgangs að Douma Bæði Sýrlandsstjórn og Rússar, sem veita henni hernaðaraðstoð, hafa neitað ábyrgð á árásinni og fullyrða jafnvel að engin eiturvopnaárás hafi yfir höfuð átt sér stað. Rússar beittu neitunarvaldi sínu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til þess að fella ályktun um sjálfstæða rannsókn á árásinni í gær. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) krafðist í dag aðgangs að Douma til að starfsmenn hennar geti kannað hvort að fimm hundruð manns hafi orðið fyrir eitrun þar eins og samstarfsaðilar hennar segja. Tölur um mannfall eru nokkuð á reiki, á bilinu 40-70 eru sagðir hafa fallið í árásinni. Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tengdar fréttir Ætla að ákveða gagnaðgerðir innan 48 klukkustunda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin og bandamenn þeirra munu taka ákvörðun um gagnárás á næstu 24 til 48 klukkustundum. 9. apríl 2018 20:00 Trump og Macron boða hörð viðbrögð vegna efnavopnaárásar Meint efnavopnaárás á laugardag á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi dregur dilk á eftir sér. 10. apríl 2018 05:15 Trump aflýsir ferð til Suður-Ameríku vegna ástandsins í Sýrlandi Ástæðan er sögð sú að forsetinn ætli að hafa umsjón með viðbrögðunum við efnavopnaárás í Sýrlandi um síðustu helgi. 10. apríl 2018 14:56 Rússar og Bandaríkjamenn tókust á um viðbrögð vegna efnavopnaárásar Nikki Haley, fulltrúi Bandaríkjamanna í öryggisráðinu, sagði á fundinum að lausn Bandaríkjamanna væri það minnsta sem þjóðirnar gætu gert vegna málsins. 10. apríl 2018 23:30 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Rússar ættu að búa sig undir eldflaugaskot í Sýrlandi vegna eiturvopnaárásar stjórnarhersins þar um helgina. Þessu tísti Donald Trump Bandaríkjaforseti nú í morgun. Rússar höfðu áður varað Bandaríkjastjórn við hernaðarafskiptum í Sýrlandi. Trump hafði lofað meiriháttar ákvörðun um Sýrland á næstu 24-48 tímunum á mánudag. Það var vegna eiturvopnaárásar sem talið er að hafi verið framin í bænum Douma sem er á valdi uppreisnarmanna um helgina. Enn hefur ekkert bólað á þeirri ákvörðun en Trump fór hins vegar mikinn á Twitter í morgun. Þar sagði hann að Rússar hefðu heitið því að skjóta niður öll flugskeyti sem yrði skotið að Sýrlandi. „Gerðu þig tilbúið Rússland því þær eru á leiðinni, fínar og nýjar og „snjallar!“ [svo] Þið ættuð ekki að vera félagar Gasdrepandi skepnunnar sem drepur eigið fólk og nýtur þess!“ tísti Trump sem vísaði til Bahsars al-Assad Sýrlandsforseta sem skepnu.Breska ríkisútvarpið BBC segir að svo virðist sem að Trump hafi verið að vísa til orða sendiherra Rússa í Líbanon um að Rússar myndu skjóta niður eldflaugar og ráðast á skotpalla ef þeim yrði beint að sýrlenska stjórnarhernum. Ekki er þó ljóst hversu mikil alvara liggur að baki hótun Trump. Aðeins hálftíma eftir tístið fylgdi annað þar sem forsetinn harmaði hversu slæm samskipti Bandaríkjanna og Rússland væru orðin. Þau væru orðin verri nú en í Kalda stríðinu og það að ástæðulausu. „Rússland þarf hjálp okkar með efnahag sinn, eitthvað sem ætti að vera mjög auðvelt að gera og við þurfum á því að halda að allar þjóðir vinni saman. Stöðvum vopnakapphlaupið?“ tísti Trump og virtist þannig draga í land með fyrri rosta um eldflaugaárásir.WHO krefst aðgangs að Douma Bæði Sýrlandsstjórn og Rússar, sem veita henni hernaðaraðstoð, hafa neitað ábyrgð á árásinni og fullyrða jafnvel að engin eiturvopnaárás hafi yfir höfuð átt sér stað. Rússar beittu neitunarvaldi sínu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til þess að fella ályktun um sjálfstæða rannsókn á árásinni í gær. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) krafðist í dag aðgangs að Douma til að starfsmenn hennar geti kannað hvort að fimm hundruð manns hafi orðið fyrir eitrun þar eins og samstarfsaðilar hennar segja. Tölur um mannfall eru nokkuð á reiki, á bilinu 40-70 eru sagðir hafa fallið í árásinni.
Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tengdar fréttir Ætla að ákveða gagnaðgerðir innan 48 klukkustunda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin og bandamenn þeirra munu taka ákvörðun um gagnárás á næstu 24 til 48 klukkustundum. 9. apríl 2018 20:00 Trump og Macron boða hörð viðbrögð vegna efnavopnaárásar Meint efnavopnaárás á laugardag á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi dregur dilk á eftir sér. 10. apríl 2018 05:15 Trump aflýsir ferð til Suður-Ameríku vegna ástandsins í Sýrlandi Ástæðan er sögð sú að forsetinn ætli að hafa umsjón með viðbrögðunum við efnavopnaárás í Sýrlandi um síðustu helgi. 10. apríl 2018 14:56 Rússar og Bandaríkjamenn tókust á um viðbrögð vegna efnavopnaárásar Nikki Haley, fulltrúi Bandaríkjamanna í öryggisráðinu, sagði á fundinum að lausn Bandaríkjamanna væri það minnsta sem þjóðirnar gætu gert vegna málsins. 10. apríl 2018 23:30 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Ætla að ákveða gagnaðgerðir innan 48 klukkustunda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin og bandamenn þeirra munu taka ákvörðun um gagnárás á næstu 24 til 48 klukkustundum. 9. apríl 2018 20:00
Trump og Macron boða hörð viðbrögð vegna efnavopnaárásar Meint efnavopnaárás á laugardag á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi dregur dilk á eftir sér. 10. apríl 2018 05:15
Trump aflýsir ferð til Suður-Ameríku vegna ástandsins í Sýrlandi Ástæðan er sögð sú að forsetinn ætli að hafa umsjón með viðbrögðunum við efnavopnaárás í Sýrlandi um síðustu helgi. 10. apríl 2018 14:56
Rússar og Bandaríkjamenn tókust á um viðbrögð vegna efnavopnaárásar Nikki Haley, fulltrúi Bandaríkjamanna í öryggisráðinu, sagði á fundinum að lausn Bandaríkjamanna væri það minnsta sem þjóðirnar gætu gert vegna málsins. 10. apríl 2018 23:30