Lyfjafyrirtæki ekki lengur með samning við lögmann Trump Kjartan Kjartansson skrifar 9. maí 2018 15:29 Mótmælendur hafa atað höfuðstöðvar Novartis í Grikklandi út í málningu. Fyrirtækið er sakað um að múta stjórnmálamönnum, embættismönnum og læknum þar og um að blása upp lyfjaverð. Vísir/AFP Svissneska lyfjafyrirtækið Novartis hefur slitið samningi sínum við fyrirtæki á vegum lögmanns Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Nýr forstjóri lyfjafyrirtækisins, sem hefur verið sakað um mútugreiðslur í erlendum ríkjum, segir greiðslur til félagsins hafa verið mistök. Essential Consultants er félag sem Michael Cohen, lögmaður Trump, stofnaði. Félagið gerði árssamning við Novartis í febrúar í fyrra og hefur fengið nærri því 1,2 milljónir dollara síðan. Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, er sagður hafa spurst fyrir um greiðslurnar í rannsókn sinni á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016. „Eftir á að hyggja verður að líta á þetta sem mistök,“ segir talsmaður Novartis við Reuters-fréttastofuna.Greiðslur Novartis og fleiri stórra fyrirtækja og auðjöfra til félags Cohen komu í ljós eftir að Michael Avenatti, lögmaður Stephanie Clifford, klámmyndaleikkonu sem segist hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump fyrir áratug, birti gögn um þær á Twitter í gær. Leikkonan fékk greitt fyrir að þegja um ásakanir sínar með fjármunum sem fóru í gegnum Essential Consultants.Mútugreiðslur í erlendum ríkjum Skömmu eftir síðustu greiðslu Novartis til Essential Consultants fundaði Trump með nýjum forstjóra fyrirtækisins sem tók við í febrúar á þessu ári. Lyfjafyrirtækið segir að greiðslunar hafi ekki tengst fundinum heldur stefnu Bandaríkjastjórnar í heilbrigðismálum. Samningurinn hafi runnið út í febrúar. Heilbrigðismál voru í brennidepli í bandarískum stjórnmálum í fyrra. Trump og repúblikanaflokkur hans gerði þá ítrekaðar tilraunir til að afnema sjúkratryggingalögin sem hafa verið kennd við Barack Obama, fyrrverandi forseta. Novartis hefur þurft að greiða hundruð milljóna dollara í dómssáttir og sektir vegna ásakana um mútugreiðslur í Suður-Kóreu, Bandaríkjunum og Kína. Þá hefur fyrirtækið verið sakað um spillingu í Grikklandi. Önnur stórfyrirtæki eins og fjarskiptarisinn AT&T og Korea Aerospace Industries greiddu félagi Cohen fyrir ráðgjafarstörf. Talsmenn AT&T segjast hafa ráðið félag Cohen til að öðlast „innsýn“ í ríkisstjórn Trump.Michael Cohen hefur verið lýst sem reddara fyrir Trump. Húsleit var gerð á skrifstofu hans, íbúð og hótelherbergi í síðasta mánuði í tengslum við alríkisrannsókn á honum.Vísir/AFPMilljónagreiðslur frá því rétt fyrir kosningar Í gögnum Avenatti kom einnig fram að félag Cohen hefði þegið hálfa milljón dollara frá fjárfestingafélagi sem tengist Viktori Vekselberg, rússneskum auðkýfingi með tengsl við stjórnvöld í Kreml. Lögmaður fjárfestingafélagsins, sem er skráð í Bandaríkjunum, segir að greiðslan hafi verið fyrir ráðgjafarstörf og að hún hafi verið ótengd Vekselberg. Mueller stöðvaði Vekselberg við komuna til Bandaríkjanna og tók skýrslu af honum í tengslum við Rússarannsóknina svonefndu. Á meðal þess sem hann rannsakar er hvort að framboð Trump hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld um að hafa áhrif á kosningarnar árið 2016. Vekselberg er einn þeirra rússnesku auðjöfra sem bandarísk stjórnvöld beita viðskiptaþvingunum.New York Times segir að alls hafi félag Cohen tekið við að minnsta kosti 4,4 milljónum dollara frá því rétt áður en Trump var kjörinn forseti árið 2016 þangað til í janúar á þessu ári. Greiðslur upp á hundruð þúsunda dollara hafi komið frá stórum fyrirtækjum með hagsmuni hjá ríkisstjórn Trump. Cohen er nú til opinberrar rannsóknar vegna mögulegra fjársvika. Á meðan bíður einkamál klámmyndaleikkonunnar sem krefst þess að losna undan skilmálum þagmælskusamkomulagsins sem Cohen gerði við hana rétt fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump endurgreiddi lögmanninum þagnargreiðsluna Rudy Giuliani segir að Donald Trump hafi endurgreitt lögmanni sínum, Michel Cohen, þá 130 þúsund dali sem varið var til að þagga niður í klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels. 3. maí 2018 06:55 Lögmaður Trump var ráðinn af fyrirtæki rússnesks auðjöfurs Michael Cohen er talinn hafa fengið hálfa milljón dala í kjölfar forsetakosninga Bandaríkjanna. 9. maí 2018 08:17 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Svissneska lyfjafyrirtækið Novartis hefur slitið samningi sínum við fyrirtæki á vegum lögmanns Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Nýr forstjóri lyfjafyrirtækisins, sem hefur verið sakað um mútugreiðslur í erlendum ríkjum, segir greiðslur til félagsins hafa verið mistök. Essential Consultants er félag sem Michael Cohen, lögmaður Trump, stofnaði. Félagið gerði árssamning við Novartis í febrúar í fyrra og hefur fengið nærri því 1,2 milljónir dollara síðan. Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, er sagður hafa spurst fyrir um greiðslurnar í rannsókn sinni á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016. „Eftir á að hyggja verður að líta á þetta sem mistök,“ segir talsmaður Novartis við Reuters-fréttastofuna.Greiðslur Novartis og fleiri stórra fyrirtækja og auðjöfra til félags Cohen komu í ljós eftir að Michael Avenatti, lögmaður Stephanie Clifford, klámmyndaleikkonu sem segist hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump fyrir áratug, birti gögn um þær á Twitter í gær. Leikkonan fékk greitt fyrir að þegja um ásakanir sínar með fjármunum sem fóru í gegnum Essential Consultants.Mútugreiðslur í erlendum ríkjum Skömmu eftir síðustu greiðslu Novartis til Essential Consultants fundaði Trump með nýjum forstjóra fyrirtækisins sem tók við í febrúar á þessu ári. Lyfjafyrirtækið segir að greiðslunar hafi ekki tengst fundinum heldur stefnu Bandaríkjastjórnar í heilbrigðismálum. Samningurinn hafi runnið út í febrúar. Heilbrigðismál voru í brennidepli í bandarískum stjórnmálum í fyrra. Trump og repúblikanaflokkur hans gerði þá ítrekaðar tilraunir til að afnema sjúkratryggingalögin sem hafa verið kennd við Barack Obama, fyrrverandi forseta. Novartis hefur þurft að greiða hundruð milljóna dollara í dómssáttir og sektir vegna ásakana um mútugreiðslur í Suður-Kóreu, Bandaríkjunum og Kína. Þá hefur fyrirtækið verið sakað um spillingu í Grikklandi. Önnur stórfyrirtæki eins og fjarskiptarisinn AT&T og Korea Aerospace Industries greiddu félagi Cohen fyrir ráðgjafarstörf. Talsmenn AT&T segjast hafa ráðið félag Cohen til að öðlast „innsýn“ í ríkisstjórn Trump.Michael Cohen hefur verið lýst sem reddara fyrir Trump. Húsleit var gerð á skrifstofu hans, íbúð og hótelherbergi í síðasta mánuði í tengslum við alríkisrannsókn á honum.Vísir/AFPMilljónagreiðslur frá því rétt fyrir kosningar Í gögnum Avenatti kom einnig fram að félag Cohen hefði þegið hálfa milljón dollara frá fjárfestingafélagi sem tengist Viktori Vekselberg, rússneskum auðkýfingi með tengsl við stjórnvöld í Kreml. Lögmaður fjárfestingafélagsins, sem er skráð í Bandaríkjunum, segir að greiðslan hafi verið fyrir ráðgjafarstörf og að hún hafi verið ótengd Vekselberg. Mueller stöðvaði Vekselberg við komuna til Bandaríkjanna og tók skýrslu af honum í tengslum við Rússarannsóknina svonefndu. Á meðal þess sem hann rannsakar er hvort að framboð Trump hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld um að hafa áhrif á kosningarnar árið 2016. Vekselberg er einn þeirra rússnesku auðjöfra sem bandarísk stjórnvöld beita viðskiptaþvingunum.New York Times segir að alls hafi félag Cohen tekið við að minnsta kosti 4,4 milljónum dollara frá því rétt áður en Trump var kjörinn forseti árið 2016 þangað til í janúar á þessu ári. Greiðslur upp á hundruð þúsunda dollara hafi komið frá stórum fyrirtækjum með hagsmuni hjá ríkisstjórn Trump. Cohen er nú til opinberrar rannsóknar vegna mögulegra fjársvika. Á meðan bíður einkamál klámmyndaleikkonunnar sem krefst þess að losna undan skilmálum þagmælskusamkomulagsins sem Cohen gerði við hana rétt fyrir forsetakosningarnar árið 2016.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump endurgreiddi lögmanninum þagnargreiðsluna Rudy Giuliani segir að Donald Trump hafi endurgreitt lögmanni sínum, Michel Cohen, þá 130 þúsund dali sem varið var til að þagga niður í klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels. 3. maí 2018 06:55 Lögmaður Trump var ráðinn af fyrirtæki rússnesks auðjöfurs Michael Cohen er talinn hafa fengið hálfa milljón dala í kjölfar forsetakosninga Bandaríkjanna. 9. maí 2018 08:17 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Trump endurgreiddi lögmanninum þagnargreiðsluna Rudy Giuliani segir að Donald Trump hafi endurgreitt lögmanni sínum, Michel Cohen, þá 130 þúsund dali sem varið var til að þagga niður í klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels. 3. maí 2018 06:55
Lögmaður Trump var ráðinn af fyrirtæki rússnesks auðjöfurs Michael Cohen er talinn hafa fengið hálfa milljón dala í kjölfar forsetakosninga Bandaríkjanna. 9. maí 2018 08:17