Ráðherra fundaði með hugveitu sem afneitar loftslagsvísindum Kjartan Kjartansson skrifar 16. maí 2018 22:00 Guðlaugur Þór og Geir H. Haarde, sendiherra Íslands í Washington, funduðu einnig með öldungardeildarþingmönnum Alaska. Hér sitja þeir með Lisu Murkowski, öðrum þeirra. Sendiráð Íslands lagði til heimsókn ráðherra til Heritage Foundation. Utanríkisráðuneytið Viðskipta-, öryggis- og norðurslóðamál eru sögð hafa verið í brennidepli þegar Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ávarpaði bandarísku hugveituna Heritage Foundation í heimsókn sinni í Washington-borg sem nú stendur yfir. Heritage Foundation er meðal annars þekkt fyrir að afneita vísindalegri þekkingu á loftslagsbreytingum. Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands gagnrýnir heimsóknina á sama tíma og Ísland glími við afleiðingar loftslagsbreytinga. Í tilkynningu utanríkisráðuneytisins um heimsókn ráðherrans til Bandaríkjanna var stuttlega vikið að ávarpi hans hjá hægrisinnuðu hugveitunni Heritage Foundation. Vísir sendi ráðuneytinu skriflega fyrirspurn og óskaði eftir afriti af ávarpi ráðherrans en þau svör fengust að umræðurnar hafi verið „frjálsar og ekki stuðst við formlega ræðu“. Guðlaugur Þór sagðist hafa talað sérstaklega um norðurslóðamál en einnig fríverslunarmál og öryggis- og varnarmál í ávarpi sínu hjá Heritage Foundation í viðtali við hádegisfréttir Bylgjunnar í dag. Hann fyndi fyrir auknum áhuga á norðurslóðum á meðal Bandaríkjamanna. Fram að þessu hafi Rússar og Kínverjar haft mestan áhuga á norðurslóðum en undanfarið hafi Bandaríkjamenn, Kanadamenn og Evrópuþjóðir tekið við sér. „Þannig að það er mjög mikill áhugi á því málefni og var það hjá þessari stofnun sem þú vísaðir til,“ sagði Guðlaugur Þór við fréttamann Bylgjunnar þegar hann var spurður út í ávarpið. Í skrifum Heritage Foundation um norðurslóðamál hefur verið lögð áhersla á öryggismál, meðal annars með tilliti til umsvifa Rússa í heimshlutanum en einnig á nýtingu auðlinda þar. Hugveitan hefur einnig lengi verið gagnrýnd fyrir að þræta fyrir loftslagsbreytingar og reyna að valda ruglingi um loftslagsvísindi.Lýsa loftslagsbreytingum sem „umdeildum og ósönnuðum“ Heritage Foundation segir markmið sitt að móta og stuðla að íhaldssamri stefnu sem byggist á grundvelli frjálsra viðskipta, takmarkaðs ríkisvalds, einstaklingsfrelsis, hefðbundinna bandarískra gilda og sterkra landvarna. Hugveitan hefur lengi beint spjótum sínum að loftslagsvísindum og reynt að sá efasemdum um að loftslagsbreytingar eigi sér stað. Í skýrslum sínum hefur hún meðal annars ranglega fullyrt að enginn samhljómur sé á meðal vísindamanna um ógnina sem stafi af loftslagsbreytingum. Árið 2016 gaf Heritage Foundation út skýrslu undir yfirskriftinni „Ástand loftslagsvísinda: Engin réttlæting fyrir öfgafullri stefnu“. Í henni er meðal annars talað um „móðursýki“ um hnattræna hlýnun, þrætt fyrir að vísindasamfélagið sé sammála um að hnattræn hlýnun eigi sér stað og fullyrt að loftslagsvísindi séu lituð af pólískri hlutdrægni. Í grein Hans von Spakovsky, félaga hjá Heritage Foundation, sem birtist árið 2016 var loftslagsbreytingum enn fremur lýst sem „umdeildri og ósannaðri kenningu“.Heritage Foundation er talin áhrifamikil í bandarískum stjórnmálum. Hér sést Donald Trump Bandaríkjaforseti ávarpa samkomu á vegum hugveitunnar í október.Vísir/GettyEdwin J. Faulner, stofnandi Heritage Foundation og fyrrverandi forseti hugveitunnar, skrifaði grein í janúar þar sem hann gerði grín að spám um hlýnun jarðar vegna kuldakasts sem þá greip Bandaríkin og kenningum vísindamanna um að kuldinn gæti verið afleiðing hnattrænnar hlýnunar. Loftslagsafneitun félaga Heritage Foundation hefur einnig birst í skrifum þeirra um norðurslóðamál. Í grein Daniels Kochis, greinanda Evrópumála, frá janúar 2016, um mikilvægi þess að Bandaríkin mótuðu sér stefnu um norðurskautið var ríkisstjórn Baracks Obama, þáverandi forseta, gagnrýnd fyrir að nota norðurskautið sem „pólitískan leikmun“ þar sem hún gæti „predikað um hættur loftslagsbreytinga“. Náttúruverndarsamtökin Grænfriðungar hafa haldið því fram að Heritage Foundation sé einn þeirra hópa sem félög íhaldssömu milljarðamæringanna Charles og David Koch hafa styrkt til þess að ala á ruglingi um loftslagsmál.Samband áhyggjufullra vísindamanna, bandarísk samtök sem tala fyrir vísindalegum lausnum á vandamálum eins og loftslagsbreytingum, segir að Heritage Foundation hafi þegið 4,5 milljónir dollara frá Koch-bræðrunum frá 1997 til 2011. Hugveitan hafi einnig þegið árleg framlög frá olíurisanum ExxonMobile.Hugveiturnar óskuðu eftir fundi með milligöngu sendiráðsins Í skriflegu svari utanríkisráðuneytisins segir að Heritage Foundation og önnur hugveita, Center for Strategic and International Studies (CSIS), hafi óskað eftir að fá að hitta Guðlaug Þór og efna þannig til upplýstrar umræðu um hagsmunamál Íslands. Sendiráð Íslands í Washington-borg hafi lagt til við ráðherrann að hann heimsækti hugveiturnar, meðal annars vegna áhuga þeirra beggja á öryggis- og varnarmálum og ólíkrar pólitískar nálgunar þeirra. Ráðuneytið lýsir Heritage Foundation sem talsvert hægrisinnaðri en CSIS sem hafi bæði tengsl við demókrata og repúblikana. Guðlaugur Þór er sagður hafa lagt áherslu á gildi samvinnu og sjálfbærni í málefnum norðurslóða um leið og hann hafi vakið athygli á formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu á næsta ári. „Hugveitur í Washington D.C. gegna mikilvægu hlutverki varðandi mótun stefnu, aðgengi að ráðamönnum og mönnun í opinberar stöður. Sendiráð Íslands í borginni ræktar samskipti við ýmsar þeirra, þar á meðal Heritage Foundation og CSIS. Þær höfðu báðar óskað eftir að fá að hitta ráðherra og efna þannig til upplýstrar umræðu um hagsmunamál Íslands,“ segir í svari utanríkisráðuneytisins. Ráðherrann hélt formlegra erindi hjá CSIS í dag og þar gerði hann loftslagsbreytingar í samhengi við norðurslóðir meðal annars að umtalsefni. „Losun gróðurhúsalofttegunda er í lágmarki á norðurskautinu en afleiðingar loftslagsbreytinga eru hraðari og sýnilegri þar en á nokkrum öðrum stað á jörðinni. Norðurskautsráðið leikur lykilhlutverk í að styðja við umhverfisvernd á norðurskautinu á grindvelli vísindalegrar samvinnu og rannsókn að teknu tilliti til Parísarsamkomulagsins og sjálfbærnismarkmiðanna [Sameinuðu þjóðanna],“ sagði Guðlaugur Þór sem lagði einnig áherslu á finna þyrfti jafnvægi á milli umhverfisverndar og efnahagslegrar þróunar samfélaga á norðurslóðum.Ekki stuðningsyfirlýsing við stefnu hugveitunnar Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir að Heritage Foundation sé þekkt fyrir falsvísindi og afneitun loftslagsvísinda. Heimsóknin komi á sama tíma og vísindanefnd um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi vari við því að markmið Parísarsamkomulagsins um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda dugi engan veginn til þess að stöðva súrnun sjávar við Ísland. „Þetta er ákaflega vandræðalegt fyrir ríkisstjórnina verð ég að segja,“ segir hann. Sveinn Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir hins vegar að Heritage Foundation hafi góð tengsl við núverandi valdhafa í Bandaríkjunum og hafi áhrif á stefnumótun. Samræður við starfsfólk hennar séu því fróðlegar og gagnlegar og gott tækfiæri til að halda sjónarmiðum Íslands á lofti. „Þótt ráðherra heimsæki hugveitu á borð við Heritage Foundation þá felst ekki í því neins konar stuðningsyfirlýsing við stefnu hennar og áherslur,“ segir Sveinn við Vísi.Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins.Fagnaði með Brexit-harðlínumönnum í haust Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Guðlaugur Þór ávarpar hugveitur á ferðum sínum erlendis. Í september þáði hann boð í fögnuð í breska utanríkisráðuneytinu í tilefni af opnun nýrrar hugveitu sem talaði fyrir svonefndu hörðu Brexit, útgöngu Breta úr Evrópusambandinu án samnings. Viðburðurinn í breska utanríkisráðuneytinu var nokkuð umdeildur þar í landi. Boris Johnson, utanríksráðherra Bretlands, var talinn ógna vopnahléi innan ríkisstjórnar Íhaldsflokksins þar sem deildar meiningar voru um hvernig Bretar ættu að hátta útgöngu sinni úr ESB. Guðlaugur Þór sagði við Vísi að aðeins hafi verið lögð áhersla á frjáls milliríkjaviðskipti á viðburðinum. „Ég er ekki að taka afstöðu í neinum innanflokksdeilum í Íhaldsflokknum, ef menn eru að meta það þannig,“ sagði utanríkisráðherra þá. Loftslagsmál Norðurslóðir Tengdar fréttir Guðlaugur Þór tók upp málefni Palestínumanna á fundi í Washington Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, lýsti áhyggjum Íslendinga af ástandinu á Gaza ströndinni þegar hann hitti James Mattis varnarmálaráðherra í Washington í gær. Hann segir flutning bandaríska sendiráðsins til Jerúsalem hafa skapað óróa fyrir botni Miðjarðarhafs. 16. maí 2018 12:50 Guðlaugur Þór fundaði með Mattis í Pentagon Á fundinum ræddu ráðherrarnir helstu áherslumál á vettvangi Atlantshafsbandalagsins í aðdraganda leiðtogafundar bandalagsins í sumar, þ.m.t. auknar áherslur á mikilvægi Norður-Atlantshafsins. 15. maí 2018 22:06 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Viðskipta-, öryggis- og norðurslóðamál eru sögð hafa verið í brennidepli þegar Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ávarpaði bandarísku hugveituna Heritage Foundation í heimsókn sinni í Washington-borg sem nú stendur yfir. Heritage Foundation er meðal annars þekkt fyrir að afneita vísindalegri þekkingu á loftslagsbreytingum. Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands gagnrýnir heimsóknina á sama tíma og Ísland glími við afleiðingar loftslagsbreytinga. Í tilkynningu utanríkisráðuneytisins um heimsókn ráðherrans til Bandaríkjanna var stuttlega vikið að ávarpi hans hjá hægrisinnuðu hugveitunni Heritage Foundation. Vísir sendi ráðuneytinu skriflega fyrirspurn og óskaði eftir afriti af ávarpi ráðherrans en þau svör fengust að umræðurnar hafi verið „frjálsar og ekki stuðst við formlega ræðu“. Guðlaugur Þór sagðist hafa talað sérstaklega um norðurslóðamál en einnig fríverslunarmál og öryggis- og varnarmál í ávarpi sínu hjá Heritage Foundation í viðtali við hádegisfréttir Bylgjunnar í dag. Hann fyndi fyrir auknum áhuga á norðurslóðum á meðal Bandaríkjamanna. Fram að þessu hafi Rússar og Kínverjar haft mestan áhuga á norðurslóðum en undanfarið hafi Bandaríkjamenn, Kanadamenn og Evrópuþjóðir tekið við sér. „Þannig að það er mjög mikill áhugi á því málefni og var það hjá þessari stofnun sem þú vísaðir til,“ sagði Guðlaugur Þór við fréttamann Bylgjunnar þegar hann var spurður út í ávarpið. Í skrifum Heritage Foundation um norðurslóðamál hefur verið lögð áhersla á öryggismál, meðal annars með tilliti til umsvifa Rússa í heimshlutanum en einnig á nýtingu auðlinda þar. Hugveitan hefur einnig lengi verið gagnrýnd fyrir að þræta fyrir loftslagsbreytingar og reyna að valda ruglingi um loftslagsvísindi.Lýsa loftslagsbreytingum sem „umdeildum og ósönnuðum“ Heritage Foundation segir markmið sitt að móta og stuðla að íhaldssamri stefnu sem byggist á grundvelli frjálsra viðskipta, takmarkaðs ríkisvalds, einstaklingsfrelsis, hefðbundinna