Neyðarástand í Rómönsku Ameríku vegna morðöldu Kjartan Kjartansson skrifar 26. apríl 2018 16:39 Félagi í glæpagengi í Gvatemala tekinn höndum. Morðóð gengi hafa vaðið upp í mörgum ríkjum í Rómönsku Ameríku undanfarin ár. Vísir/AFP Rúmlega tvær og hálf milljón manna hefur verið myrt í löndum Rómönsku Ameríku frá aldamótum. Um þriðjungur allra morða í heiminum er framinn í heimshlutanum þrátt fyrir að aðeins um 8% jarðarbúa búi þar. Þörf er sögð á róttækum og nýstárlegum lausnum til að bregðast við alvarlegum almannaöryggisvanda í Rómönsku Ameríku í nýrri skýrslu brasilískrar hugveitu um öryggis- og þróunarmál sem breska blaðið The Guardian segir frá. Í henni kemur fram að fjórðungur allra morða í heiminum séu framin í aðeins fjórum löndum sem öll eru í Rómönsku Ameríku; Brasilíu, Kólumbíu, Mexíkó og Venesúela. Varað er við því að morðtíðnin í heimshlutanum gæti enn versnað fram til 2030. Leita þarf til sumra ríkja í sunnanverðri og miðri Afríku og stríðssvæða til að finna álíka tölfræði. „Umfang morðanna er yfirþyrmandi,“ segir í skýrslu Igarapé-stofnunarinnar sem birtist í dag.Vandinn ekki leystur með „járnhnefa“ Langflest fórnarlömbin eru á aldrinum 15 til 29 ára og flest þeirra eru framin með skotvopnum. Þrjú af hverjum fjórum morðum í heimshlutanum hafa verið framin með byssum. Meðaltalið í heiminum er um 40%. Robert Muggah, einn höfunda skýrslunnar, varar við því að kjósendur í Rómönsku Ameríku sæki í harðlínustjórnmálamenn sem boða öfgafullar lausnir á vandanum. Kosið verður til forseta í Mexíkó á þessu ári og boðaði einn frambjóðandinn að höggva ætti hendurnar af þjófum. „Það er hætta á því núna að láti tæla sig með þessu tali um járnhnefa. Við munum ekki leysa vandamálið með því að henda bara fleiri lögreglumönnum, lengri dómum og fleiri fangelsum í það,“ segir Muggah.Fjöldi lögreglumanna hefur fallið í átökum við glæpagengi í ríkjum eins og Jalisco í Mexíkó.Vísir/AFPRappari leysti upp lík í sýru fyrir glæpagengi Skýrslan kemur út á sama tíma og fjallað er um mál mexíkósks rappara sem hefur viðurkennt að hafa hjálpað glæpagengi að losa sig við lík með því að leysa þau upp í sýru. Christian Palma Gutiérrez, sem er þekktur undir sviðsnafninu QBA, segir að hann hafi fengið um 115 dollara á viku frá Nýju kynslóð Jalisco, fíkniefnahring, fyrir þjónustuna. Gutiérrez er sakaður um að hafa leyst upp líka þriggja ungra kvikmyndagerðarnema sem var rænt í mars í Jalisco-ríki. Félagar í glæpagenginu sem voru dulbúnir sem lögreglumenn tóku þá höndum, pyntuðu og myrtu. Talið er að þeir hafi farið mannavillt og talið nemana félaga í öðru gengi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Metfjöldi morða var framinn í Mexíkó í fyrra. Talið er að glæpagengi hafi borið ábyrgð á tveimur af hverjum þremur þeirra 25.000 morða sem voru framin árið 2017. Brasilía Kólumbía Mexíkó Venesúela Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Rúmlega tvær og hálf milljón manna hefur verið myrt í löndum Rómönsku Ameríku frá aldamótum. Um þriðjungur allra morða í heiminum er framinn í heimshlutanum þrátt fyrir að aðeins um 8% jarðarbúa búi þar. Þörf er sögð á róttækum og nýstárlegum lausnum til að bregðast við alvarlegum almannaöryggisvanda í Rómönsku Ameríku í nýrri skýrslu brasilískrar hugveitu um öryggis- og þróunarmál sem breska blaðið The Guardian segir frá. Í henni kemur fram að fjórðungur allra morða í heiminum séu framin í aðeins fjórum löndum sem öll eru í Rómönsku Ameríku; Brasilíu, Kólumbíu, Mexíkó og Venesúela. Varað er við því að morðtíðnin í heimshlutanum gæti enn versnað fram til 2030. Leita þarf til sumra ríkja í sunnanverðri og miðri Afríku og stríðssvæða til að finna álíka tölfræði. „Umfang morðanna er yfirþyrmandi,“ segir í skýrslu Igarapé-stofnunarinnar sem birtist í dag.Vandinn ekki leystur með „járnhnefa“ Langflest fórnarlömbin eru á aldrinum 15 til 29 ára og flest þeirra eru framin með skotvopnum. Þrjú af hverjum fjórum morðum í heimshlutanum hafa verið framin með byssum. Meðaltalið í heiminum er um 40%. Robert Muggah, einn höfunda skýrslunnar, varar við því að kjósendur í Rómönsku Ameríku sæki í harðlínustjórnmálamenn sem boða öfgafullar lausnir á vandanum. Kosið verður til forseta í Mexíkó á þessu ári og boðaði einn frambjóðandinn að höggva ætti hendurnar af þjófum. „Það er hætta á því núna að láti tæla sig með þessu tali um járnhnefa. Við munum ekki leysa vandamálið með því að henda bara fleiri lögreglumönnum, lengri dómum og fleiri fangelsum í það,“ segir Muggah.Fjöldi lögreglumanna hefur fallið í átökum við glæpagengi í ríkjum eins og Jalisco í Mexíkó.Vísir/AFPRappari leysti upp lík í sýru fyrir glæpagengi Skýrslan kemur út á sama tíma og fjallað er um mál mexíkósks rappara sem hefur viðurkennt að hafa hjálpað glæpagengi að losa sig við lík með því að leysa þau upp í sýru. Christian Palma Gutiérrez, sem er þekktur undir sviðsnafninu QBA, segir að hann hafi fengið um 115 dollara á viku frá Nýju kynslóð Jalisco, fíkniefnahring, fyrir þjónustuna. Gutiérrez er sakaður um að hafa leyst upp líka þriggja ungra kvikmyndagerðarnema sem var rænt í mars í Jalisco-ríki. Félagar í glæpagenginu sem voru dulbúnir sem lögreglumenn tóku þá höndum, pyntuðu og myrtu. Talið er að þeir hafi farið mannavillt og talið nemana félaga í öðru gengi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Metfjöldi morða var framinn í Mexíkó í fyrra. Talið er að glæpagengi hafi borið ábyrgð á tveimur af hverjum þremur þeirra 25.000 morða sem voru framin árið 2017.
Brasilía Kólumbía Mexíkó Venesúela Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira