Snýst ekki um hluti á heimilinu heldur líðan Brynhildur Björnsdóttir skrifar 11. apríl 2018 05:58 Virpi Jokinen tekur ekki "fyrir og eftir myndir“ af skápum og geymslum því hún segir Á réttri hillu ekki síður snúast um líðan en skipulag Vísir/Sigtryggur „Áréttri hillu býður upp á skipulagsaðstoð og ég tel að ég sé að koma þarna inn með þjónustu sem hefur ekki verið í boði áður,“ segir Virpi Jokinen sem hreifst af Íslandi fyrir tuttugu og fimm árum og hefur búið hér síðan. Ég vil aðstoða fólk sem finnur sig einn daginn í þeirri stöðu að verkefnið er orðið óyfirstíganlegt og veit ekki einu sinni hvar það á að byrja.“ Hún bætir við að hún sé einnig tilbúin að starfa fyrir minni fyrirtæki en reynslan sýni að heimilin séu helst hjálparþurfi. „Ég hjálpa til dæmis við að undirbúa flutninga, skipuleggja og byrja snemma. Það eru ýmsar ástæður fyrir því að fólk treystir sér ekki í flutninga. Ég get verið sú sem tekur þátt í flutningum og er til halds og trausts,“ segir hún en bendir á að það geti líka verið ýmsar ástæður fyrir því að skipulag á heimili fari úr böndunum án þess að flutningar komi til.„Veikindi, skilnaður, miklar og tíðar breytingar eða mikið og stöðugt álag getur gert það að verkum að smám saman er verkefnið að taka til eða skipuleggja orðið svo stórt að það virkar óyfirstíganlegt.“ „Kannski er einhver inni á heimilinu sem safnar einhverju og er með áhugamál og það er farið að hrúgast upp á einum stað eða í öllum hornum, stundum er ekki hægt að opna geymsluna. Þá er hægt að fá mig á staðinn með sér. Og þegar búið er að taka skrefið að fá einhvern til að aðstoða er þegar kominn góður hvati að því að byrja,“ segir hún. „Ég kem svo með uppástungur og hvatningu og stjórna verkefninu og er líka á klukkunni og passa að fólk hætti á réttum tíma. Það er mjög þreytandi að taka til í geymslu, fullt af tilfinningum og minningum sem taka orku og ég passa að fólk hætti eða taki pásu áður en verkefnið hættir að vera skemmtilegt,“ segir hún og bætir við að hún finni oft að fólki líður betur þegar verkefnið er hafið. „Það léttir á fólki að gera þetta í hæfilegum skömmtum.“Býr til sín eigin kerfi Virpi stofnaði Á réttri hillu um síðustu áramót og segir þjónustuna spyrjast vel út. „Ég er þegar komin með fullt af verkefnum og nú er ég líka komin með vef- og Facebooksíðu. Ég get ekki sagt að ég sé að kenna fólki einhver kerfi, ég kem frekar inn í aðstæðurnar og skoða, bæði þær og líka fólkið sem biður um aðstoðina og finn lausnir sem henta því. Ég get frekar sagt að ég hjálpi fólki að búa til sín eigin kerfi.“ Hún viðurkennir þó að hún lumi á nokkrum góðum ráðum og reglum.„Grunnreglan er mjög einföld og hún snýst um að sjá markmiðið fyrir sér. Ætla ég að tæma geymsluna alveg eða bara koma reglu á það sem fyrir er?“ „Og svo er mikilvægt að taka endanlegar ákvarðanir. Vil ég eiga þennan hlut, þarf ég að eiga þennan hlut og ef svo er, hvar á hann þá að vera? Finna samastað fyrir alla hlutina sína og bækurnar. Ef þú vilt ekki eiga hlutinn, á hvaða hátt viltu þá losna við hann? Viltu selja, gefa eða henda? Svo snýst þetta um að bera virðingu fyrir og treysta þessum ákvörðunum. Það er góð regla að opna ekki kassann aftur og sækja hluti, frekar að taka lengri tíma í að ákveða og fara svo strax á endurvinnslustöðina með það sem hefur verið ákveðið að losa sig við.“ Virpi segir Íslendinga og Finna vera líka að sumu leyti en á sama tíma ólíka. „Íslendingar eru vanir að allt reddist en það þekkist ekki í Finnlandi. Þar er spáð og spekúlerað og ákveðið langt fram í tímann. Í Finnlandi finnst fólki ég kærulaus og alls ekki skipulögð, því ég er orðin svo íslensk í mér. En hér er ég mjög skipulögð.“ Að lokum vill Virpi taka fram að henni finnst aðstoðin sem Á réttri hillu veitir ekki síður snúast um andlega líðan en átök við hluti. „Ég tek til dæmis ekki „fyrir og eftir myndir“ því það er ekki það sem skiptir máli, heldur hvernig fólki líður þegar það er búið að taka til, því þetta er svo mikil sálartiltekt líka. Þetta snýst ekki um hluti heldur líðan.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
„Áréttri hillu býður upp á skipulagsaðstoð og ég tel að ég sé að koma þarna inn með þjónustu sem hefur ekki verið í boði áður,“ segir Virpi Jokinen sem hreifst af Íslandi fyrir tuttugu og fimm árum og hefur búið hér síðan. Ég vil aðstoða fólk sem finnur sig einn daginn í þeirri stöðu að verkefnið er orðið óyfirstíganlegt og veit ekki einu sinni hvar það á að byrja.“ Hún bætir við að hún sé einnig tilbúin að starfa fyrir minni fyrirtæki en reynslan sýni að heimilin séu helst hjálparþurfi. „Ég hjálpa til dæmis við að undirbúa flutninga, skipuleggja og byrja snemma. Það eru ýmsar ástæður fyrir því að fólk treystir sér ekki í flutninga. Ég get verið sú sem tekur þátt í flutningum og er til halds og trausts,“ segir hún en bendir á að það geti líka verið ýmsar ástæður fyrir því að skipulag á heimili fari úr böndunum án þess að flutningar komi til.„Veikindi, skilnaður, miklar og tíðar breytingar eða mikið og stöðugt álag getur gert það að verkum að smám saman er verkefnið að taka til eða skipuleggja orðið svo stórt að það virkar óyfirstíganlegt.“ „Kannski er einhver inni á heimilinu sem safnar einhverju og er með áhugamál og það er farið að hrúgast upp á einum stað eða í öllum hornum, stundum er ekki hægt að opna geymsluna. Þá er hægt að fá mig á staðinn með sér. Og þegar búið er að taka skrefið að fá einhvern til að aðstoða er þegar kominn góður hvati að því að byrja,“ segir hún. „Ég kem svo með uppástungur og hvatningu og stjórna verkefninu og er líka á klukkunni og passa að fólk hætti á réttum tíma. Það er mjög þreytandi að taka til í geymslu, fullt af tilfinningum og minningum sem taka orku og ég passa að fólk hætti eða taki pásu áður en verkefnið hættir að vera skemmtilegt,“ segir hún og bætir við að hún finni oft að fólki líður betur þegar verkefnið er hafið. „Það léttir á fólki að gera þetta í hæfilegum skömmtum.“Býr til sín eigin kerfi Virpi stofnaði Á réttri hillu um síðustu áramót og segir þjónustuna spyrjast vel út. „Ég er þegar komin með fullt af verkefnum og nú er ég líka komin með vef- og Facebooksíðu. Ég get ekki sagt að ég sé að kenna fólki einhver kerfi, ég kem frekar inn í aðstæðurnar og skoða, bæði þær og líka fólkið sem biður um aðstoðina og finn lausnir sem henta því. Ég get frekar sagt að ég hjálpi fólki að búa til sín eigin kerfi.“ Hún viðurkennir þó að hún lumi á nokkrum góðum ráðum og reglum.„Grunnreglan er mjög einföld og hún snýst um að sjá markmiðið fyrir sér. Ætla ég að tæma geymsluna alveg eða bara koma reglu á það sem fyrir er?“ „Og svo er mikilvægt að taka endanlegar ákvarðanir. Vil ég eiga þennan hlut, þarf ég að eiga þennan hlut og ef svo er, hvar á hann þá að vera? Finna samastað fyrir alla hlutina sína og bækurnar. Ef þú vilt ekki eiga hlutinn, á hvaða hátt viltu þá losna við hann? Viltu selja, gefa eða henda? Svo snýst þetta um að bera virðingu fyrir og treysta þessum ákvörðunum. Það er góð regla að opna ekki kassann aftur og sækja hluti, frekar að taka lengri tíma í að ákveða og fara svo strax á endurvinnslustöðina með það sem hefur verið ákveðið að losa sig við.“ Virpi segir Íslendinga og Finna vera líka að sumu leyti en á sama tíma ólíka. „Íslendingar eru vanir að allt reddist en það þekkist ekki í Finnlandi. Þar er spáð og spekúlerað og ákveðið langt fram í tímann. Í Finnlandi finnst fólki ég kærulaus og alls ekki skipulögð, því ég er orðin svo íslensk í mér. En hér er ég mjög skipulögð.“ Að lokum vill Virpi taka fram að henni finnst aðstoðin sem Á réttri hillu veitir ekki síður snúast um andlega líðan en átök við hluti. „Ég tek til dæmis ekki „fyrir og eftir myndir“ því það er ekki það sem skiptir máli, heldur hvernig fólki líður þegar það er búið að taka til, því þetta er svo mikil sálartiltekt líka. Þetta snýst ekki um hluti heldur líðan.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira