Kolefnisfótspor ferðamennsku fjórfalt stærra en talið var Kjartan Kjartansson skrifar 8. maí 2018 10:30 Mat á losun gróðurhúsalofttegunda vegna ferðamennsku hefur litið fram hjá neyslu ferðamanna fram að þessu. Vísir/Ernir Losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum sem hlýst af ferðamennsku er allt að fjórfalt meiri en áður hefur verið talið. Samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar eru um 8% af heildarlosun manna tilkomin vegna ferðalaga. Fram að þessu hefur verið áætlað að ferðamennska standi fyrir 2,5 til 3% af heildarlosuninni. Við það mat var hins vegar ekki tekið tillit til losunar frá matvæla- og drykkjaframleiðslu, innviðum og þjónustu sem tengist ferðamennsku, að því er segir í frétt CNN-fréttastöðvarinnar. Úr þessu bæta vísindamenn frá Háskólanum í Sydney í Ástralíu í nýrri rannsókn sem þeir birtu í vísindaritinu Nature Climate Change í gær. Í henni kemur meðal annars fram að losun vegna ferðamennsku hefur aukist um 3% á ári frá 2009 til 2013. Þeir ráku ferðalög ferðamanna frá heimalandinu til áfangastaðar og aftur heim, mátu kolefnislosunina sem hlaust af framleiðslu vara og þjónustu sem þeir keyptu, samgöngum á áfangastaðnum, hótelgistingunni og minjagripum.Vísbendingar um kolefnisfrekari neyslu á ferðalagi Stærsta kolefnisfótsporið er í Bandaríkjunum, Kína, Þýskalandi og á Indlandi. Þar eru innanlandsferðir fyrirferðarmestar. Í litlum eyríkjum eins og Maldíveyjum, Máritíusi, Kýpur og Seychelles-eyjum er allt frá 30 til 80% af heildarlosun vegna erlendra ferðamanna. Í rannsóknina skortir samanburð á hver losunin hefði verið ef ferðamennirnir hefðu setið heima. Arunima Malik, aðalhöfundur rannsóknarinnar, segir að vísbendingar séu þó um að neysluvenjur ferðamanna séu aðrar á ferðlögum en þegar þeir eru heima hjá sér. „Á það hefur verið bent að fólk neytir meira af unnum matvælum og nota kolefnisfreka samgöngukosti frekar en almenningssamgöngur þegar það er á ferðalagi,“ segir Malik.Mest losun vegna ferðalaga kemur frá flugvélum.Vísir/VilhelmHaldi sig frá flugi til að draga úr losun CNN ræðir meðal annars við Jukka Heinonen, prófessor í byggingar- og umhverfisverkfræði við Háskóla Íslands. Hann segir niðurstöður Malik og félaga í samræmi við rannsókn sem gerð var á neyslu ferðamanna á Íslandi fyrir tveimur árum. Í henni kom meðal annars fram að losun vegna ferðamanna á Íslandi þrefaldaðist frá 2010 til 2015. Á bilinu 50-82% losunarinnar var vegna flugferða. „Þetta er einn af þeim geirum þar sem losun eykst mjög hratt þar sem þetta er mjög kolefnisfrek iðja,“ segir Heinonen. Malik og félagar búast við því að ferðamennska muni vaxa um 4% á ári á næstunni. Því sé brýnt að gera ferðamennsku vistvæna. Hún mælir með því að ferðamenn reyni að halda sig frá flugi til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ferðamennska á Íslandi Loftslagsmál Seychelleseyjar Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum sem hlýst af ferðamennsku er allt að fjórfalt meiri en áður hefur verið talið. Samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar eru um 8% af heildarlosun manna tilkomin vegna ferðalaga. Fram að þessu hefur verið áætlað að ferðamennska standi fyrir 2,5 til 3% af heildarlosuninni. Við það mat var hins vegar ekki tekið tillit til losunar frá matvæla- og drykkjaframleiðslu, innviðum og þjónustu sem tengist ferðamennsku, að því er segir í frétt CNN-fréttastöðvarinnar. Úr þessu bæta vísindamenn frá Háskólanum í Sydney í Ástralíu í nýrri rannsókn sem þeir birtu í vísindaritinu Nature Climate Change í gær. Í henni kemur meðal annars fram að losun vegna ferðamennsku hefur aukist um 3% á ári frá 2009 til 2013. Þeir ráku ferðalög ferðamanna frá heimalandinu til áfangastaðar og aftur heim, mátu kolefnislosunina sem hlaust af framleiðslu vara og þjónustu sem þeir keyptu, samgöngum á áfangastaðnum, hótelgistingunni og minjagripum.Vísbendingar um kolefnisfrekari neyslu á ferðalagi Stærsta kolefnisfótsporið er í Bandaríkjunum, Kína, Þýskalandi og á Indlandi. Þar eru innanlandsferðir fyrirferðarmestar. Í litlum eyríkjum eins og Maldíveyjum, Máritíusi, Kýpur og Seychelles-eyjum er allt frá 30 til 80% af heildarlosun vegna erlendra ferðamanna. Í rannsóknina skortir samanburð á hver losunin hefði verið ef ferðamennirnir hefðu setið heima. Arunima Malik, aðalhöfundur rannsóknarinnar, segir að vísbendingar séu þó um að neysluvenjur ferðamanna séu aðrar á ferðlögum en þegar þeir eru heima hjá sér. „Á það hefur verið bent að fólk neytir meira af unnum matvælum og nota kolefnisfreka samgöngukosti frekar en almenningssamgöngur þegar það er á ferðalagi,“ segir Malik.Mest losun vegna ferðalaga kemur frá flugvélum.Vísir/VilhelmHaldi sig frá flugi til að draga úr losun CNN ræðir meðal annars við Jukka Heinonen, prófessor í byggingar- og umhverfisverkfræði við Háskóla Íslands. Hann segir niðurstöður Malik og félaga í samræmi við rannsókn sem gerð var á neyslu ferðamanna á Íslandi fyrir tveimur árum. Í henni kom meðal annars fram að losun vegna ferðamanna á Íslandi þrefaldaðist frá 2010 til 2015. Á bilinu 50-82% losunarinnar var vegna flugferða. „Þetta er einn af þeim geirum þar sem losun eykst mjög hratt þar sem þetta er mjög kolefnisfrek iðja,“ segir Heinonen. Malik og félagar búast við því að ferðamennska muni vaxa um 4% á ári á næstunni. Því sé brýnt að gera ferðamennsku vistvæna. Hún mælir með því að ferðamenn reyni að halda sig frá flugi til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Ferðamennska á Íslandi Loftslagsmál Seychelleseyjar Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira