Harpa stendur aðeins betur Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 29. apríl 2018 16:49 Svanhildur Konráðsdóttir forstjóri Hörpu var gestur Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi í morgun. Harpa kynnti nýverið ársreikning sinn og Svanhildur segir að það séu ákveðin góð tíðindi í þessum ársreikningi. Róðurinn hefur þó ekki alltaf verið léttur. „Þetta er búið að vera mjög erfitt og það eru margar ástæður fyrir því, þessi fasteign er auðvitað stór og þung og dýr í rekstri. Ég held að þjóðin þekki þessa löngu og leiðinlegu sögu um fasteignagjöldin sem að Harpa hefur verið í slag við Þjóðskrá Íslands um og svo er ýmislegt annað sem kemur til,“ segir Svanhildur.Framlegðin orðin betri „Við tökum vel til heima hjá okkur, gerum allt sem í okkar valdi stendur við sem berum ábyrgð á rekstrinum í Hörpu til þess að hann verði eins góður og nokkur kostur er. Okkur hefur tekist núna með samstilltu átaki starfsmanna að ná árangri í því og ég er alveg ótrúlega stolt af því og þakklát fyrir það. Sem sagt tekjurnar lækka aðeins á milli ára en gjöldin lækka líka. Þannig að framlegðin af þessari starfsemi er betri og heilbrigðari heldur en nokkru sinni fyrr,“ segir Svanhildur.„Í hverju felast verðmætin?“ Svanhildur segir að hótelið sem upphaflega átti að rísa samhliða Hörpu verði komið árið 2020 og það verði áhugavert að sjá það samstarf. Svanhildur segir einnig sýna því skilning að margar mótmælaraddir heyrist þegar talið berst að Hörpu. ,,Ég hef bara alveg skilning á því og ég veit það alveg að fólk er mjög passasamt á í hvað skattpeningarnir fara. Þá kemur aftur að því sem ég var að nefna, í hverju felast verðmætin?“ segir Svanhildur. Viðtal Kristjáns við Svanhildi má heyra í spilaranum hér að ofan. Viðskipti Mest lesið Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Sjá meira
Svanhildur Konráðsdóttir forstjóri Hörpu var gestur Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi í morgun. Harpa kynnti nýverið ársreikning sinn og Svanhildur segir að það séu ákveðin góð tíðindi í þessum ársreikningi. Róðurinn hefur þó ekki alltaf verið léttur. „Þetta er búið að vera mjög erfitt og það eru margar ástæður fyrir því, þessi fasteign er auðvitað stór og þung og dýr í rekstri. Ég held að þjóðin þekki þessa löngu og leiðinlegu sögu um fasteignagjöldin sem að Harpa hefur verið í slag við Þjóðskrá Íslands um og svo er ýmislegt annað sem kemur til,“ segir Svanhildur.Framlegðin orðin betri „Við tökum vel til heima hjá okkur, gerum allt sem í okkar valdi stendur við sem berum ábyrgð á rekstrinum í Hörpu til þess að hann verði eins góður og nokkur kostur er. Okkur hefur tekist núna með samstilltu átaki starfsmanna að ná árangri í því og ég er alveg ótrúlega stolt af því og þakklát fyrir það. Sem sagt tekjurnar lækka aðeins á milli ára en gjöldin lækka líka. Þannig að framlegðin af þessari starfsemi er betri og heilbrigðari heldur en nokkru sinni fyrr,“ segir Svanhildur.„Í hverju felast verðmætin?“ Svanhildur segir að hótelið sem upphaflega átti að rísa samhliða Hörpu verði komið árið 2020 og það verði áhugavert að sjá það samstarf. Svanhildur segir einnig sýna því skilning að margar mótmælaraddir heyrist þegar talið berst að Hörpu. ,,Ég hef bara alveg skilning á því og ég veit það alveg að fólk er mjög passasamt á í hvað skattpeningarnir fara. Þá kemur aftur að því sem ég var að nefna, í hverju felast verðmætin?“ segir Svanhildur. Viðtal Kristjáns við Svanhildi má heyra í spilaranum hér að ofan.
Viðskipti Mest lesið Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Sjá meira