Minnisblöð varpa nýju ljósi á samband Trump og Comey Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. apríl 2018 07:48 Donald Trump og James Comey hafa tekist á fyrir opnum tjöldum síðustu vikur. Vísir/afp Bandaríkjaforsetinn Donald Trump hafði miklar áhyggjur af dómgreind fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa síns, Michael Flynn, ef marka má minnisblöð James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI. Fimmtán blaðsíður af minnisblöðum Comey voru opinberaðar nú í nótt og eru þær sagðar varpa nýju ljósi á samskipti hans og forsetans, sem rak Comey í maí í fyrra. Þeir hafa farið hörðum orðum hvor um annan síðustu vikur eða allt frá því að glefsur úr æviminningum Comey, A Higher Loyalty, fóru að leka í bandaríska fjölmiðla. Trump hefur til að mynda kallað Comey „slímbolta“ og „versta forstjóra FBI frá upphafi“James Comey Memos just out and show clearly that there was NO COLLUSION and NO OBSTRUCTION. Also, he leaked classified information. WOW! Will the Witch Hunt continue?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 20, 2018 Eitt minnisblaðanna fjallar um fund sem Comey átti með Trump í Hvíta húsinu á meðan hann gegndi enn embætti forstjóra FBI. Í því kemur fram að Trump hafi farið þess á leit við Comey að hann myndi stöðva rannsókn embættisins á gjörðum þáverandi þjóðaröryggisráðgjafans Flynn, sem grunaður var um óeðlileg tengsl við rússneska áhrifamenn. Comey ritar að Trump hafi tjáð sér að Flynn, að hans mati, væri með „alvarlega lélega dómgreind.“ Því næst hafi hann kennt Flynn um að hafi trassað það að svara símtali þjóðarleiðtoga, sem hafi ætlað sér að óska Trump til hamingju með embættistökuna í janúar í fyrra. „Ég hafði ekki sagt neitt á þessum tímapunkti og ekki minnst einu orði á áhuga og samskipti FBI við Flynn,“ skrifar Comey.Sjá einnig: Comey talaði í fyrirsögnum Um þetta leyti, í upphafi síðasta árs, var FBI búið að yfirheyra Flynn vegna samskipta hans við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, Sergey Kislyak. Varnarmálaráðuneytið hafði einnig varað Hvíta húsið að sérfræðingar úr þeirra röðum óttuðust að Flynn væri ginkeyptur fyrir mútum. Trump rak Flynn þann 13. febrúar í fyrra og var ástæðan sögð vera sú að hann hafi sagt Hvíta húsinu ósatt um samskipti sín við Rússa. Í öðru minnisblaði segir Comey að Trump hafi boðað hann á sinn fund, vísað öðrum embættismönnum út af skrifstofunni og því næst hvatt Comey til að hætta að rannsaka málefni Flynn. Hann væri þrátt fyrir allt „góður gæi.“ Minnisblöðin benda einnig til þess að þáverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, Reince Preibus, hafi spurt Comey hvort að FBI væri að hlera samskipti Flynn. Frekar má fræðast um minnisblöðin, sem sögð eru styðja það sem fram kemur í æviminningum Comey, á vef Guardian og breska ríkisútvarpsins. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Bandaríkjaforseti fer af hjörunum vegna bókar Comey Fyrrverandi forstjóri alríkislögreglunnar FBI er útsmoginn óþokki sem er ekki mjög gáfaður, að mati forseta Bandaríkjanna. 15. apríl 2018 14:53 Comey talaði í fyrirsögnum James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar, var ekkert að skafa af því í fyrsta sjónvarpsviðtalinu sem birtist eftir að endurminningar hans, A Higher Loyalty, komu út vestanhafs. 16. apríl 2018 06:49 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
