Ætlaði að verða sjómaður Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 26. apríl 2018 08:45 Sveinn kom heim til að syngja með Karlakór Reykjavíkur en næst fer kórinn út til hans til Austurríkis. Vísir/eyþór „Karlakórinn er með ferna tónleika núna, þá síðustu á laugardaginn. Þetta er bara vinnuferð,“ segir tenórsöngvarinn Sveinn Dúa Hjörleifsson sem lífgar upp á vortónleika Karlakórs Reykjavíkur með einsöng sínum en býr annars í Linz í Austurríki og er fastráðinn við óperuna í Leipzig í Þýskalandi. Hann þekkir sig í karlakórnum en þar byrjaði hann að syngja fyrir alvöru eftir að hafa verið rekinn af heimavist Stýrimannaskólans fyrir söng og hávaða. „Ég ætlaði ekkert að verða söngvari heldur sjómaður,“ segir Sveinn sem ólst upp á Akureyri og kynntist sjómennsku þar, meðal annars hjá Gæslunni. „Svo settist ég í Stýrimannaskólann og þar byrjaði ég að syngja með strákum á vistinni, þá var ekkert internet og eitt kvöld í viku vorum við nokkrir sem fengum okkur þynnt kaffi og sungum, því morguninn eftir var fyrsti tíminn klukkan tíu. Næsta ár var ég bara mjög kurteislega rekinn af vistinni fyrir læti. Þetta var náttúrlega ekki söngskóli heldur stýrimannaskóli.“ Leiðin lá í Karlakór Reykjavíkur. Þar kynntist Sveinn Dúa Friðriki söngstjóra, fékk aukatíma hjá honum kringum æfingarnar og fór svo í Söngskóla Sigurðar Demetz. „Ég ákvað að einbeita mér að söngnum, gæti alltaf orðið sjómaður seinna, tók burtfararpróf eftir fjögurra ára nám og fór út til Vínar í háskólann. Þannig var nú það.“ Eftir útskrift frá Vín kveðst Sveinn fljótlega hafa verið fastráðinn í leikhúsinu í Linz í Austurríki en síðasta haust fengið fastráðningu við óperuna í Leipzig í Þýskalandi og síðan þá tekið þátt í ellefu uppfærslum. „Það er mikið um gamlar uppfærslur í Leipzig, bara vikuæfingar og svo sýnt en fyrir mig voru þetta allt frumsýningar því ég hafði ekki verið með áður. En ef maður er í þjálfun við að tileinka sér eitthvað þá kemst maður hraðar, bara eins og á hlaupabrettinu. Ég hef þá reglu að um leið og eitthvað er fast í hendi þá byrja ég að æfa. Vinna listamanna er eins og ísjaki, það er bara pínulítið upp úr, aðalvinnan er í kafi.“ Sveinn hefur skapað sér heimili í Lintz með þýskum kærasta sem er leikari. Síðasta ár kveðst hann ekkert hafa kíkt heim. „Kannski skrepp ég norður í næstu viku, annars kom fólkið mitt flest suður á tónleikana. Síðan á ég marga vini og óskylda ættingja hér fyrir sunnan. Þetta er gott orð, óskyldir ættingjar!“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Lífið Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Karlakórinn er með ferna tónleika núna, þá síðustu á laugardaginn. Þetta er bara vinnuferð,“ segir tenórsöngvarinn Sveinn Dúa Hjörleifsson sem lífgar upp á vortónleika Karlakórs Reykjavíkur með einsöng sínum en býr annars í Linz í Austurríki og er fastráðinn við óperuna í Leipzig í Þýskalandi. Hann þekkir sig í karlakórnum en þar byrjaði hann að syngja fyrir alvöru eftir að hafa verið rekinn af heimavist Stýrimannaskólans fyrir söng og hávaða. „Ég ætlaði ekkert að verða söngvari heldur sjómaður,“ segir Sveinn sem ólst upp á Akureyri og kynntist sjómennsku þar, meðal annars hjá Gæslunni. „Svo settist ég í Stýrimannaskólann og þar byrjaði ég að syngja með strákum á vistinni, þá var ekkert internet og eitt kvöld í viku vorum við nokkrir sem fengum okkur þynnt kaffi og sungum, því morguninn eftir var fyrsti tíminn klukkan tíu. Næsta ár var ég bara mjög kurteislega rekinn af vistinni fyrir læti. Þetta var náttúrlega ekki söngskóli heldur stýrimannaskóli.“ Leiðin lá í Karlakór Reykjavíkur. Þar kynntist Sveinn Dúa Friðriki söngstjóra, fékk aukatíma hjá honum kringum æfingarnar og fór svo í Söngskóla Sigurðar Demetz. „Ég ákvað að einbeita mér að söngnum, gæti alltaf orðið sjómaður seinna, tók burtfararpróf eftir fjögurra ára nám og fór út til Vínar í háskólann. Þannig var nú það.“ Eftir útskrift frá Vín kveðst Sveinn fljótlega hafa verið fastráðinn í leikhúsinu í Linz í Austurríki en síðasta haust fengið fastráðningu við óperuna í Leipzig í Þýskalandi og síðan þá tekið þátt í ellefu uppfærslum. „Það er mikið um gamlar uppfærslur í Leipzig, bara vikuæfingar og svo sýnt en fyrir mig voru þetta allt frumsýningar því ég hafði ekki verið með áður. En ef maður er í þjálfun við að tileinka sér eitthvað þá kemst maður hraðar, bara eins og á hlaupabrettinu. Ég hef þá reglu að um leið og eitthvað er fast í hendi þá byrja ég að æfa. Vinna listamanna er eins og ísjaki, það er bara pínulítið upp úr, aðalvinnan er í kafi.“ Sveinn hefur skapað sér heimili í Lintz með þýskum kærasta sem er leikari. Síðasta ár kveðst hann ekkert hafa kíkt heim. „Kannski skrepp ég norður í næstu viku, annars kom fólkið mitt flest suður á tónleikana. Síðan á ég marga vini og óskylda ættingja hér fyrir sunnan. Þetta er gott orð, óskyldir ættingjar!“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Lífið Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira