Hefur Reykjavíkurborg sinnt skyldum sínum? Kolbrún Baldursdóttir skrifar 25. apríl 2018 18:46 Hvað varðar húsnæðismálin hafa borgaryfirvöld ekki sinnt skyldum sínum. Borgaryfirvöld hafa mismunað þegnum sínum eftir stétt og stöðu. Í Reykjavík hefur skort lóðir sem hefur orsakað algjört öngþveiti á fasteignamarkaði. Þúsundir íbúða vantar í borgina til að uppfylla eftirspurn á húsnæði. Almenningur í borginni hefur verið settur út í horn og réttur þeirra til mannsæmandi lífs hefur verið fótum troðinn. Borgin hefur einnig flæmt ýmsa atvinnustarfsemi burt yfir í nágrannasveitarfélögin. Fólkið er einnig að hrekjast burt í leit að búsetu annars staðar. Flokkur fólksins vill að undið sé ofan af núverandi okri á lóðasölu borgarinnar. Við viljum gefa einstaklingum og fjölskyldum tækifæri til að kaupa sér lóð og eignast framtíðarheimilið. Flokkur fólksins vill byggja öflugt félagslegt húsnæðiskerfi í samvinnu við ríkið og lífeyrissjóði. Friðhelgi og öryggi heimilisins er forsendan fyrir hamingju barnanna okkar. Þróun húsnæðismála hefur komið stórum hópi sérlega illa. Þetta á einkum við um ungt fólk, tekjulága einstaklinga, öryrkja og aðra minnihlutahópa. Á sama tíma og vandinn hefur vaxið hefur ferðamannastraumur til Íslands aukist. Það er einföldun á vandamálinu að fullyrða að húsnæðisvandinn sé auknum ferðamannastraumi að kenna þó það sé hluti vandans. Sannleikurinn er sá að borgaryfirvöld hafa vanrækt þennan málaflokk í mörg ár. Allt of lítið hefur verið byggt af hagkvæmum íbúðum fyrir efnaminni fjölskyldur. Allir þurfa þak yfir höfuðið. Það fylgir því mikil vanlíðan að hafa ekki öruggan samastað enda um eina af okkar grunnþörfum. Óöryggið hefur gífurleg áhrif á börnin í þessum aðstæðum sem hafa mörg hver átt afar erfitt. Það hefur neikvæð áhrif á sjálfsmynd barna að þurfa að flytja oft. Þau eru ef til vill nýbúin að aðlagast og mynda tengsl þegar þau þurfa að flytja aftur. Það setur að mörgum börnum kvíða og áhyggjur þegar þau hugsa hvort þeim takist að eignast vini á enn einum nýjum stað. Hluti af unga fólkinu okkar sem er að hefja búskap getur kannski treyst á foreldra sína og ættingja. En það geta ekki allir foreldrar hjálpað börnunum sínum því þau eiga kannski nóg með sig. Í öðrum tilfellum eru foreldrar ekki til staðar, búa e.t.v. annars staðar á landinu eða erlendis. Barn sem lifir við þessar aðstæður situr ekki við sama borð og börn sem eiga foreldra í betri efnahagsstöðu. Það ríkir því sannarlega mikill ójöfnuður í borginni hvað þetta varðar. Ójöfnuður sem þessi kemur eins og alltaf verst niður á þeim sem minnst mega sín. Börn þurfa að geta fundið til öryggis í tilveru sinni ef þau eiga að geta vaxið og dafnað áhyggjulaust.Höfundur skipar 1. sæti Flokks fólksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hvað varðar húsnæðismálin hafa borgaryfirvöld ekki sinnt skyldum sínum. Borgaryfirvöld hafa mismunað þegnum sínum eftir stétt og stöðu. Í Reykjavík hefur skort lóðir sem hefur orsakað algjört öngþveiti á fasteignamarkaði. Þúsundir íbúða vantar í borgina til að uppfylla eftirspurn á húsnæði. Almenningur í borginni hefur verið settur út í horn og réttur þeirra til mannsæmandi lífs hefur verið fótum troðinn. Borgin hefur einnig flæmt ýmsa atvinnustarfsemi burt yfir í nágrannasveitarfélögin. Fólkið er einnig að hrekjast burt í leit að búsetu annars staðar. Flokkur fólksins vill að undið sé ofan af núverandi okri á lóðasölu borgarinnar. Við viljum gefa einstaklingum og fjölskyldum tækifæri til að kaupa sér lóð og eignast framtíðarheimilið. Flokkur fólksins vill byggja öflugt félagslegt húsnæðiskerfi í samvinnu við ríkið og lífeyrissjóði. Friðhelgi og öryggi heimilisins er forsendan fyrir hamingju barnanna okkar. Þróun húsnæðismála hefur komið stórum hópi sérlega illa. Þetta á einkum við um ungt fólk, tekjulága einstaklinga, öryrkja og aðra minnihlutahópa. Á sama tíma og vandinn hefur vaxið hefur ferðamannastraumur til Íslands aukist. Það er einföldun á vandamálinu að fullyrða að húsnæðisvandinn sé auknum ferðamannastraumi að kenna þó það sé hluti vandans. Sannleikurinn er sá að borgaryfirvöld hafa vanrækt þennan málaflokk í mörg ár. Allt of lítið hefur verið byggt af hagkvæmum íbúðum fyrir efnaminni fjölskyldur. Allir þurfa þak yfir höfuðið. Það fylgir því mikil vanlíðan að hafa ekki öruggan samastað enda um eina af okkar grunnþörfum. Óöryggið hefur gífurleg áhrif á börnin í þessum aðstæðum sem hafa mörg hver átt afar erfitt. Það hefur neikvæð áhrif á sjálfsmynd barna að þurfa að flytja oft. Þau eru ef til vill nýbúin að aðlagast og mynda tengsl þegar þau þurfa að flytja aftur. Það setur að mörgum börnum kvíða og áhyggjur þegar þau hugsa hvort þeim takist að eignast vini á enn einum nýjum stað. Hluti af unga fólkinu okkar sem er að hefja búskap getur kannski treyst á foreldra sína og ættingja. En það geta ekki allir foreldrar hjálpað börnunum sínum því þau eiga kannski nóg með sig. Í öðrum tilfellum eru foreldrar ekki til staðar, búa e.t.v. annars staðar á landinu eða erlendis. Barn sem lifir við þessar aðstæður situr ekki við sama borð og börn sem eiga foreldra í betri efnahagsstöðu. Það ríkir því sannarlega mikill ójöfnuður í borginni hvað þetta varðar. Ójöfnuður sem þessi kemur eins og alltaf verst niður á þeim sem minnst mega sín. Börn þurfa að geta fundið til öryggis í tilveru sinni ef þau eiga að geta vaxið og dafnað áhyggjulaust.Höfundur skipar 1. sæti Flokks fólksins í Reykjavík.
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun