Fyrir Heimaey sækir stuðning til kvenna Jón Hákon Halldórsson skrifar 25. apríl 2018 06:00 Herjólfur í þann mund að koma í höfn í Heimaey. Vísir/Vilhelm „Þetta eru góðar vísbendingar. En það er langt í kosningar og þetta er gott veganesti inn í það,“ segir Íris Róbertsdóttir, oddviti hins nýja framboðs Fyrir Heimaey, um niðurstöður könnunar sem Fréttablaðið og frettabladid.is gerðu og birt var í gær. Samkvæmt könnuninni fengi Sjálfstæðisflokkurinn rúm 41 prósent, Fyrir Heimaey fengi tæp 32 prósent og Eyjalistinn rúm 25 prósent. Niðurstöðurnar komu Elliða Vignissyni, bæjarstjóra Vestmanneyja, ekki á óvart. „Þær eru nokkuð í takt við það sem við bjuggumst við.„Við vissum að Sjálfstæðisflokkurinn er á leið í erfiðustu kosningar í áratugi.“ Mun meiri stuðningur er meðal kvenna við Fyrir Heimaey en meðal karla. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar segjast tæplega 42 prósent kvenna ætla að kjósa Fyrir Heimaey en einungis rétt tæplega 25 prósent karla. Aftur á móti segjast 47 prósent karla ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn en einungis rétt rúmlega 33 prósent kvenna.Mikil breyting ef af verður Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær sýnir nýja skoðanakönnunin að Fyrir Heimaey myndi fá tvo fulltrúa kjörna af sjö, ef kosið yrði nú. Með því næðu þrír flokkar kjöri í bæjarstjórn Vestmannaeyja í stað tveggja áður. Eyjalistinn myndi fá tvo menn en Sjálfstæðisflokkurinn þrjá. Það er talsvert breytt niðurstaða frá kosningum 2014, þegar Sjálfstæðisflokkurinn fékk fimm fulltrúa kjörna, en Eyjalistinn tvo.Íris Róbertsdóttir.Mynd/Tryggvi MárFyrir Heimaey leggur áherslu á aukið beint lýðræði við stjórn sveitarfélagsins. Fólk eigi að geta haft áhrif oftar en á fjögurra ára fresti. „Okkur finnst að fólk eigi að geta komið að ákvarðanatöku á milli kosninga í málum sem varða okkur miklu,“ segir Íris. Hún segir bæjarmálafélagið Fyrir Heimaey líka vera stofnað á grundvelli þess að fólk hafi meira val en áður var. „Það hafa verið tveir listar en núna eru þeir þrír. Þetta er fullt af flottu fólki og meira val,“ segir Íris. Sem dæmi um mál sem mætti greiða atkvæði um í beinni atkvæðagreiðslu er sú ákvörðun bæjaryfirvalda að ganga til samningaviðræðna við ríkið um að bærinn taki við rekstri Herjólfs. „Þetta er stór ákvörðun og mér finnst að íbúarnir sjálfir eigi að fá að ákveða hvort þeir vilji bera ábyrgð á þessu sjálfir. Mér finnst þetta dæmi um slíkt mál.“ Sjá einnig: D-listinn tapar meirihlutanum í Eyjum Varðandi rekstur Herjólfs segir Elliði að 4-500 íbúar hefðu samþykkt það á íbúafundi að falast eftir rekstri Herjólfs. „Ég hef aldrei heyrt að bera þurfi ákvörðun íbúafundar undir íbúakosningu. Mér finnst þetta vera billeg leið hjá framboðinu Fyrir Heimaey að mæta þeim veruleika að á þeim lista sitja fjölmargir sem tengjast núverandi rekstraraðila.“ Miðað við niðurstöður könnunarinnar gæti nýja framboðið verið í oddastöðu eftir kosningar, unnið með Eyjalistanum og bundið þannig enda á tólf ára samfellda stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins. Eða starfað með Sjálfstæðisflokknum. Íris, sem er fyrrverandi varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, svarar því ekki skýrt hvernig meirihluta hún vill mynda að loknum kosningum. „Við viljum bara ná fram þessum breytingum og ég myndi vilja mynda meirihluta með þeim sem væri tilbúinn í að koma með okkur í það,“ segir Íris. Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir D-listinn tapar meirihlutanum í Eyjum Sjálfstæðisflokkurinn myndi missa meirihlutann í Vestmannaeyjum ef kosið yrði nú. Ný könnun sem Fréttablaðið og frettabladid.is hafa gert sýnir að bæjarstjórinn næði ekki kjöri. 24. apríl 2018 05:30 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