bandarískra gilda og sterkra landvarna. Hugveitan hefur lengi beint spjótum sínum að loftslagsvísindum og reynt að sá efasemdum um að loftslagsbreytingar eigi sér stað. Í skýrslum sínum hefur hún meðal annars ranglega fullyrt að enginn samhljómur sé á meðal vísindamanna um ógnina sem stafi af loftslagsbreytingum. Árið 2016 gaf Heritage Foundation út skýrslu undir yfirskriftinni „Ástand loftslagsvísinda: Engin réttlæting fyrir öfgafullri stefnu“. Í henni er meðal annars talað um „móðursýki“ um hnattræna hlýnun, þrætt fyrir að vísindasamfélagið sé sammála um að hnattræn hlýnun eigi sér stað og fullyrt að loftslagsvísindi séu lituð af pólískri hlutdrægni. Í grein Hans von Spakovsky, félaga hjá Heritage Foundation, sem birtist árið 2016 var loftslagsbreytingum enn fremur lýst sem „umdeildri og ósannaðri kenningu“.Heritage Foundation er talin áhrifamikil í bandarískum stjórnmálum. Hér sést Donald Trump Bandaríkjaforseti ávarpa samkomu á vegum hugveitunnar í október.Vísir/GettyEdwin J. Faulner, stofnandi Heritage Foundation og fyrrverandi forseti hugveitunnar, skrifaði grein í janúar þar sem hann gerði grín að spám um hlýnun jarðar vegna kuldakasts sem þá greip Bandaríkin og kenningum vísindamanna um að kuldinn gæti verið afleiðing hnattrænnar hlýnunar. Loftslagsafneitun félaga Heritage Foundation hefur einnig birst í skrifum þeirra um norðurslóðamál. Í grein Daniels Kochis, greinanda Evrópumála, frá janúar 2016, um mikilvægi þess að Bandaríkin mótuðu sér stefnu um norðurskautið var ríkisstjórn Baracks Obama, þáverandi forseta, gagnrýnd fyrir að nota norðurskautið sem „pólitískan leikmun“ þar sem hún gæti „predikað um hættur loftslagsbreytinga“. Náttúruverndarsamtökin Grænfriðungar hafa haldið því fram að Heritage Foundation sé einn þeirra hópa sem félög íhaldssömu milljarðamæringanna Charles og David Koch hafa styrkt til þess að ala á ruglingi um loftslagsmál.Samband áhyggjufullra vísindamanna, bandarísk samtök sem tala fyrir vísindalegum lausnum á vandamálum eins og loftslagsbreytingum, segir að Heritage Foundation hafi þegið 4,5 milljónir dollara frá Koch-bræðrunum frá 1997 til 2011. Hugveitan hafi einnig þegið árleg framlög frá olíurisanum ExxonMobile.Hugveiturnar óskuðu eftir fundi með milligöngu sendiráðsins Í skriflegu svari utanríkisráðuneytisins segir að Heritage Foundation og önnur hugveita, Center for Strategic and International Studies (CSIS), hafi óskað eftir að fá að hitta Guðlaug Þór og efna þannig til upplýstrar umræðu um hagsmunamál Íslands. Sendiráð Íslands í Washington-borg hafi lagt til við ráðherrann að hann heimsækti hugveiturnar, meðal annars vegna áhuga þeirra beggja á öryggis- og varnarmálum og ólíkrar pólitískar nálgunar þeirra. Ráðuneytið lýsir Heritage Foundation sem talsvert hægrisinnaðri en CSIS sem hafi bæði tengsl við demókrata og repúblikana. Guðlaugur Þór er sagður hafa lagt áherslu á gildi samvinnu og sjálfbærni í málefnum norðurslóða um leið og hann hafi vakið athygli á formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu á næsta ári. „Hugveitur í Washington D.C. gegna mikilvægu hlutverki varðandi mótun stefnu, aðgengi að ráðamönnum og mönnun í opinberar stöður. Sendiráð Íslands í borginni ræktar samskipti við ýmsar þeirra, þar á meðal Heritage Foundation og CSIS. Þær höfðu báðar óskað eftir að fá að hitta ráðherra og efna þannig til upplýstrar umræðu um hagsmunamál Íslands,“ segir í svari utanríkisráðuneytisins. Ráðherrann hélt formlegra erindi hjá CSIS í dag og þar gerði hann loftslagsbreytingar í samhengi við norðurslóðir meðal annars að umtalsefni. „Losun gróðurhúsalofttegunda er í lágmarki á norðurskautinu en afleiðingar loftslagsbreytinga eru hraðari og sýnilegri þar en á nokkrum öðrum stað á jörðinni. Norðurskautsráðið leikur lykilhlutverk í að styðja við umhverfisvernd á norðurskautinu á grindvelli vísindalegrar samvinnu og rannsókn að teknu tilliti til Parísarsamkomulagsins og sjálfbærnismarkmiðanna [Sameinuðu þjóðanna],“ sagði Guðlaugur Þór sem lagði einnig áherslu á finna þyrfti jafnvægi á milli umhverfisverndar og efnahagslegrar þróunar samfélaga á norðurslóðum.Ekki stuðningsyfirlýsing við stefnu hugveitunnar Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir að Heritage Foundation sé þekkt fyrir falsvísindi og afneitun loftslagsvísinda. Heimsóknin komi á sama tíma og vísindanefnd um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi vari við því að markmið Parísarsamkomulagsins um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda dugi engan veginn til þess að stöðva súrnun sjávar við Ísland. „Þetta er ákaflega vandræðalegt fyrir ríkisstjórnina verð ég að segja,“ segir hann. Sveinn Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir hins vegar að Heritage Foundation hafi góð tengsl við núverandi valdhafa í Bandaríkjunum og hafi áhrif á stefnumótun. Samræður við starfsfólk hennar séu því fróðlegar og gagnlegar og gott tækfiæri til að halda sjónarmiðum Íslands á lofti. „Þótt ráðherra heimsæki hugveitu á borð við Heritage Foundation þá felst ekki í því neins konar stuðningsyfirlýsing við stefnu hennar og áherslur,“ segir Sveinn við Vísi.Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins.Fagnaði með Brexit-harðlínumönnum í haust Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Guðlaugur Þór ávarpar hugveitur á ferðum sínum erlendis. Í september þáði hann boð í fögnuð í breska utanríkisráðuneytinu í tilefni af opnun nýrrar hugveitu sem talaði fyrir svonefndu hörðu Brexit, útgöngu Breta úr Evrópusambandinu án samnings. Viðburðurinn í breska utanríkisráðuneytinu var nokkuð umdeildur þar í landi. Boris Johnson, utanríksráðherra Bretlands, var talinn ógna vopnahléi innan ríkisstjórnar Íhaldsflokksins þar sem deildar meiningar voru um hvernig Bretar ættu að hátta útgöngu sinni úr ESB. Guðlaugur Þór sagði við Vísi að aðeins hafi verið lögð áhersla á frjáls milliríkjaviðskipti á viðburðinum. „Ég er ekki að taka afstöðu í neinum innanflokksdeilum í Íhaldsflokknum, ef menn eru að meta það þannig,“ sagði utanríkisráðherra þá.
Loftslagsmál Norðurslóðir Tengdar fréttir Guðlaugur Þór tók upp málefni Palestínumanna á fundi í Washington Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, lýsti áhyggjum Íslendinga af ástandinu á Gaza ströndinni þegar hann hitti James Mattis varnarmálaráðherra í Washington í gær. Hann segir flutning bandaríska sendiráðsins til Jerúsalem hafa skapað óróa fyrir botni Miðjarðarhafs. 16. maí 2018 12:50 Guðlaugur Þór fundaði með Mattis í Pentagon Á fundinum ræddu ráðherrarnir helstu áherslumál á vettvangi Atlantshafsbandalagsins í aðdraganda leiðtogafundar bandalagsins í sumar, þ.m.t. auknar áherslur á mikilvægi Norður-Atlantshafsins. 15. maí 2018 22:06 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Guðlaugur Þór tók upp málefni Palestínumanna á fundi í Washington Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, lýsti áhyggjum Íslendinga af ástandinu á Gaza ströndinni þegar hann hitti James Mattis varnarmálaráðherra í Washington í gær. Hann segir flutning bandaríska sendiráðsins til Jerúsalem hafa skapað óróa fyrir botni Miðjarðarhafs. 16. maí 2018 12:50
Guðlaugur Þór fundaði með Mattis í Pentagon Á fundinum ræddu ráðherrarnir helstu áherslumál á vettvangi Atlantshafsbandalagsins í aðdraganda leiðtogafundar bandalagsins í sumar, þ.m.t. auknar áherslur á mikilvægi Norður-Atlantshafsins. 15. maí 2018 22:06