Segja aðra flugvelli en í Keflavík vera vanrækta Sveinn Arnarsson skrifar 10. apríl 2018 05:15 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er ráðherra ferðamála. Vísir/eyþór Flugvélaeldsneyti er dýrara á Akureyri og á Egilsstöðum en í Keflavík sem er stór hindrun í því að gera þá flugvelli að ákjósanlegum lendingarstað stóru flugfélaganna, sagði Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, í ræðu sinni við sérstaka umræðu um dreifingu ferðamanna um landið á Alþingi í gær. Ráðherra ferðamála, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, var til andsvara. Ferðaþjónusta hefur vaxið hratt í að verða sú atvinnugrein sem er stærsta útflutningsgrein þjóðarinnar og áfram vex ferðaþjónusta. Skýrsla ferðamálaráðherra um þolmörk ferðamennsku sýnir fram á að fjölmargir ferðamannastaðir eru fullmettir og liggja undir skemmdum og mikilvægt sé að dreifa ferðamönnum betur um landið. Á sama tíma eru fjárfestingar í ferðaþjónustu illa nýttar í mestri fjarlægð frá Keflavíkurflugvelli. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar stendur að marka eigi langtímastefna um ferðaþjónustu í samvinnu við hagsmunaaðila með sjálfbærni að leiðarljósi og að aukin dreifing ferðamanna um landið sé mikilvæg með hliðsjón af náttúruvernd og byggðasjónarmiðum.Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður Framsóknarflokksin segir dýrara flugvélaeldsneyti á Akureyri og á Egilsstöðum stóra hindrun í því að gera þá flugvelli að ákjósanlegum lendingarstað stóru flugfélaganna.Vísir/eyþórLíneik Anna brýndi ráðherra til dáða með því að leggja meiri áherslu á að opna fleiri gáttir inn í landið til þess að nýta fjárfestingar um allt land í ferðaþjónustu sem og að dreifa ferðamönnum um landið. Það væri bæði byggðaþróunarlega og umhverfislega mjög gott. „Stjórnvöld geta með aðgerðum eða aðgerðaleysi haft veruleg áhrif á ferðahegðun og þar með dreifingu ferðamanna um land allt,“ sagði Líneik Anna. „Ein hindrunin er hærra verð á eldsneyti á millilandaflugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum en í Keflavík. Flutningsjöfnun á eldsneyti hefur ekki náð til flugvélaeldsneytis. Þetta skekkir samkeppnisstöðu vallanna og vinnur gegn því að flugfélög komi á fót reglubundnu flugi til annarra staða á Íslandi en til Keflavíkur.“ Þórdís Kolbrún sagði það ekki vera svo að hið opinbera gæti dreift ferðamönnum með handafli en er ósammála því að lítið eða ekkert hafi verið gert hjá hinu opinbera í því að dreifa ferðamönnum um landið. „Allt sem stjórnvöld eru að gera má með beinum eða óbeinum hætti tengja við það markmið að dreifa ferðamönnum betur um landið.“ „Við höfum viðurkennt staðreyndir og það er búið að greina allt í drasl,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í ræðu sinni. „Við vitum hvað þarf að gera. Nú þarf ráðherra að sýna hvað í henni býr og drífa sig í þessi verkefni.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Flugvélaeldsneyti er dýrara á Akureyri og á Egilsstöðum en í Keflavík sem er stór hindrun í því að gera þá flugvelli að ákjósanlegum lendingarstað stóru flugfélaganna, sagði Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, í ræðu sinni við sérstaka umræðu um dreifingu ferðamanna um landið á Alþingi í gær. Ráðherra ferðamála, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, var til andsvara. Ferðaþjónusta hefur vaxið hratt í að verða sú atvinnugrein sem er stærsta útflutningsgrein þjóðarinnar og áfram vex ferðaþjónusta. Skýrsla ferðamálaráðherra um þolmörk ferðamennsku sýnir fram á að fjölmargir ferðamannastaðir eru fullmettir og liggja undir skemmdum og mikilvægt sé að dreifa ferðamönnum betur um landið. Á sama tíma eru fjárfestingar í ferðaþjónustu illa nýttar í mestri fjarlægð frá Keflavíkurflugvelli. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar stendur að marka eigi langtímastefna um ferðaþjónustu í samvinnu við hagsmunaaðila með sjálfbærni að leiðarljósi og að aukin dreifing ferðamanna um landið sé mikilvæg með hliðsjón af náttúruvernd og byggðasjónarmiðum.Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður Framsóknarflokksin segir dýrara flugvélaeldsneyti á Akureyri og á Egilsstöðum stóra hindrun í því að gera þá flugvelli að ákjósanlegum lendingarstað stóru flugfélaganna.Vísir/eyþórLíneik Anna brýndi ráðherra til dáða með því að leggja meiri áherslu á að opna fleiri gáttir inn í landið til þess að nýta fjárfestingar um allt land í ferðaþjónustu sem og að dreifa ferðamönnum um landið. Það væri bæði byggðaþróunarlega og umhverfislega mjög gott. „Stjórnvöld geta með aðgerðum eða aðgerðaleysi haft veruleg áhrif á ferðahegðun og þar með dreifingu ferðamanna um land allt,“ sagði Líneik Anna. „Ein hindrunin er hærra verð á eldsneyti á millilandaflugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum en í Keflavík. Flutningsjöfnun á eldsneyti hefur ekki náð til flugvélaeldsneytis. Þetta skekkir samkeppnisstöðu vallanna og vinnur gegn því að flugfélög komi á fót reglubundnu flugi til annarra staða á Íslandi en til Keflavíkur.“ Þórdís Kolbrún sagði það ekki vera svo að hið opinbera gæti dreift ferðamönnum með handafli en er ósammála því að lítið eða ekkert hafi verið gert hjá hinu opinbera í því að dreifa ferðamönnum um landið. „Allt sem stjórnvöld eru að gera má með beinum eða óbeinum hætti tengja við það markmið að dreifa ferðamönnum betur um landið.“ „Við höfum viðurkennt staðreyndir og það er búið að greina allt í drasl,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í ræðu sinni. „Við vitum hvað þarf að gera. Nú þarf ráðherra að sýna hvað í henni býr og drífa sig í þessi verkefni.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira