Meira fólk, minna malbik Líf Magneudóttir skrifar 9. maí 2018 11:32 Á fundi borgarstjórnar í gær átti sér stað fyrri umræða um ársreikningi Reykjavíkurborgar. Gríðarlega jákvæður viðsnúningur hefur orðið í rekstri borgarinnar á yfirstandandi kjörtímabili. Fimm milljarða króna afgangur var af eiginlegum rekstri Reykjavíkurborgar á síðasta ári og 28 millarða afgangur þegar fyrirtæki borgarinnar eru tekin með. Skuldir hafa lækkað og útlitið er bjart.Skilum viðsnúningi til skólanna Þessi viðsnúningur er ein ástæða þess að farið er að tala um stórframkvæmdir á borð við Sundabraut og Miklubraut í stokk. Samfylkingin hefur lagt áherslu á að borgin nýti fjárhagslegan styrk sinn til að ráðast strax í lagningu Miklubrautar í stokk. Ég er ósammála þeirri forgangsröðun. Þó samgöngubætur séu mikilvægar er ekki forgangsverkefni að ráðast í stórkarlalegar risaframkvæmdir, jarðgangnagerð við Klambratún eða brýr og landfyllingar á sundunum. Þess í stað höfum við í Vinstri grænum lagt áherslu á að viðsnúningnum verði skilað í skólakerfið, sérstaklega í leikskólana sem báru of miklar byrðar vegna niðurskurðar og aðhaldsaðgerða áranna eftir hrun, fyrst í tíð meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, og síðan meirihluta Samfylkingar og Besta flokksins. Það er sérstaklega mikilvægt að við bætum kjör og starfsaðstæður starfsfólksins, leikskólakennara, stuðningsfulltrúa, leikskólaliða og annars starfsfólks, fjölmennra kvennastétta sem héldu starfi skólanna gangandi af ótrúlegri eljusemi. Það er ekki bara réttlætismál að við styrkjum leikskólana. Það er beinlínis forsenda þess að hægt sé að opna ungbarnadeildir á leikskólum borgarinnar að við styrkjum starf þeirra.Forgangsröðum Mikið af starfi okkar stjórnmálamanna snýst um forgangsröðun. Við getum ekki gert allt í einu og þurfum að ákveða á hverju skuli byrja og hvað geti beðið. Til þess þurfum við að hafa skýra sýn á hvers konar samfélag það er sem við viljum búa til. Í mínum huga snúast stjórnmál fyrst og fremst um fólk og börn og að jafna kjör þeirra. Þannig eigum við að forgangsraða. Í mínum huga er ljóst að forgangsverkefni næsta kjörtímabils verður að endurreisa og efla velferðarþjónustu borgarinnar, skólakerfið og þó sérstaklega leikskólana. Það breytir ekki öllu hvort við hefjum lagningu Sundabrautar eða leggjum Miklubraut í stokk strax á næsta ári. Slíkar framkvæmdir geta beðið. Börn eiga hins vegar ekki að bíða. Eitt ár í lífi barns er langur tími og fjögur enn lengri. Höfundur er oddviti Vinstri grænna í borgarstjórnarkosningunum í vor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Líf Magneudóttir Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Á fundi borgarstjórnar í gær átti sér stað fyrri umræða um ársreikningi Reykjavíkurborgar. Gríðarlega jákvæður viðsnúningur hefur orðið í rekstri borgarinnar á yfirstandandi kjörtímabili. Fimm milljarða króna afgangur var af eiginlegum rekstri Reykjavíkurborgar á síðasta ári og 28 millarða afgangur þegar fyrirtæki borgarinnar eru tekin með. Skuldir hafa lækkað og útlitið er bjart.Skilum viðsnúningi til skólanna Þessi viðsnúningur er ein ástæða þess að farið er að tala um stórframkvæmdir á borð við Sundabraut og Miklubraut í stokk. Samfylkingin hefur lagt áherslu á að borgin nýti fjárhagslegan styrk sinn til að ráðast strax í lagningu Miklubrautar í stokk. Ég er ósammála þeirri forgangsröðun. Þó samgöngubætur séu mikilvægar er ekki forgangsverkefni að ráðast í stórkarlalegar risaframkvæmdir, jarðgangnagerð við Klambratún eða brýr og landfyllingar á sundunum. Þess í stað höfum við í Vinstri grænum lagt áherslu á að viðsnúningnum verði skilað í skólakerfið, sérstaklega í leikskólana sem báru of miklar byrðar vegna niðurskurðar og aðhaldsaðgerða áranna eftir hrun, fyrst í tíð meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, og síðan meirihluta Samfylkingar og Besta flokksins. Það er sérstaklega mikilvægt að við bætum kjör og starfsaðstæður starfsfólksins, leikskólakennara, stuðningsfulltrúa, leikskólaliða og annars starfsfólks, fjölmennra kvennastétta sem héldu starfi skólanna gangandi af ótrúlegri eljusemi. Það er ekki bara réttlætismál að við styrkjum leikskólana. Það er beinlínis forsenda þess að hægt sé að opna ungbarnadeildir á leikskólum borgarinnar að við styrkjum starf þeirra.Forgangsröðum Mikið af starfi okkar stjórnmálamanna snýst um forgangsröðun. Við getum ekki gert allt í einu og þurfum að ákveða á hverju skuli byrja og hvað geti beðið. Til þess þurfum við að hafa skýra sýn á hvers konar samfélag það er sem við viljum búa til. Í mínum huga snúast stjórnmál fyrst og fremst um fólk og börn og að jafna kjör þeirra. Þannig eigum við að forgangsraða. Í mínum huga er ljóst að forgangsverkefni næsta kjörtímabils verður að endurreisa og efla velferðarþjónustu borgarinnar, skólakerfið og þó sérstaklega leikskólana. Það breytir ekki öllu hvort við hefjum lagningu Sundabrautar eða leggjum Miklubraut í stokk strax á næsta ári. Slíkar framkvæmdir geta beðið. Börn eiga hins vegar ekki að bíða. Eitt ár í lífi barns er langur tími og fjögur enn lengri. Höfundur er oddviti Vinstri grænna í borgarstjórnarkosningunum í vor.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun