Segjast hafa mikið af gögnum gegn Sindra Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 21. apríl 2018 07:00 Lögreglan telur sig hafa haldgóð sönnungargögn í máli Sindra. Vísir/getty Mikið magn símagagna, upplýsingar um bílaleigubíla og teikningar eru meðal sönnunargagna sem lögregla hefur aflað í máli Sindra Þórs Stefánssonar sem er á flótta, grunaður um stórfelldan þjófnað á tölvum úr gagnaverum. Í yfirlýsingu sem Sindri Þór sendi Fréttablaðinu í fyrradag og fjallað var um í blaðinu í gær, segir hann að lögregla hafi engin sönnunargögn í máli hans. Gæsluvarðhaldsúrskurðir sem kveðnir hafa verið upp í máli hans benda þó til annars. Í úrskurði sem kveðinn var upp 21. mars síðastliðinn kemur fram að mikið magn símagagna sem rakin eru til Sindra hafi að geyma mikilvægar upplýsingar um aðdraganda og framkvæmd innbrotanna. Einnig hafi við húsleit hjá Sindra fundist teikningar sem taldar eru af gagnaverinu sem brotist var inn í 16. janúar. Þá er vísað til gagna sem sögð eru benda til þess að Sindri hafi tekið sendibifreiðar á leigu í kringum þann tíma sem innbrotin voru framin. Einum þessara bíla svipar mjög til bíls sem öryggisvörður sá, sem hafði um tíma stöðu grunaðs manns í málinu, benti á, þegar hann bar vitni um menn sem krafið höfðu hann um upplýsingar um öryggiskerfi í því gagnaveri sem brotist var inn í 16. janúar. Símagögnin sem vikið er að í úrskurðinum eru sögð varpa ljósi á samskipti Sindra við ætlaða samverkamenn hans, sem búsettir eru bæði hér á landi og á Spáni, en Sindri og nokkrir félaga hans, munu hafa fest kaup á fasteignum þar í landi og hugðist Sindri flytjast búferlum til Spánar áður en hann var handtekinn og hnepptur í gæsluvarðhald. Þrátt fyrir að lögregla telji sig hafa haldgóð sönnunargögn í máli Sindra virðist hún engu nær um verustað hinna horfnu tölva. Hinn ætlaði þjófur er einnig týndur sem og eigandi tölvanna, sem hefur raunar aldrei stigið fram í dagsljósið. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Sindra: „Ég kem fljótlega“ Sindri Þór Stefánsson, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfaranótt þriðjudags, sendi Fréttablaðinu yfirlýsingu, þar sem hann útskýrir sína hlið máls. 20. apríl 2018 07:30 Samkomulag við Sindra kemur ekki til greina Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir liggja ljóst fyrir að finnist Sindri Þór Stefánsson erlendis þá verði hann handtekinn. 20. apríl 2018 09:40 Telur að gengið hafi verið of langt í gæsluvarðhaldskröfunni á hendur Sindra Verjandi Sindra Þórs Stefánssonar, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfararnótt þriðjudags, segir að gengið hafi verið of langt í gæsluvarðhaldskröfunni á hendur skjólstæðingi sínum. 20. apríl 2018 10:01 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Sjá meira
Mikið magn símagagna, upplýsingar um bílaleigubíla og teikningar eru meðal sönnunargagna sem lögregla hefur aflað í máli Sindra Þórs Stefánssonar sem er á flótta, grunaður um stórfelldan þjófnað á tölvum úr gagnaverum. Í yfirlýsingu sem Sindri Þór sendi Fréttablaðinu í fyrradag og fjallað var um í blaðinu í gær, segir hann að lögregla hafi engin sönnunargögn í máli hans. Gæsluvarðhaldsúrskurðir sem kveðnir hafa verið upp í máli hans benda þó til annars. Í úrskurði sem kveðinn var upp 21. mars síðastliðinn kemur fram að mikið magn símagagna sem rakin eru til Sindra hafi að geyma mikilvægar upplýsingar um aðdraganda og framkvæmd innbrotanna. Einnig hafi við húsleit hjá Sindra fundist teikningar sem taldar eru af gagnaverinu sem brotist var inn í 16. janúar. Þá er vísað til gagna sem sögð eru benda til þess að Sindri hafi tekið sendibifreiðar á leigu í kringum þann tíma sem innbrotin voru framin. Einum þessara bíla svipar mjög til bíls sem öryggisvörður sá, sem hafði um tíma stöðu grunaðs manns í málinu, benti á, þegar hann bar vitni um menn sem krafið höfðu hann um upplýsingar um öryggiskerfi í því gagnaveri sem brotist var inn í 16. janúar. Símagögnin sem vikið er að í úrskurðinum eru sögð varpa ljósi á samskipti Sindra við ætlaða samverkamenn hans, sem búsettir eru bæði hér á landi og á Spáni, en Sindri og nokkrir félaga hans, munu hafa fest kaup á fasteignum þar í landi og hugðist Sindri flytjast búferlum til Spánar áður en hann var handtekinn og hnepptur í gæsluvarðhald. Þrátt fyrir að lögregla telji sig hafa haldgóð sönnunargögn í máli Sindra virðist hún engu nær um verustað hinna horfnu tölva. Hinn ætlaði þjófur er einnig týndur sem og eigandi tölvanna, sem hefur raunar aldrei stigið fram í dagsljósið.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Sindra: „Ég kem fljótlega“ Sindri Þór Stefánsson, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfaranótt þriðjudags, sendi Fréttablaðinu yfirlýsingu, þar sem hann útskýrir sína hlið máls. 20. apríl 2018 07:30 Samkomulag við Sindra kemur ekki til greina Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir liggja ljóst fyrir að finnist Sindri Þór Stefánsson erlendis þá verði hann handtekinn. 20. apríl 2018 09:40 Telur að gengið hafi verið of langt í gæsluvarðhaldskröfunni á hendur Sindra Verjandi Sindra Þórs Stefánssonar, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfararnótt þriðjudags, segir að gengið hafi verið of langt í gæsluvarðhaldskröfunni á hendur skjólstæðingi sínum. 20. apríl 2018 10:01 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Sjá meira
Yfirlýsing frá Sindra: „Ég kem fljótlega“ Sindri Þór Stefánsson, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfaranótt þriðjudags, sendi Fréttablaðinu yfirlýsingu, þar sem hann útskýrir sína hlið máls. 20. apríl 2018 07:30
Samkomulag við Sindra kemur ekki til greina Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir liggja ljóst fyrir að finnist Sindri Þór Stefánsson erlendis þá verði hann handtekinn. 20. apríl 2018 09:40
Telur að gengið hafi verið of langt í gæsluvarðhaldskröfunni á hendur Sindra Verjandi Sindra Þórs Stefánssonar, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfararnótt þriðjudags, segir að gengið hafi verið of langt í gæsluvarðhaldskröfunni á hendur skjólstæðingi sínum. 20. apríl 2018 10:01