Rúnar Alex: Gæti verið mitt fyrsta og síðasta tækifæri til að fara á HM Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. apríl 2018 11:00 Rúnar Alex Rúnarsson vill komast á HM eins og svo margir. vísir/getty Rúnar Alex Rúnarsson, landsliðsmarkvörður í fótbolta, og félagar hans í danska úrvalsdeildarliðinu Nordsjælland standa í ströngu þessa dagana í meistaraumspili dönsku úrvalsdeildarinnar. Danska deildin breytti fyrirkomulaginu fyrir síðustu leiktíð þannig að nú spila efstu sex lið deildarinnar innbyrðis leiki í sérstöku meistaraumspili þannig aðeins er um stórleiki að ræða. Nordsjælland er í þriðja sæti með 54 stig, fimmtán stigum á eftir Midtjylland í baráttunni um þriðja sætið og fjórum stigum á undan FC Kaupmannahöfn í baráttunni um þriðja sætið sem er það síðasta sem gefur Evrópusæti. „Umspilið er miklu skemmtilegra í ár því það er allt undir í hverjum leik fyrir okkur og hvert tap hefur miklar afleiðingar. Þannig á það að vera. Það er mikil pressa í hverjum leik og maður finnur fyrir pressu að standa sig vel fyrir félagið og til að sýna sig fyrir landsliðsþjálfaranum,“ segir Rúnar Alex í viðtali við heimasíðu félagsins. „Í fyrra vorum við að þróa nýtt lið en nú eru medalíur í boði og Evrópusæti. Ég gæti ekki ímyndað mér betri endi á tímabilinu en að fá verðlaun, komast í Evrópu og fara svo með Íslandi á HM. Það yrði fullkomið,“ segir hann. Rúnar Alex virðist eiga öruggt sæti í íslenska HM-hópnum en hann er orðinn annar markvörður á eftir Hannesi Þór Halldórssyni sem er í fallumspilinu með sínu liði, Randers. „Það yrði svo stórt fyrir mig að komast á HM. Þetta gæti verið fyrsta og síðasta tækifærið fyrir mig að spila á HM. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland verður með og mögulega gerist það aldrei aftur þar sem við erum svo lítið land. Þetta er eitthvað sem ég vil upplifa,“ segir Rúnar Alex Rúnarsson. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Fleiri fréttir Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Sjá meira
Rúnar Alex Rúnarsson, landsliðsmarkvörður í fótbolta, og félagar hans í danska úrvalsdeildarliðinu Nordsjælland standa í ströngu þessa dagana í meistaraumspili dönsku úrvalsdeildarinnar. Danska deildin breytti fyrirkomulaginu fyrir síðustu leiktíð þannig að nú spila efstu sex lið deildarinnar innbyrðis leiki í sérstöku meistaraumspili þannig aðeins er um stórleiki að ræða. Nordsjælland er í þriðja sæti með 54 stig, fimmtán stigum á eftir Midtjylland í baráttunni um þriðja sætið og fjórum stigum á undan FC Kaupmannahöfn í baráttunni um þriðja sætið sem er það síðasta sem gefur Evrópusæti. „Umspilið er miklu skemmtilegra í ár því það er allt undir í hverjum leik fyrir okkur og hvert tap hefur miklar afleiðingar. Þannig á það að vera. Það er mikil pressa í hverjum leik og maður finnur fyrir pressu að standa sig vel fyrir félagið og til að sýna sig fyrir landsliðsþjálfaranum,“ segir Rúnar Alex í viðtali við heimasíðu félagsins. „Í fyrra vorum við að þróa nýtt lið en nú eru medalíur í boði og Evrópusæti. Ég gæti ekki ímyndað mér betri endi á tímabilinu en að fá verðlaun, komast í Evrópu og fara svo með Íslandi á HM. Það yrði fullkomið,“ segir hann. Rúnar Alex virðist eiga öruggt sæti í íslenska HM-hópnum en hann er orðinn annar markvörður á eftir Hannesi Þór Halldórssyni sem er í fallumspilinu með sínu liði, Randers. „Það yrði svo stórt fyrir mig að komast á HM. Þetta gæti verið fyrsta og síðasta tækifærið fyrir mig að spila á HM. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland verður með og mögulega gerist það aldrei aftur þar sem við erum svo lítið land. Þetta er eitthvað sem ég vil upplifa,“ segir Rúnar Alex Rúnarsson.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Fleiri fréttir Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Sjá meira