Nýjar niðurstöður lofa góðu í baráttunni gegn lungnakrabba Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 20. apríl 2018 08:00 Ný rannsókn sýnir fram á það hvernig ný tegund lyfja eykur lífslíkur sjúklinga þegar þau eru notuð samhliða hefðbundnum krabbameinslyfjum Vísir/GEtty Mögulegt er að auka lífslíkur einstaklinga sem greinast með algengustu tegund lungnakrabbameins til muna með því að beita nýrri meðferð sem byggir á hefðbundinni krabbameinslyfjameðferð og nýju, ónæmishvetjandi lyfi. Þetta er meginniðurstaða nýrrar og umfangsmikillar rannsóknar þar sem ávinningur lyfsins Keytruda fyrir einstaklinga með 4. stigs kirtilmyndandi lungnakrabbamein var kannaður í víðara samhengi en gert hefur verið áður. „Þessar niðurstöður kalla á nýja staðla í meðferð við kirtilmyndandi lungnakrabbameini,“ sagði Leena Ghandi, fyrsti höfundur rannsóknarinnar, þegar hún kynnti niðurstöð- urnar á ársþingi Bandarísku krabbameinssamtakanna (AACR) í Chicago fyrr í vikunni. Í kringum 85 prósent allra lungnakrabbameina sem greinast eru af þessari tegund. Krabbamein í lungum dregur tæplega 1,7 milljónir manna til dauða árlega. Rannsókn Ghandi, sem birt var í læknaritinu The New England Journal of Medicine fyrr í vikunni, var tvíblind rannsókn með samanburðarhópi sem fékk lyfleysu. Rannsóknin fór fram í 16 löndum og tók til 616 einstaklinga með 4. stigs krabbamein í lungum. Ríflega helmingur þátttakenda fékk hefðbundna lyfjameðferð auk 200 mg af Keytruda á þriggja vikna fresti. Samanburðarhópurinn fékk hefð- bundna lyfjameðferð en lyfleysu í staðinn fyrir lyfið. Lífslíkur fyrri hópsins ári eftir upphaf meðferðarinnar voru 69,2 prósent á móti 49,4 prósentum hjá samanburðarhópnum. Þessar niðurstöður hafa vakið mikla athygli og undirstrika þær miklu vonir sem bundnar eru við ónæmishvetjandi lyfjameðferðir við krabbameini.Miklar vonir eru bundnar við ný ónæmishvetjandi lyf.Vísir/getty „Það er verið að færa þessa ónæmishvetjandi meðferð framar og framar í línuna, og þetta er þróun sem átt hefur sér stað á allra síðustu árum,“ segir Örvar Gunnarsson, sérfræðingur í krabbameinslækningum á Landspítala. Keytruda hefur verið í notkun á Landspítala, líkt og víðar, undanfarin misseri og gefið góða raun, en þá fyrir afmarkaðan hóp einstaklinga með kirtilmyndandi lungnakrabbamein. Þessi nýja rannsókn breytir því. „Núna kemur í ljós að þetta [lyf] virkar fyrir alla sjúklinga með þessa tegund krabbameins.“ Ónæmishvetjandi meðferðir við krabbameini hafa verið í þróun undanfarin ár. Í grunninn byggjast þær á að koma í veg fyrir eiginleika krabbameinsfrumunnar til að dulbúast fyrir árásarfrumum ónæmiskerfisins, sem eiga undir venjulegum kringumstæðum að ráðast gegn stökkbreyttum frumum. Hingað til hafa sex lyf verið samþykkt sem virkja ónæmisfrumur sjúklinga á þennan máta, þar á meðal Keytruda. Segja má að þessar nýju aðferðir hafi valdið hugarfarsbreytingu í krabbameinslækningum, og það á tiltölulega stuttum tíma. „Ónæmisfræðilega nálgunin hefur gjörsamlega breytt nálgun okkar að krabbameinsmeðferðinni,“ segir Örvar.Örvar Gunnarsson, sérfræðingur í krabbameinslækningum.„Ef þú horfir aðeins örfá ár aftur í tímann vorum við þá að gera allt aðra hluti en í dag.“ Örvar ítrekar að Ísland sé ekki eftirbátur annarra í innleiðingu nýrra lyfja og meðferða. Keytruda er þegar í notkun hér á landi og eftir samþykki bandarísku og evrópsku lyfjastofnananna verður hægt að taka þessa nýju meðferð upp hér. Um leið bendir Örvar á að þessi árangur muni aldrei nást fyrir alla sjúklinga. Krabbameinsmeðferðir verði með tímanum sífellt einstaklingsmiðaðri. Ekki megi vekja of miklar væntingar, því ein tiltekin meðferð hentar aldrei öllum sjúklingum. Roy Herbst, prófessor við Yaleháskóla og einn virtasti krabbameinssérfræðingur Bandaríkjanna, undirstrikaði þetta á fundi AACR í vikunni. Hann hvatti vísindamenn til að stuðla að enn meiri framþróun með því að leita að lífsmörkum og ábendingum svo hægt verði að þróa meðferðir fyrir fleiri sjúklinga. „Þrátt fyrir þessar einstöku niðurstöður, og þær eru sannarlega einstakar […] þá verðum við að halda áfram að þróa vísindin og við verðum ávallt að leita nýrra leiða,“ sagði Herbst. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Mögulegt er að auka lífslíkur einstaklinga sem greinast með algengustu tegund lungnakrabbameins til muna með því að beita nýrri meðferð sem byggir á hefðbundinni krabbameinslyfjameðferð og nýju, ónæmishvetjandi lyfi. Þetta er meginniðurstaða nýrrar og umfangsmikillar rannsóknar þar sem ávinningur lyfsins Keytruda fyrir einstaklinga með 4. stigs kirtilmyndandi lungnakrabbamein var kannaður í víðara samhengi en gert hefur verið áður. „Þessar niðurstöður kalla á nýja staðla í meðferð við kirtilmyndandi lungnakrabbameini,“ sagði Leena Ghandi, fyrsti höfundur rannsóknarinnar, þegar hún kynnti niðurstöð- urnar á ársþingi Bandarísku krabbameinssamtakanna (AACR) í Chicago fyrr í vikunni. Í kringum 85 prósent allra lungnakrabbameina sem greinast eru af þessari tegund. Krabbamein í lungum dregur tæplega 1,7 milljónir manna til dauða árlega. Rannsókn Ghandi, sem birt var í læknaritinu The New England Journal of Medicine fyrr í vikunni, var tvíblind rannsókn með samanburðarhópi sem fékk lyfleysu. Rannsóknin fór fram í 16 löndum og tók til 616 einstaklinga með 4. stigs krabbamein í lungum. Ríflega helmingur þátttakenda fékk hefðbundna lyfjameðferð auk 200 mg af Keytruda á þriggja vikna fresti. Samanburðarhópurinn fékk hefð- bundna lyfjameðferð en lyfleysu í staðinn fyrir lyfið. Lífslíkur fyrri hópsins ári eftir upphaf meðferðarinnar voru 69,2 prósent á móti 49,4 prósentum hjá samanburðarhópnum. Þessar niðurstöður hafa vakið mikla athygli og undirstrika þær miklu vonir sem bundnar eru við ónæmishvetjandi lyfjameðferðir við krabbameini.Miklar vonir eru bundnar við ný ónæmishvetjandi lyf.Vísir/getty „Það er verið að færa þessa ónæmishvetjandi meðferð framar og framar í línuna, og þetta er þróun sem átt hefur sér stað á allra síðustu árum,“ segir Örvar Gunnarsson, sérfræðingur í krabbameinslækningum á Landspítala. Keytruda hefur verið í notkun á Landspítala, líkt og víðar, undanfarin misseri og gefið góða raun, en þá fyrir afmarkaðan hóp einstaklinga með kirtilmyndandi lungnakrabbamein. Þessi nýja rannsókn breytir því. „Núna kemur í ljós að þetta [lyf] virkar fyrir alla sjúklinga með þessa tegund krabbameins.“ Ónæmishvetjandi meðferðir við krabbameini hafa verið í þróun undanfarin ár. Í grunninn byggjast þær á að koma í veg fyrir eiginleika krabbameinsfrumunnar til að dulbúast fyrir árásarfrumum ónæmiskerfisins, sem eiga undir venjulegum kringumstæðum að ráðast gegn stökkbreyttum frumum. Hingað til hafa sex lyf verið samþykkt sem virkja ónæmisfrumur sjúklinga á þennan máta, þar á meðal Keytruda. Segja má að þessar nýju aðferðir hafi valdið hugarfarsbreytingu í krabbameinslækningum, og það á tiltölulega stuttum tíma. „Ónæmisfræðilega nálgunin hefur gjörsamlega breytt nálgun okkar að krabbameinsmeðferðinni,“ segir Örvar.Örvar Gunnarsson, sérfræðingur í krabbameinslækningum.„Ef þú horfir aðeins örfá ár aftur í tímann vorum við þá að gera allt aðra hluti en í dag.“ Örvar ítrekar að Ísland sé ekki eftirbátur annarra í innleiðingu nýrra lyfja og meðferða. Keytruda er þegar í notkun hér á landi og eftir samþykki bandarísku og evrópsku lyfjastofnananna verður hægt að taka þessa nýju meðferð upp hér. Um leið bendir Örvar á að þessi árangur muni aldrei nást fyrir alla sjúklinga. Krabbameinsmeðferðir verði með tímanum sífellt einstaklingsmiðaðri. Ekki megi vekja of miklar væntingar, því ein tiltekin meðferð hentar aldrei öllum sjúklingum. Roy Herbst, prófessor við Yaleháskóla og einn virtasti krabbameinssérfræðingur Bandaríkjanna, undirstrikaði þetta á fundi AACR í vikunni. Hann hvatti vísindamenn til að stuðla að enn meiri framþróun með því að leita að lífsmörkum og ábendingum svo hægt verði að þróa meðferðir fyrir fleiri sjúklinga. „Þrátt fyrir þessar einstöku niðurstöður, og þær eru sannarlega einstakar […] þá verðum við að halda áfram að þróa vísindin og við verðum ávallt að leita nýrra leiða,“ sagði Herbst.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira