Þýskaland er líklegast til sigurs á HM samkvæmt útreikningum svissneska fjárfestingabankans UBS en hann lét 18 sérfræðinga sína framreikna mótið og spila það tölfræðilega út frá hinum og þessum þáttum 10.000 sinnum. Bloomberg greinir frá.
Þessari rannsókn fylgdi 17 blaðsíðna skýrsla en samdóma álit er að Þýskaland verji heimsmeistaratitilinn sem að liðið vann í Brasilíu fyrir fjórum árum. Skýrsla UBS telur 24 prósent líkur á því að Þýskaland verði meistari og 36,7 prósent líkur á að liðið spili til úrslita.
UBS-bankinn gerði þetta einnig fyrir HM 2014 og spáði þá Brasilíu sigri en liðið tapaði, 7-1, í undanúrslitum fyrir Þýskalandi. Brassar eru næst líklegastir til sigurs með 19,8 prósent sigurlíkur og Spánverjar eru í þriðja sæti með sigurlíkur upp á 16,1 prósent.
Ekki verður lítið gert úr þessari vinnu bankans og ekki erum við Íslendingar fúlir að 0,2 prósent líkur er á að strákarnir okkar verði heimsmeistarar. Við erum í 22. sæti listans ásamt Senegal og Króatíu en 0,1 prósenti sigurstranglegri en Danmörk. Það er jákvætt.
Það verður þó að teljast afar sérstakt að Ítalía sé á listanum í tólfta sæti með 1,6 prósent sigurlíkur. Það er athyglivert í ljósi þess að Ítalía komst ekki á HM 2018 en liðið tapaði í umspili fyrir Svíþjóð sem er með 0,4 prósent sigurlíkur.
Þetta gefur ítölskum stuðningsmönnum vonandi ekki of mikla von því það er alveg morgunljóst að ítalska landsliðið horfir á keppnina í sjónvarpinu og sigurlíkur þess eru 0,000 prósent en ekki 1,6 prósent.
Ítalía komst ekki á HM en er líklegri til sigurs en Ísland
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið

Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm
Formúla 1



Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum
Íslenski boltinn

Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH
Íslenski boltinn

Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra
Íslenski boltinn


Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park
Enski boltinn


Mbappé sá rautt í sigri Real Madrid
Fótbolti
Fleiri fréttir
