Engin bókmenntaverðlaun Nóbels í ár Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. maí 2018 07:29 Þúsundir Svía mótmæltu á götum úti eftir að upp komst um hneykslið í Nóbelsnefndinni. Vísir/Epa Tekin hefur verið ákvörðun um að veita ekki Nóbelsverðlaun fyrir bókmenntir í ár. Þess í stað verða tveir höfundar verðlaunaðir á næsta ári. Þetta er niðurstaða Sænsku akademíunnar sem fundaði í dag. Það hefur ekki blásið byrlega um nefndina á síðustu misserum en greint var frá því um miðjan aprílmánuð að aðalritari hennar hafi hætt störfum. Ástæðu afsagnarinnar má rekja til þess að eiginmaður eins meðlims nefndarinnar var sakaður um kynferðislega áreitni. Akademían, sem veitir Nóbelsverðlaun í bókmenntum ár hvert, hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir viðbrögð sín í málinu en eiginmaðurinn sem um ræðir, Jean-Claude Arnault, var mikill áhrifamaður í sænsku bókmenntalífi. Eftir að málið kom upp hættu þrír meðlima akademíunnar eftir að nefndin kaus gegn því að víkja Katarinu Frostenson, eiginkonu Arnaults úr nefndinni. Í kjölfarið sagði síðan aðaritari akademíunnar, Sara Danius, af sér og þá hætti Katarina Frostenson einnig Málið er sagt hafa alvarleg áhrif á störf nefndarinnar, svo alvarleg að hún treystir sér ekki til að veita bókmenntaverðlaunin í ár eins og greint er frá á vef Aftonbladet.Sjá einnig: Aðalritari sænsku Nóbelsnefndarinnar hættirÍ fréttatilkynningu frá nefndinni segir að hún meti það sem svo að hún sé rúin trausti. Nefndin þurfi að nýta næstu mánuði til að ná vopnum sínum og ekki síst auka tiltrú heimsbyggðarinnar á starfi nefndarinnar. Haft er eftir starfandi aðalritara nefndarinnar, Anders Olsson, að þessi ákvörðun sé ekki síst tekin með heiður verðandi handhafa í huga. Afar sjaldgæft er að verðlaunin falli niður en það gerðist sex sinnum á meðan heimstyrjaldirnar geisuðu, og árið 1935, þegar nefndin gat ekki komið sér saman um sigurvegara. Í tilkynningu Sænsku akademíunnar segir jafnframt að unnið sé nú að breytingum á nefndinni, ekki síst á reglum sem lúta að skipunartíma meðlima nefndarinnar. Þeir hafa til þessa verið skipaðir ævilangt. Deilurnar innan akademíunnar hafa aðeins áhrif á bókmenntaverðlaunin, önnur nóbelsverðlaun verða veitt eftir sem áður, enda er það í höndum annnara hópa og nefnda að velja þau. Kazuo Ishiguro hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels í fyrra og tónlistarmaðurinn Bob Dylan árið áður. Norðurlönd Nóbelsverðlaun Tengdar fréttir Aðalritari sænsku Nóbelsnefndarinnar hættir Ástæðu afsagnarinnar má rekja til þess að eiginmaður eins meðlims nefndarinnar var sakaður um kynferðislega áreitni. 13. apríl 2018 00:02 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Sjá meira
Tekin hefur verið ákvörðun um að veita ekki Nóbelsverðlaun fyrir bókmenntir í ár. Þess í stað verða tveir höfundar verðlaunaðir á næsta ári. Þetta er niðurstaða Sænsku akademíunnar sem fundaði í dag. Það hefur ekki blásið byrlega um nefndina á síðustu misserum en greint var frá því um miðjan aprílmánuð að aðalritari hennar hafi hætt störfum. Ástæðu afsagnarinnar má rekja til þess að eiginmaður eins meðlims nefndarinnar var sakaður um kynferðislega áreitni. Akademían, sem veitir Nóbelsverðlaun í bókmenntum ár hvert, hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir viðbrögð sín í málinu en eiginmaðurinn sem um ræðir, Jean-Claude Arnault, var mikill áhrifamaður í sænsku bókmenntalífi. Eftir að málið kom upp hættu þrír meðlima akademíunnar eftir að nefndin kaus gegn því að víkja Katarinu Frostenson, eiginkonu Arnaults úr nefndinni. Í kjölfarið sagði síðan aðaritari akademíunnar, Sara Danius, af sér og þá hætti Katarina Frostenson einnig Málið er sagt hafa alvarleg áhrif á störf nefndarinnar, svo alvarleg að hún treystir sér ekki til að veita bókmenntaverðlaunin í ár eins og greint er frá á vef Aftonbladet.Sjá einnig: Aðalritari sænsku Nóbelsnefndarinnar hættirÍ fréttatilkynningu frá nefndinni segir að hún meti það sem svo að hún sé rúin trausti. Nefndin þurfi að nýta næstu mánuði til að ná vopnum sínum og ekki síst auka tiltrú heimsbyggðarinnar á starfi nefndarinnar. Haft er eftir starfandi aðalritara nefndarinnar, Anders Olsson, að þessi ákvörðun sé ekki síst tekin með heiður verðandi handhafa í huga. Afar sjaldgæft er að verðlaunin falli niður en það gerðist sex sinnum á meðan heimstyrjaldirnar geisuðu, og árið 1935, þegar nefndin gat ekki komið sér saman um sigurvegara. Í tilkynningu Sænsku akademíunnar segir jafnframt að unnið sé nú að breytingum á nefndinni, ekki síst á reglum sem lúta að skipunartíma meðlima nefndarinnar. Þeir hafa til þessa verið skipaðir ævilangt. Deilurnar innan akademíunnar hafa aðeins áhrif á bókmenntaverðlaunin, önnur nóbelsverðlaun verða veitt eftir sem áður, enda er það í höndum annnara hópa og nefnda að velja þau. Kazuo Ishiguro hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels í fyrra og tónlistarmaðurinn Bob Dylan árið áður.
Norðurlönd Nóbelsverðlaun Tengdar fréttir Aðalritari sænsku Nóbelsnefndarinnar hættir Ástæðu afsagnarinnar má rekja til þess að eiginmaður eins meðlims nefndarinnar var sakaður um kynferðislega áreitni. 13. apríl 2018 00:02 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Sjá meira
Aðalritari sænsku Nóbelsnefndarinnar hættir Ástæðu afsagnarinnar má rekja til þess að eiginmaður eins meðlims nefndarinnar var sakaður um kynferðislega áreitni. 13. apríl 2018 00:02