VR hættir viðskiptum við Hörpu Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. maí 2018 15:06 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vísir/Sigtryggur Stjórnendur stéttarfélagsins VR hafa ákveðið að hætta að nota Hörpu tónlistarhús undir viðburði félagsins. Ákvörðunin er tekin í ljósi yfirýsingar forstjóra Hörpu sem send var út í dag. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá VR en þar segir m.a. að félagið geti ekki annað en tekið sér stöðu með starfsmönnum sem hafi verið smánaðir og hætt viðskiptum við tónlistarhúsið. „Sóma síns vegna getur VR ekki átt í viðskiptatengslum við fyrirtæki sem hagar sér með svo lítilmannlegum hætti gagnvart launafólki,“ segir í yfirlýsingunni.Tuttugu þjónustufulltrúar sem starfa í tónlistar-og menningarhúsinu Hörpu í Reykjavík sögðu upp störfum í gær eftir að hafa átt fund með Svanhildi Konráðsdóttur, forstjóra hússins, en þjónustufulltrúunum ofbauð launahækkun Svanhildar. „Lægst launuðu starfsmenn Hörpu tónlistarhúss, sem einum var gert að taka á sig launalækkun á meðan forstjórinn fékk ríflega launahækkun, sýndu það einstaka þor og áræði að segja nær öll upp störfum til þess að mótmæla hinu hrópandi óréttlæti sem blasir við í þessu máli. Beðið var með eftirvæntingu eftir niðurstöðu fundar forstjóra og yfirstjórnar í morgun og blasti það við öllu réttsýnu fólki að hið augljósa óréttlæti yrði leiðrétt með einhverjum hætti og yfirstjórn hússins myndi sjá að sér,“ segir í yfirlýsingu VR.Sjá einnig: Illugi ætlar ekki aftur í Hörpu Þá kemur auk þess fram að yfirlýsing sem Svanhildur sendi frá sér vegna málsins í dag hafi verið sem blaut tuska í andlit félagsmanna VR. Einu viðbrögðin séu því að kveðja hina dugmiklu starfsmenn sem sögðu af sér og óska þeim velfarnaðar. „VR sem stéttarfélag getur ekki annað en tekið sér stöðu með starfsmönnum sem hafa verið smánaðir með þessum ótrúlega hætti og hætt öllum viðskiptum við Hörpu tónlistarhús þar til þetta mál fær eðlilega afgreiðslu.“ Fleiri hafa tilkynnt um að þeir hyggist láta af viðskiptum við Hörpu vegna málsins. Illugi Jökulsson rithöfundur og Ellen Kristjánsdóttir tónlistarkona hafa þegar lýst því yfir að þau æti að sniðganga húsið. Neytendur Tengdar fréttir Ellen ætlar að sniðganga Hörpu Söngkonan Ellen Kristjánsdóttir er ein fjölmargra sem lýsa yfir stuðningi við þjónustufulltrúana í Hörpu, sem sögðu upp störfum í gær eftir fund með forstjóranum Svandhildi Konráðsdóttur 8. maí 2018 09:00 Harpa kveður þjónustufulltrúa sína og óskar þeim góðs gengis Svanhildur Konráðsdóttir segir ekki rétt að laun sín hafi hækkað um 20 prósent. 8. maí 2018 11:55 Illugi ætlar ekki aftur í Hörpu Sigurður Mikael Jónsson segir yfirlýsingar um kjör Svanhildar Konráðsdóttir einkennast af misvísandi útúrsnúningum. 8. maí 2018 13:36 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Stjórnendur stéttarfélagsins VR hafa ákveðið að hætta að nota Hörpu tónlistarhús undir viðburði félagsins. Ákvörðunin er tekin í ljósi yfirýsingar forstjóra Hörpu sem send var út í dag. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá VR en þar segir m.a. að félagið geti ekki annað en tekið sér stöðu með starfsmönnum sem hafi verið smánaðir og hætt viðskiptum við tónlistarhúsið. „Sóma síns vegna getur VR ekki átt í viðskiptatengslum við fyrirtæki sem hagar sér með svo lítilmannlegum hætti gagnvart launafólki,“ segir í yfirlýsingunni.Tuttugu þjónustufulltrúar sem starfa í tónlistar-og menningarhúsinu Hörpu í Reykjavík sögðu upp störfum í gær eftir að hafa átt fund með Svanhildi Konráðsdóttur, forstjóra hússins, en þjónustufulltrúunum ofbauð launahækkun Svanhildar. „Lægst launuðu starfsmenn Hörpu tónlistarhúss, sem einum var gert að taka á sig launalækkun á meðan forstjórinn fékk ríflega launahækkun, sýndu það einstaka þor og áræði að segja nær öll upp störfum til þess að mótmæla hinu hrópandi óréttlæti sem blasir við í þessu máli. Beðið var með eftirvæntingu eftir niðurstöðu fundar forstjóra og yfirstjórnar í morgun og blasti það við öllu réttsýnu fólki að hið augljósa óréttlæti yrði leiðrétt með einhverjum hætti og yfirstjórn hússins myndi sjá að sér,“ segir í yfirlýsingu VR.Sjá einnig: Illugi ætlar ekki aftur í Hörpu Þá kemur auk þess fram að yfirlýsing sem Svanhildur sendi frá sér vegna málsins í dag hafi verið sem blaut tuska í andlit félagsmanna VR. Einu viðbrögðin séu því að kveðja hina dugmiklu starfsmenn sem sögðu af sér og óska þeim velfarnaðar. „VR sem stéttarfélag getur ekki annað en tekið sér stöðu með starfsmönnum sem hafa verið smánaðir með þessum ótrúlega hætti og hætt öllum viðskiptum við Hörpu tónlistarhús þar til þetta mál fær eðlilega afgreiðslu.“ Fleiri hafa tilkynnt um að þeir hyggist láta af viðskiptum við Hörpu vegna málsins. Illugi Jökulsson rithöfundur og Ellen Kristjánsdóttir tónlistarkona hafa þegar lýst því yfir að þau æti að sniðganga húsið.
Neytendur Tengdar fréttir Ellen ætlar að sniðganga Hörpu Söngkonan Ellen Kristjánsdóttir er ein fjölmargra sem lýsa yfir stuðningi við þjónustufulltrúana í Hörpu, sem sögðu upp störfum í gær eftir fund með forstjóranum Svandhildi Konráðsdóttur 8. maí 2018 09:00 Harpa kveður þjónustufulltrúa sína og óskar þeim góðs gengis Svanhildur Konráðsdóttir segir ekki rétt að laun sín hafi hækkað um 20 prósent. 8. maí 2018 11:55 Illugi ætlar ekki aftur í Hörpu Sigurður Mikael Jónsson segir yfirlýsingar um kjör Svanhildar Konráðsdóttir einkennast af misvísandi útúrsnúningum. 8. maí 2018 13:36 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Ellen ætlar að sniðganga Hörpu Söngkonan Ellen Kristjánsdóttir er ein fjölmargra sem lýsa yfir stuðningi við þjónustufulltrúana í Hörpu, sem sögðu upp störfum í gær eftir fund með forstjóranum Svandhildi Konráðsdóttur 8. maí 2018 09:00
Harpa kveður þjónustufulltrúa sína og óskar þeim góðs gengis Svanhildur Konráðsdóttir segir ekki rétt að laun sín hafi hækkað um 20 prósent. 8. maí 2018 11:55
Illugi ætlar ekki aftur í Hörpu Sigurður Mikael Jónsson segir yfirlýsingar um kjör Svanhildar Konráðsdóttir einkennast af misvísandi útúrsnúningum. 8. maí 2018 13:36