Hvert stefnum við í endurhæfingu krabbameinsgreindra? Ágústa Kr. Andersen skrifar 3. maí 2018 08:00 Lengi hefur legið fyrir mikilvægi endurhæfingar þegar meðferð við krabbameinum er annars vegar. Í dag liggja fyrir niðurstöður rannsókna sem sýna svo ekki verður um villst að endurhæfing leikur jafnvel enn stærra hlutverk en áður var talið í því að fyrirbyggja vanlíðan, efla líkamlegan og andlegan styrk og draga úr óæskilegum aukaverkunum krabbameinsmeðferðar. Félagsleg virkni og andlegur stuðningur er ekki síður mikilvægur þeim sem eiga á hættu að einangrast í veikindum, sem og stuðningur til að vinna úr erfiðum tilfinningum og andlegri vanlíðan. Eins og allir vita þá eru krabbamein algeng. Tölfræðin segir okkur að um þriðja hver manneskja fái krabbamein af einhverju tagi einhvern tíma á ævinni. Birtingarmyndir krabbameina eru afar margbrotnar, meðferðirnar margvíslegar og aukaverkanir og eftirköst einstaklinga afar misjöfn. Horfur eru einnig afar misjafnar. Greining lífsógnandi sjúkdóms verður aldrei léttvæg og meðferðin krefst oftar en ekki inngripa sem hafa afgerandi áhrif á líf og heilsu, jafnvel til langframa. Þetta getur haft áhrif á marga fleti tilverunnar og fólk finnur sig oft í þeirri stöðu að þurfa að nálgast lífið á nýjan hátt. Á Íslandi erum við vel stödd að mörgu leiti hvað varðar endurhæfingu fyrir fólk í og eftir krabbameinsmeðferð og hér bjóða ýmsar stofnanir og félagasamtök upp á fjölbreytta og sérhæfða þjónustu. Reynsla og þekking fagfólks á þessu sviði er víðfeðm og allt starf unnið af fagmennsku og einurð. Fagfólkinu er þó augljóst að í þessum efnum þarf að koma til hugarfars- og áherslubreyting ef takast á að vinna á móti þeim víðfeðmu áhrifum sem greining og meðferð krabbameina hefur á einstaklinga og samfélagið allt. Segja má að í dag séu endurhæfingarúrræði dreifð og aðgengi að þeim er að mörgu leiti háð frumkvæði og vitneskju hvers einstaklings sem greinist með krabbamein. Hindranir að faglegri endurhæfingu geta komið til af ýmsum orsökum, bæði persónulegum og kerfislægum og mjög mismunandi á milli einstaklinga hversu mikla endurhæfingu þeir fá eða hversu viðeigandi hún er. Það er fyrirséð að þeim sem lifa með krabbameinum fjölgi á næstu árum. Algengi og alvarleiki síðbúinna afleiðinga krabbameinsmeðferða er það mikill að vert er að leita allra leiða til að draga úr þeim áhrifum með markvissum og skipulögðum hætti. Með samstilltu átaki þeirra sem koma að endurhæfingu krabbameinsgreindra mætti stoppa í þau göt sem myndast hafa í þróun þessa mikilvæga hluta heilbrigðisþjónustunnar. Sjá má fyrir sér að endurhæfingarmatog fræðsla um mikilvægi endurhæfingar sé hluti af meðferð við krabbameinum, ásamt því að starfsemi þeirra sem bjóða upp á slíka þjónustu sé vel skilgreind, við hana sé stutt af heilbrigðisyfirvöldum og að hún sé sjálfsagður hluti meðferðar og aðgengileg fyrir alla. Til þess að hefja samtal um hvernig við nálgumst þetta mikilvæga verkefni, hafa Endurhæfingarteymi krabbameinsgreindra á Landspítala, Heilsustofnun NLFÍ, Krabbameinsfélag Íslands, Kraftur, Ljósið og Reykjalundur blásið til málþingsins Endurhæfing alla leið og er haldið í Hátíðarsal Háskóla Íslands í dag, fimmtudaginn 3. maí kl 15.00. Við hvetjum alla sem hafa áhuga á efninu að mæta en ráðstefnunni verður einnig streymt á netinu.Ágústa Kr. Andersen.Höfundur er hjúkrunarfræðingur og starfar í Endurhæfingarteymi krabbameinsgreindra, LSH. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir Skoðun Leikskólavandinn? Hópur leikskólakennara og starfsfólks leikskóla í Reykjavík Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Sjá meira
Lengi hefur legið fyrir mikilvægi endurhæfingar þegar meðferð við krabbameinum er annars vegar. Í dag liggja fyrir niðurstöður rannsókna sem sýna svo ekki verður um villst að endurhæfing leikur jafnvel enn stærra hlutverk en áður var talið í því að fyrirbyggja vanlíðan, efla líkamlegan og andlegan styrk og draga úr óæskilegum aukaverkunum krabbameinsmeðferðar. Félagsleg virkni og andlegur stuðningur er ekki síður mikilvægur þeim sem eiga á hættu að einangrast í veikindum, sem og stuðningur til að vinna úr erfiðum tilfinningum og andlegri vanlíðan. Eins og allir vita þá eru krabbamein algeng. Tölfræðin segir okkur að um þriðja hver manneskja fái krabbamein af einhverju tagi einhvern tíma á ævinni. Birtingarmyndir krabbameina eru afar margbrotnar, meðferðirnar margvíslegar og aukaverkanir og eftirköst einstaklinga afar misjöfn. Horfur eru einnig afar misjafnar. Greining lífsógnandi sjúkdóms verður aldrei léttvæg og meðferðin krefst oftar en ekki inngripa sem hafa afgerandi áhrif á líf og heilsu, jafnvel til langframa. Þetta getur haft áhrif á marga fleti tilverunnar og fólk finnur sig oft í þeirri stöðu að þurfa að nálgast lífið á nýjan hátt. Á Íslandi erum við vel stödd að mörgu leiti hvað varðar endurhæfingu fyrir fólk í og eftir krabbameinsmeðferð og hér bjóða ýmsar stofnanir og félagasamtök upp á fjölbreytta og sérhæfða þjónustu. Reynsla og þekking fagfólks á þessu sviði er víðfeðm og allt starf unnið af fagmennsku og einurð. Fagfólkinu er þó augljóst að í þessum efnum þarf að koma til hugarfars- og áherslubreyting ef takast á að vinna á móti þeim víðfeðmu áhrifum sem greining og meðferð krabbameina hefur á einstaklinga og samfélagið allt. Segja má að í dag séu endurhæfingarúrræði dreifð og aðgengi að þeim er að mörgu leiti háð frumkvæði og vitneskju hvers einstaklings sem greinist með krabbamein. Hindranir að faglegri endurhæfingu geta komið til af ýmsum orsökum, bæði persónulegum og kerfislægum og mjög mismunandi á milli einstaklinga hversu mikla endurhæfingu þeir fá eða hversu viðeigandi hún er. Það er fyrirséð að þeim sem lifa með krabbameinum fjölgi á næstu árum. Algengi og alvarleiki síðbúinna afleiðinga krabbameinsmeðferða er það mikill að vert er að leita allra leiða til að draga úr þeim áhrifum með markvissum og skipulögðum hætti. Með samstilltu átaki þeirra sem koma að endurhæfingu krabbameinsgreindra mætti stoppa í þau göt sem myndast hafa í þróun þessa mikilvæga hluta heilbrigðisþjónustunnar. Sjá má fyrir sér að endurhæfingarmatog fræðsla um mikilvægi endurhæfingar sé hluti af meðferð við krabbameinum, ásamt því að starfsemi þeirra sem bjóða upp á slíka þjónustu sé vel skilgreind, við hana sé stutt af heilbrigðisyfirvöldum og að hún sé sjálfsagður hluti meðferðar og aðgengileg fyrir alla. Til þess að hefja samtal um hvernig við nálgumst þetta mikilvæga verkefni, hafa Endurhæfingarteymi krabbameinsgreindra á Landspítala, Heilsustofnun NLFÍ, Krabbameinsfélag Íslands, Kraftur, Ljósið og Reykjalundur blásið til málþingsins Endurhæfing alla leið og er haldið í Hátíðarsal Háskóla Íslands í dag, fimmtudaginn 3. maí kl 15.00. Við hvetjum alla sem hafa áhuga á efninu að mæta en ráðstefnunni verður einnig streymt á netinu.Ágústa Kr. Andersen.Höfundur er hjúkrunarfræðingur og starfar í Endurhæfingarteymi krabbameinsgreindra, LSH.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun