Karen vann loksins þann stóra Kristinn Páll Teitsson skrifar 27. apríl 2018 08:30 Fram-stúlkur fagna í gær. vísir/sigtryggur Framkonur eru Íslandsmeistarar í handbolta eftir 26-22 sigur á Val í Safamýrinni í gær en með því tókst Fram að verja titilinn og er um leið handhafi tveggja stærstu titlanna sem í boði eru á Íslandi. Er þetta 22. meistaratitill Fram í kvennaflokki en þær eru með gott forskot á Valsliðið þar. Með sigrinum í gær tókst Fram að verja meistaratitilinn í fyrsta sinn í 28 ár eða allt frá því að Stjarnan batt enda á fimm ára sigurgöngu Fram árið 1991. Ótrúleg stemming var í Framheimilinu í gær og var spennustigið hátt innan sem utan vallar. Liðin skiptust á mörkum framan af og var allt í járnum. Valsliðið náði spretti í upphafi seinni hálfleiks og náði góðu forskoti en Fram svaraði um hæl með öðrum eins spretti. Var það ekki fyrr en rétt undir lokin sem Framarar náðu þriggja marka forskoti þegar þær nýttu sér mistök Valsliðsins og gengu frá einvíginu um leið. Landsliðskonan Karen Knútsdóttir kom heim í Fram úr atvinnumennsku fyrir tímabilið en hún var að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil og það með æskufélaginu. Hún var skiljanlega í skýjunum þegar Fréttablaðið náði á hana eftir leik. „Tilfinningin er auðvitað bara frábær, hér ólst ég upp og náði loksins að vinna titil með uppeldisfélaginu. Það var frábært að spila þennan leik og sjá allan stuðningin sem bæði liðin fengu. Það var þétt setið löngu fyrir leik og bæði stuðningsmannaliðin voru frábær, ég verð að hrósa Valsstrákunum þar,“ sagði Karen sem sagði skemmtilegt að heyra létt skot úr stúkunni. Karen hrósaði Valsliðinu eftir úrslitaeinvígið. „Þær keyrðu upp hraðann og voru afar grimmar enda var allt undir fyrir þær. Við náðum að halda vel haus eftir öll áhlaupin þeirra og náðum að refsa þeim þegar þær gerðu einbeitingar,“ sagði Karen og bætti við: „Heilt yfir var þetta frábært einvígi.“ Eftir sex ár í atvinnumennsku kom Karen heim og er Íslandsmeistari í fyrstu tilraun. „Það er nú ekkert svo mikið breytt, nokkrar nýjar stelpur en sama höllin og sama fólkið. Kannski er það helst aldurinn. Þetta eru margar hverjar æskuvinkonur mínar í liðinu og það er er engin betri tilfinning að fá að landa titlinum með þeim,“ sagði Karen glöð að leikslokum. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Fram-stúlkur brutu bikarinn │ Myndasyrpa Fram varð Íslandsmeistari í 22. sinn í kvöld er liðið lagði Val að velli í fjórða leik liðanna í úrslitarimmunni um titilinn. 26. apríl 2018 22:36 Steinunn mikilvægasti leikmaðurinn Steinunn Björnsdóttir, varnar- og línumaður Fram, var valinn mikilvægasti leikmaður í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna. 26. apríl 2018 21:46 Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 26-22 │ Fram Íslandsmeistari annað árið í röð Fram tryggði sér 22. Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins með sigri á Val í fjórða leik liðanna í úrslitum Olís deildarinnar í handbolta í Safamýri í kvöld 26. apríl 2018 22:00 Steinunn: Höfðum alltaf trú á því að við yrðum Íslandsmeistarar Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram, var valin mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar. Steinunn var frábær í leiknum í kvöld og var himinlifandi við sinn árangur og sigurinn í kvöld. 26. apríl 2018 23:03 Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Framkonur eru Íslandsmeistarar í handbolta eftir 26-22 sigur á Val í Safamýrinni í gær en með því tókst Fram að verja titilinn og er um leið handhafi tveggja stærstu titlanna sem í boði eru á Íslandi. Er þetta 22. meistaratitill Fram í kvennaflokki en þær eru með gott forskot á Valsliðið þar. Með sigrinum í gær tókst Fram að verja meistaratitilinn í fyrsta sinn í 28 ár eða allt frá því að Stjarnan batt enda á fimm ára sigurgöngu Fram árið 1991. Ótrúleg stemming var í Framheimilinu í gær og var spennustigið hátt innan sem utan vallar. Liðin skiptust á mörkum framan af og var allt í járnum. Valsliðið náði spretti í upphafi seinni hálfleiks og náði góðu forskoti en Fram svaraði um hæl með öðrum eins spretti. Var það ekki fyrr en rétt undir lokin sem Framarar náðu þriggja marka forskoti þegar þær nýttu sér mistök Valsliðsins og gengu frá einvíginu um leið. Landsliðskonan Karen Knútsdóttir kom heim í Fram úr atvinnumennsku fyrir tímabilið en hún var að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil og það með æskufélaginu. Hún var skiljanlega í skýjunum þegar Fréttablaðið náði á hana eftir leik. „Tilfinningin er auðvitað bara frábær, hér ólst ég upp og náði loksins að vinna titil með uppeldisfélaginu. Það var frábært að spila þennan leik og sjá allan stuðningin sem bæði liðin fengu. Það var þétt setið löngu fyrir leik og bæði stuðningsmannaliðin voru frábær, ég verð að hrósa Valsstrákunum þar,“ sagði Karen sem sagði skemmtilegt að heyra létt skot úr stúkunni. Karen hrósaði Valsliðinu eftir úrslitaeinvígið. „Þær keyrðu upp hraðann og voru afar grimmar enda var allt undir fyrir þær. Við náðum að halda vel haus eftir öll áhlaupin þeirra og náðum að refsa þeim þegar þær gerðu einbeitingar,“ sagði Karen og bætti við: „Heilt yfir var þetta frábært einvígi.“ Eftir sex ár í atvinnumennsku kom Karen heim og er Íslandsmeistari í fyrstu tilraun. „Það er nú ekkert svo mikið breytt, nokkrar nýjar stelpur en sama höllin og sama fólkið. Kannski er það helst aldurinn. Þetta eru margar hverjar æskuvinkonur mínar í liðinu og það er er engin betri tilfinning að fá að landa titlinum með þeim,“ sagði Karen glöð að leikslokum.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Fram-stúlkur brutu bikarinn │ Myndasyrpa Fram varð Íslandsmeistari í 22. sinn í kvöld er liðið lagði Val að velli í fjórða leik liðanna í úrslitarimmunni um titilinn. 26. apríl 2018 22:36 Steinunn mikilvægasti leikmaðurinn Steinunn Björnsdóttir, varnar- og línumaður Fram, var valinn mikilvægasti leikmaður í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna. 26. apríl 2018 21:46 Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 26-22 │ Fram Íslandsmeistari annað árið í röð Fram tryggði sér 22. Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins með sigri á Val í fjórða leik liðanna í úrslitum Olís deildarinnar í handbolta í Safamýri í kvöld 26. apríl 2018 22:00 Steinunn: Höfðum alltaf trú á því að við yrðum Íslandsmeistarar Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram, var valin mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar. Steinunn var frábær í leiknum í kvöld og var himinlifandi við sinn árangur og sigurinn í kvöld. 26. apríl 2018 23:03 Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Fram-stúlkur brutu bikarinn │ Myndasyrpa Fram varð Íslandsmeistari í 22. sinn í kvöld er liðið lagði Val að velli í fjórða leik liðanna í úrslitarimmunni um titilinn. 26. apríl 2018 22:36
Steinunn mikilvægasti leikmaðurinn Steinunn Björnsdóttir, varnar- og línumaður Fram, var valinn mikilvægasti leikmaður í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna. 26. apríl 2018 21:46
Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 26-22 │ Fram Íslandsmeistari annað árið í röð Fram tryggði sér 22. Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins með sigri á Val í fjórða leik liðanna í úrslitum Olís deildarinnar í handbolta í Safamýri í kvöld 26. apríl 2018 22:00
Steinunn: Höfðum alltaf trú á því að við yrðum Íslandsmeistarar Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram, var valin mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar. Steinunn var frábær í leiknum í kvöld og var himinlifandi við sinn árangur og sigurinn í kvöld. 26. apríl 2018 23:03