„Þetta eru góðar vísbendingar. En það er langt í kosningar og þetta er gott veganesti inn í það,“ segir Íris Róbertsdóttir, oddviti hins nýja framboðs Fyrir Heimaey, um niðurstöður könnunar sem Fréttablaðið og frettabladid.is gerðu og birt var í gær. Samkvæmt könnuninni fengi Sjálfstæðisflokkurinn rúm 41 prósent, Fyrir Heimaey fengi tæp 32 prósent og Eyjalistinn rúm 25 prósent. Niðurstöðurnar komu Elliða Vignissyni, bæjarstjóra Vestmanneyja, ekki á óvart. „Þær eru nokkuð í takt við það sem við bjuggumst við.„Við vissum að Sjálfstæðisflokkurinn er á leið í erfiðustu kosningar í áratugi.“ Mun meiri stuðningur er meðal kvenna við Fyrir Heimaey en meðal karla. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar segjast tæplega 42 prósent kvenna ætla að kjósa Fyrir Heimaey en einungis rétt tæplega 25 prósent karla. Aftur á móti segjast 47 prósent karla ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn en einungis rétt rúmlega 33 prósent kvenna.Mikil breyting ef af verður Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær sýnir nýja skoðanakönnunin að Fyrir Heimaey myndi fá tvo fulltrúa kjörna af sjö, ef kosið yrði nú. Með því næðu þrír flokkar kjöri í bæjarstjórn Vestmannaeyja í stað tveggja áður. Eyjalistinn myndi fá tvo menn en Sjálfstæðisflokkurinn þrjá. Það er talsvert breytt niðurstaða frá kosningum 2014, þegar Sjálfstæðisflokkurinn fékk fimm fulltrúa kjörna, en Eyjalistinn tvo.Íris Róbertsdóttir.Mynd/Tryggvi MárFyrir Heimaey leggur áherslu á aukið beint lýðræði við stjórn sveitarfélagsins. Fólk eigi að geta haft áhrif oftar en á fjögurra ára fresti. „Okkur finnst að fólk eigi að geta komið að ákvarðanatöku á milli kosninga í málum sem varða okkur miklu,“ segir Íris. Hún segir bæjarmálafélagið Fyrir Heimaey líka vera stofnað á grundvelli þess að fólk hafi meira val en áður var. „Það hafa verið tveir listar en núna eru þeir þrír. Þetta er fullt af flottu fólki og meira val,“ segir Íris. Sem dæmi um mál sem mætti greiða atkvæði um í beinni atkvæðagreiðslu er sú ákvörðun bæjaryfirvalda að ganga til samningaviðræðna við ríkið um að bærinn taki við rekstri Herjólfs. „Þetta er stór ákvörðun og mér finnst að íbúarnir sjálfir eigi að fá að ákveða hvort þeir vilji bera ábyrgð á þessu sjálfir. Mér finnst þetta dæmi um slíkt mál.“ Sjá einnig: D-listinn tapar meirihlutanum í Eyjum Varðandi rekstur Herjólfs segir Elliði að 4-500 íbúar hefðu samþykkt það á íbúafundi að falast eftir rekstri Herjólfs. „Ég hef aldrei heyrt að bera þurfi ákvörðun íbúafundar undir íbúakosningu. Mér finnst þetta vera billeg leið hjá framboðinu Fyrir Heimaey að mæta þeim veruleika að á þeim lista sitja fjölmargir sem tengjast núverandi rekstraraðila.“ Miðað við niðurstöður könnunarinnar gæti nýja framboðið verið í oddastöðu eftir kosningar, unnið með Eyjalistanum og bundið þannig enda á tólf ára samfellda stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins. Eða starfað með Sjálfstæðisflokknum. Íris, sem er fyrrverandi varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, svarar því ekki skýrt hvernig meirihluta hún vill mynda að loknum kosningum. „Við viljum bara ná fram þessum breytingum og ég myndi vilja mynda meirihluta með þeim sem væri tilbúinn í að koma með okkur í það,“ segir Íris.
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir D-listinn tapar meirihlutanum í Eyjum Sjálfstæðisflokkurinn myndi missa meirihlutann í Vestmannaeyjum ef kosið yrði nú. Ný könnun sem Fréttablaðið og frettabladid.is hafa gert sýnir að bæjarstjórinn næði ekki kjöri. 24. apríl 2018 05:30 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
D-listinn tapar meirihlutanum í Eyjum Sjálfstæðisflokkurinn myndi missa meirihlutann í Vestmannaeyjum ef kosið yrði nú. Ný könnun sem Fréttablaðið og frettabladid.is hafa gert sýnir að bæjarstjórinn næði ekki kjöri. 24. apríl 2018 05:30