Bandaríkjaforsetinn Donald Trump hafði miklar áhyggjur af dómgreind fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa síns, Michael Flynn, ef marka má minnisblöð James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI. Fimmtán blaðsíður af minnisblöðum Comey voru opinberaðar nú í nótt og eru þær sagðar varpa nýju ljósi á samskipti hans og forsetans, sem rak Comey í maí í fyrra. Þeir hafa farið hörðum orðum hvor um annan síðustu vikur eða allt frá því að glefsur úr æviminningum Comey, A Higher Loyalty, fóru að leka í bandaríska fjölmiðla. Trump hefur til að mynda kallað Comey „slímbolta“ og „versta forstjóra FBI frá upphafi“James Comey Memos just out and show clearly that there was NO COLLUSION and NO OBSTRUCTION. Also, he leaked classified information. WOW! Will the Witch Hunt continue?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 20, 2018 Eitt minnisblaðanna fjallar um fund sem Comey átti með Trump í Hvíta húsinu á meðan hann gegndi enn embætti forstjóra FBI. Í því kemur fram að Trump hafi farið þess á leit við Comey að hann myndi stöðva rannsókn embættisins á gjörðum þáverandi þjóðaröryggisráðgjafans Flynn, sem grunaður var um óeðlileg tengsl við rússneska áhrifamenn. Comey ritar að Trump hafi tjáð sér að Flynn, að hans mati, væri með „alvarlega lélega dómgreind.“ Því næst hafi hann kennt Flynn um að hafi trassað það að svara símtali þjóðarleiðtoga, sem hafi ætlað sér að óska Trump til hamingju með embættistökuna í janúar í fyrra. „Ég hafði ekki sagt neitt á þessum tímapunkti og ekki minnst einu orði á áhuga og samskipti FBI við Flynn,“ skrifar Comey.Sjá einnig: Comey talaði í fyrirsögnum Um þetta leyti, í upphafi síðasta árs, var FBI búið að yfirheyra Flynn vegna samskipta hans við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, Sergey Kislyak. Varnarmálaráðuneytið hafði einnig varað Hvíta húsið að sérfræðingar úr þeirra röðum óttuðust að Flynn væri ginkeyptur fyrir mútum. Trump rak Flynn þann 13. febrúar í fyrra og var ástæðan sögð vera sú að hann hafi sagt Hvíta húsinu ósatt um samskipti sín við Rússa. Í öðru minnisblaði segir Comey að Trump hafi boðað hann á sinn fund, vísað öðrum embættismönnum út af skrifstofunni og því næst hvatt Comey til að hætta að rannsaka málefni Flynn. Hann væri þrátt fyrir allt „góður gæi.“ Minnisblöðin benda einnig til þess að þáverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, Reince Preibus, hafi spurt Comey hvort að FBI væri að hlera samskipti Flynn. Frekar má fræðast um minnisblöðin, sem sögð eru styðja það sem fram kemur í æviminningum Comey, á vef Guardian og breska ríkisútvarpsins.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Bandaríkjaforseti fer af hjörunum vegna bókar Comey Fyrrverandi forstjóri alríkislögreglunnar FBI er útsmoginn óþokki sem er ekki mjög gáfaður, að mati forseta Bandaríkjanna. 15. apríl 2018 14:53 Comey talaði í fyrirsögnum James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar, var ekkert að skafa af því í fyrsta sjónvarpsviðtalinu sem birtist eftir að endurminningar hans, A Higher Loyalty, komu út vestanhafs. 16. apríl 2018 06:49 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
Bandaríkjaforseti fer af hjörunum vegna bókar Comey Fyrrverandi forstjóri alríkislögreglunnar FBI er útsmoginn óþokki sem er ekki mjög gáfaður, að mati forseta Bandaríkjanna. 15. apríl 2018 14:53
Comey talaði í fyrirsögnum James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar, var ekkert að skafa af því í fyrsta sjónvarpsviðtalinu sem birtist eftir að endurminningar hans, A Higher Loyalty, komu út vestanhafs. 16. apríl 2018 06:49