
Hvert stefnum við í endurhæfingu krabbameinsgreindra?
Eins og allir vita þá eru krabbamein algeng. Tölfræðin segir okkur að um þriðja hver manneskja fái krabbamein af einhverju tagi einhvern tíma á ævinni. Birtingarmyndir krabbameina eru afar margbrotnar, meðferðirnar margvíslegar og aukaverkanir og eftirköst einstaklinga afar misjöfn. Horfur eru einnig afar misjafnar. Greining lífsógnandi sjúkdóms verður aldrei léttvæg og meðferðin krefst oftar en ekki inngripa sem hafa afgerandi áhrif á líf og heilsu, jafnvel til langframa. Þetta getur haft áhrif á marga fleti tilverunnar og fólk finnur sig oft í þeirri stöðu að þurfa að nálgast lífið á nýjan hátt.
Á Íslandi erum við vel stödd að mörgu leiti hvað varðar endurhæfingu fyrir fólk í og eftir krabbameinsmeðferð og hér bjóða ýmsar stofnanir og félagasamtök upp á fjölbreytta og sérhæfða þjónustu. Reynsla og þekking fagfólks á þessu sviði er víðfeðm og allt starf unnið af fagmennsku og einurð. Fagfólkinu er þó augljóst að í þessum efnum þarf að koma til hugarfars- og áherslubreyting ef takast á að vinna á móti þeim víðfeðmu áhrifum sem greining og meðferð krabbameina hefur á einstaklinga og samfélagið allt. Segja má að í dag séu endurhæfingarúrræði dreifð og aðgengi að þeim er að mörgu leiti háð frumkvæði og vitneskju hvers einstaklings sem greinist með krabbamein. Hindranir að faglegri endurhæfingu geta komið til af ýmsum orsökum, bæði persónulegum og kerfislægum og mjög mismunandi á milli einstaklinga hversu mikla endurhæfingu þeir fá eða hversu viðeigandi hún er.
Það er fyrirséð að þeim sem lifa með krabbameinum fjölgi á næstu árum. Algengi og alvarleiki síðbúinna afleiðinga krabbameinsmeðferða er það mikill að vert er að leita allra leiða til að draga úr þeim áhrifum með markvissum og skipulögðum hætti. Með samstilltu átaki þeirra sem koma að endurhæfingu krabbameinsgreindra mætti stoppa í þau göt sem myndast hafa í þróun þessa mikilvæga hluta heilbrigðisþjónustunnar. Sjá má fyrir sér að endurhæfingarmatog fræðsla um mikilvægi endurhæfingar sé hluti af meðferð við krabbameinum, ásamt því að starfsemi þeirra sem bjóða upp á slíka þjónustu sé vel skilgreind, við hana sé stutt af heilbrigðisyfirvöldum og að hún sé sjálfsagður hluti meðferðar og aðgengileg fyrir alla.
Til þess að hefja samtal um hvernig við nálgumst þetta mikilvæga verkefni, hafa Endurhæfingarteymi krabbameinsgreindra á Landspítala, Heilsustofnun NLFÍ, Krabbameinsfélag Íslands, Kraftur, Ljósið og Reykjalundur blásið til málþingsins Endurhæfing alla leið og er haldið í Hátíðarsal Háskóla Íslands í dag, fimmtudaginn 3. maí kl 15.00. Við hvetjum alla sem hafa áhuga á efninu að mæta en ráðstefnunni verður einnig streymt á netinu.
Ágústa Kr. Andersen.
Höfundur er hjúkrunarfræðingur og starfar í Endurhæfingarteymi krabbameinsgreindra, LSH.
Skoðun

Tollar – Fyrir hverja?
Valdimar Birgisson skrifar

Þau eru fá en þörfin er stór
Sif Huld Albertsdóttir skrifar

Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri
Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar

Leiðin til helvítis
Jón Pétur Zimsen skrifar

Eitruð kvenmennska
Ása Lind Finnbogadóttir skrifar

Hinn nýi íslenski aðall
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri
Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar

Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað
Sæþór Randalsson skrifar

Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga
Sólrún María Ólafsdóttir skrifar

Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði?
Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar

Þegar rykið hefur sest
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Búum til réttlátt lífeyriskerfi
Hrafn Magnússon skrifar

Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur…
Stefán Pálsson skrifar

Hin raunverulega byggðastefna
Jón Þór Kristjánsson skrifar

Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi
Ó. Ingi Tómasson skrifar

Rúmir 30 milljarðar í fangelsi
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Sérstök staða orkusveitarfélaga!
Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar

Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna
Elín Íris Fanndal skrifar

Drögum úr fordómum í garð Breiðholts
Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar

Er almenningur rusl?
Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar

Líffræðilega ómögulegt
Björn Ólafsson skrifar

Veiðigjaldið stendur undir kostnaði
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Minn gamli góði flokkur
Hólmgeir Baldursson skrifar

Hve lengi tekur sjórinn við?
Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar

Orkan okkar, börnin og barnabörnin
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun
Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar

Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu
Ingibjörg Isaksen skrifar

Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns?
Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar

Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands?
Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar