Taka fyrir að Björt framtíð sé að líða undir lok Erla Björg Gunnarsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 25. apríl 2018 21:13 Björt framtíð býður hvergi fram ein undir eigin merkjum í komandi sveitastjórnarkosningum en bæjarfulltrúar sameinast öðrum flokkum víða um land. Formaður Bjartrar framtíðar segir flokkinn þó enn starfandi og að möguleiki á endurkomu sé fyrir hendi. Eins og kunnugt er mun Björt framtíð ekki bjóða fram lista í Reykjavík. Björt framtíð mun eingöngu bjóða fram í Kópavogi í næstu sveitarstjórnarkosningum og það sameiginlegan lista með Viðreisn. Sama hugmynd var uppi á teningnum í Hafnarfirði en að lokum ákvað Björt framtíð að draga sig úr slíku samstarfi. Ýmsir bæjarfulltrúar úr Bjartri framtíð munu þó gefa kost á sér undir merkjum annarra flokka. Til að mynda Garðabæjarlistanum, Frjálsu afli í Reykjanesbæ, lista óháðra í Hveragerði og L-listanum á Akureyri. Flokkurinn mun ekki bjóða fram á Akranesi þar sem einn bæjarfulltrúi hefur verið í meirihluta með Sjálfstæðisflokknum, en gefur ekki kost á sér á ný. Vilborg Þórunn Guðbjartsdóttir bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar á Akranesisegir ekki hafa verið grundvöll fyrir framboði enda margir úr hópnum fluttir úr bænum.Er flokkurinn hættur að starfa hér á Akranesi?„Það er ekki búið að gefa út dánarvottorð ennþá og flokkurinn verður til áfram. Vaknar vonandi úr dvala.“Hefurðu áhyggjur af stöðu BF á landsvísu?„Já, svolítið. Verð að játa það. Það er samt kjarni sem er ennþá með eldmóðinn og hugsjónirnar sem lagt var með upp í upphafi og ég hef fulla trú á því að þau haldi áfram en það er spurning hvort Björt framtíð sem stjórnmálaafl komi til með að starfa eða hvort þetta fólk komi sínum verkum á framfæri á öðrum vettvangi.“ Í samtali við fréttastofu tók Björt Ólafsdóttir, formaður Bjartrar framtíðar, alveg fyrir að flokkurinn væri að líða undir lok. Hún viðurkenndi að flokkurinn hafi sannarlega verið sterkari, en að enn sé starfandi stjórn og framboð í framtíðinni séu ekki útilokuð. Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Björt framtíð býður hvergi fram ein undir eigin merkjum í komandi sveitastjórnarkosningum en bæjarfulltrúar sameinast öðrum flokkum víða um land. Formaður Bjartrar framtíðar segir flokkinn þó enn starfandi og að möguleiki á endurkomu sé fyrir hendi. Eins og kunnugt er mun Björt framtíð ekki bjóða fram lista í Reykjavík. Björt framtíð mun eingöngu bjóða fram í Kópavogi í næstu sveitarstjórnarkosningum og það sameiginlegan lista með Viðreisn. Sama hugmynd var uppi á teningnum í Hafnarfirði en að lokum ákvað Björt framtíð að draga sig úr slíku samstarfi. Ýmsir bæjarfulltrúar úr Bjartri framtíð munu þó gefa kost á sér undir merkjum annarra flokka. Til að mynda Garðabæjarlistanum, Frjálsu afli í Reykjanesbæ, lista óháðra í Hveragerði og L-listanum á Akureyri. Flokkurinn mun ekki bjóða fram á Akranesi þar sem einn bæjarfulltrúi hefur verið í meirihluta með Sjálfstæðisflokknum, en gefur ekki kost á sér á ný. Vilborg Þórunn Guðbjartsdóttir bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar á Akranesisegir ekki hafa verið grundvöll fyrir framboði enda margir úr hópnum fluttir úr bænum.Er flokkurinn hættur að starfa hér á Akranesi?„Það er ekki búið að gefa út dánarvottorð ennþá og flokkurinn verður til áfram. Vaknar vonandi úr dvala.“Hefurðu áhyggjur af stöðu BF á landsvísu?„Já, svolítið. Verð að játa það. Það er samt kjarni sem er ennþá með eldmóðinn og hugsjónirnar sem lagt var með upp í upphafi og ég hef fulla trú á því að þau haldi áfram en það er spurning hvort Björt framtíð sem stjórnmálaafl komi til með að starfa eða hvort þetta fólk komi sínum verkum á framfæri á öðrum vettvangi.“ Í samtali við fréttastofu tók Björt Ólafsdóttir, formaður Bjartrar framtíðar, alveg fyrir að flokkurinn væri að líða undir lok. Hún viðurkenndi að flokkurinn hafi sannarlega verið sterkari, en að enn sé starfandi stjórn og framboð í framtíðinni séu ekki útilokuð.
Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira