Ill nauðsyn að sækja fólk til saka segir formaður FRÍSK Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. apríl 2018 08:30 Þáttunum var hlaðið upp á deildu.net þaðan sem rúmlega 10.000 sóttu hvorn þáttinn. Vísir/Valli Landsréttur staðfesti í gær þrjátíu daga skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir manni sem deildi tveimur þáttum af Biggest Loser á síðunni deildu.net. Þá var manninum gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, 945.358 krónur. Landsréttur staðfesti aukinheldur að ákærði sætti upptöku á fartölvu sinni en öfugt við Héraðsdóm Reykjaness sýknaði Landsréttur manninn af kröfu ákæruvalds um upptöku turntölvu. Hallgrímur Kristinsson, formaður Félags rétthafa í sjónvarpi og kvikmyndum (FRÍSK), segir að þess væri óskandi að ekki þyrfti að fara þessa leið, „en staðreyndin er sú að við þurfum það“. „Við vonumst til að setja fordæmi með slíkum dómum. Nú tek ég fram að ég hef ekki kynnt mér dóminn. En þegar dómar nást í svona málum sendir það auðvitað ákveðin skilaboð út í samfélagið,“ segir Hallgrímur og bætir því við að skilaboðin séu þau að brot sem þessi séu ekki eðlileg, ekki í lagi.Hallgrímur Kristinsson, formaður FRÍSK.Hallgrímur segir baráttu FRÍSK gegn brotum sem þessum þrískipta. „Við höfum viljað komast með höfundarréttarfræðslu inn í skólakerfið þannig að krakkarnir gerðu sér grein fyrir því hvað höfundarréttur snýst um. Við höfum verið í viðræðum við aðila, meðal annars ráðuneytin, í tengslum við það.“ Í öðru lagi þurfi að vera til löglegar leiðir svo fólki finnist það ekki þurfa að fara ólöglegu leiðina. „Eins og var nákvæmlega í þessu tilviki. Þarna var verið að taka úr löglegri þjónustu. Efni sem var nota bene framleitt af Íslendingum fyrir íslenskt fé og skapaði íslensk störf.“ Og svo þurfi að leita á náðir dómskerfisins þegar fólk lætur ekki segjast. Hallgrímur fagnar því jafnframt að lögreglan hafi tekið málið til rannsóknar á sínum tíma. Málið hafi verið unnið hratt og vel. „Það hefur ekki alltaf verið þannig með yfirvöld en í þessu tilviki gerðu þeir það.“ Skjárinn kærði málið til lögreglu í febrúar 2014. Maðurinn neitaði sök í málinu frá upphafi. Játaði því að hafa tekið upp þættina en hafnaði því að hafa deilt þeim á netinu. Þá hafnaði hann því jafnframt að tengjast notandanafninu Wikipedia, en sá notandi deildi þættinum með notendum deildu.net. Maðurinn kvaðst hafa vistað þættina á flakkara sem hann hafi síðan lánað félögum sínum í AA-samtökunum. Að auki hafi einhver mögulega getað komist í opna tölvu hans í skólanum. Rannsókn lögreglu leiddi hins vegar í ljós að sérstök torrentskrá, notuð til að hala niður efni, hefði verið búin til í tölvu mannsins klukkan 22.42, 2. febrúar 2014. Klukkan 22.47 var skránni síðan hlaðið inn á deildu.net. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Skilorðsbundið fangelsi fyrir að deila „Biggest Loser“ á deilisíðu Þrjátíu daga skilorðbundið fangelsi og tæp milljón í áfrýjunarkostnað yfir manni sem deildi þáttunum á Deildu.net. 20. apríl 2018 19:35 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Landsréttur staðfesti í gær þrjátíu daga skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir manni sem deildi tveimur þáttum af Biggest Loser á síðunni deildu.net. Þá var manninum gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, 945.358 krónur. Landsréttur staðfesti aukinheldur að ákærði sætti upptöku á fartölvu sinni en öfugt við Héraðsdóm Reykjaness sýknaði Landsréttur manninn af kröfu ákæruvalds um upptöku turntölvu. Hallgrímur Kristinsson, formaður Félags rétthafa í sjónvarpi og kvikmyndum (FRÍSK), segir að þess væri óskandi að ekki þyrfti að fara þessa leið, „en staðreyndin er sú að við þurfum það“. „Við vonumst til að setja fordæmi með slíkum dómum. Nú tek ég fram að ég hef ekki kynnt mér dóminn. En þegar dómar nást í svona málum sendir það auðvitað ákveðin skilaboð út í samfélagið,“ segir Hallgrímur og bætir því við að skilaboðin séu þau að brot sem þessi séu ekki eðlileg, ekki í lagi.Hallgrímur Kristinsson, formaður FRÍSK.Hallgrímur segir baráttu FRÍSK gegn brotum sem þessum þrískipta. „Við höfum viljað komast með höfundarréttarfræðslu inn í skólakerfið þannig að krakkarnir gerðu sér grein fyrir því hvað höfundarréttur snýst um. Við höfum verið í viðræðum við aðila, meðal annars ráðuneytin, í tengslum við það.“ Í öðru lagi þurfi að vera til löglegar leiðir svo fólki finnist það ekki þurfa að fara ólöglegu leiðina. „Eins og var nákvæmlega í þessu tilviki. Þarna var verið að taka úr löglegri þjónustu. Efni sem var nota bene framleitt af Íslendingum fyrir íslenskt fé og skapaði íslensk störf.“ Og svo þurfi að leita á náðir dómskerfisins þegar fólk lætur ekki segjast. Hallgrímur fagnar því jafnframt að lögreglan hafi tekið málið til rannsóknar á sínum tíma. Málið hafi verið unnið hratt og vel. „Það hefur ekki alltaf verið þannig með yfirvöld en í þessu tilviki gerðu þeir það.“ Skjárinn kærði málið til lögreglu í febrúar 2014. Maðurinn neitaði sök í málinu frá upphafi. Játaði því að hafa tekið upp þættina en hafnaði því að hafa deilt þeim á netinu. Þá hafnaði hann því jafnframt að tengjast notandanafninu Wikipedia, en sá notandi deildi þættinum með notendum deildu.net. Maðurinn kvaðst hafa vistað þættina á flakkara sem hann hafi síðan lánað félögum sínum í AA-samtökunum. Að auki hafi einhver mögulega getað komist í opna tölvu hans í skólanum. Rannsókn lögreglu leiddi hins vegar í ljós að sérstök torrentskrá, notuð til að hala niður efni, hefði verið búin til í tölvu mannsins klukkan 22.42, 2. febrúar 2014. Klukkan 22.47 var skránni síðan hlaðið inn á deildu.net.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Skilorðsbundið fangelsi fyrir að deila „Biggest Loser“ á deilisíðu Þrjátíu daga skilorðbundið fangelsi og tæp milljón í áfrýjunarkostnað yfir manni sem deildi þáttunum á Deildu.net. 20. apríl 2018 19:35 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Skilorðsbundið fangelsi fyrir að deila „Biggest Loser“ á deilisíðu Þrjátíu daga skilorðbundið fangelsi og tæp milljón í áfrýjunarkostnað yfir manni sem deildi þáttunum á Deildu.net. 20. apríl 2018 19:35