„Það eru aðrir sem mega gráta hærra en við“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. maí 2018 18:24 Frá Grundarfirði. vísir/vilhelm Jósef Ó. Kjartansson, oddviti lista sjálfstæðismanna og óháðra í Grundarfirði og bæjarfulltrúi fyrir flokkinn, gagnrýnir sýslumanninn á Vesturlandi harðlega fyrir að koma ekki til móts við íbúa í Grundarfirði og bjóða upp á kosningar utan kjörfundar þar í bæ fyrir sveitastjórnarkosningarnar 26. maí. Jósef furðar sig enn fremur á því af hverju hægt var að bjóða upp á utankjörfundarkosningar fyrir alþingiskosningar í fyrra en ekki nú.Greint var frá því í dag að íbúar á Grundarfirði væru afar ósáttir við þá ákvörðun Sýslumanns Vesturlands að ekki verði hægt að kjósa utan kjörfundar þar í bæ fyrir sveitastjórnarkosningarnar sem haldnar verða 26. maí næstkomandi. Einungis verði boðið upp á þá þjónustu í Snæfellsbæ og í Stykkishólmi. Bæði L-listi Samstöðu og listi sjálfstæðismanna og óháðra í Grundarfirði mótmæltu þessari ákvörðun og hafa jafnvel hvatt íbúa til að senda tölvupóst á embætti sýslumanns og hringja á skrifstofu hans í mótmælaskyni.Jósef Ó. Kjartansson skipar 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Grundarfirði.Mynd/XD GrundarfjörðurJósef Ó. Kjartansson, oddviti lista sjálfstæðismanna og óháðra í Grundarfirði, segir í samtali við Vísi að óánægjan byggist að miklu leyti á áhyggjum af dvínandi kjörsókn. „Það er náttúrulega verið að gera fólki erfiðara fyrir að kjósa með þessu,“ segir Jósef. Jósef segir sýslumanninn á Vesturlandi ábyrgan fyrir því að bjóða upp á kosningu utan kjörfundar. Þau svör fáist jafnframt frá sýslumanni að hann sé ekki skyldugur til að veita þessa þjónustu í Grundarfirði og segir Jósef ástandið þannig samkvæmt lögum og reglum. Það breyti því ekki að íbúar séu langþreyttir á stöðunni, þ.e. að þurfa að keyra dágóðan spöl til að kjósa utan kjörfundar, og margir séu í enn verri stöðu en Grundfirðingar. „Ég veit samt að það eru margir sem þurfa að fara mikið lengra, svo það eru aðrir sem mega gráta hærra en við.“ Hann segist einnig meðvitaður um að bæjarstjórn Grundarfjarðar hefði vissulega átt að beita sér fyrr í málinu en þetta er ekki í fyrsta sinn sem íbúar í Grundarfirði standa í þessari baráttu, til að mynda fyrir alþingiskosningarnar í fyrra. „Svo finnst okkur þetta líka svolítið bjánalegt vegna þess að fyrir seinustu alþingiskosningar þá var þetta fyrst ekki hægt. Þá var skrifað bréf í ráðuneytið og þá var allt í einu hægt að kippa öllu í liðinn, sýslumaðurinn var skikkaður til að opna útibú og ekkert mál, en svo þegar þetta eru „local“ kosningar sem skipta þá sem ráða kannski minna máli, þá ræður sýslumaðurinn þessu sjálfur og málið dautt.“ Ekki náðist í Ólaf Kristófer Ólafsson sýslumann við vinnslu þessarar fréttar. Grundarfjörður Kosningar 2018 Tengdar fréttir Grundfirðingar ósáttir við að fá ekki að kjósa utan kjörfundar Íbúar í Grundarfirði eru ósáttir við þá ákvörðun Sýslumanns Vesturlands að ekki verði hægt að kjósa utan kjörfundar þar í bæ. 15. maí 2018 14:00 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Sjá meira
Jósef Ó. Kjartansson, oddviti lista sjálfstæðismanna og óháðra í Grundarfirði og bæjarfulltrúi fyrir flokkinn, gagnrýnir sýslumanninn á Vesturlandi harðlega fyrir að koma ekki til móts við íbúa í Grundarfirði og bjóða upp á kosningar utan kjörfundar þar í bæ fyrir sveitastjórnarkosningarnar 26. maí. Jósef furðar sig enn fremur á því af hverju hægt var að bjóða upp á utankjörfundarkosningar fyrir alþingiskosningar í fyrra en ekki nú.Greint var frá því í dag að íbúar á Grundarfirði væru afar ósáttir við þá ákvörðun Sýslumanns Vesturlands að ekki verði hægt að kjósa utan kjörfundar þar í bæ fyrir sveitastjórnarkosningarnar sem haldnar verða 26. maí næstkomandi. Einungis verði boðið upp á þá þjónustu í Snæfellsbæ og í Stykkishólmi. Bæði L-listi Samstöðu og listi sjálfstæðismanna og óháðra í Grundarfirði mótmæltu þessari ákvörðun og hafa jafnvel hvatt íbúa til að senda tölvupóst á embætti sýslumanns og hringja á skrifstofu hans í mótmælaskyni.Jósef Ó. Kjartansson skipar 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Grundarfirði.Mynd/XD GrundarfjörðurJósef Ó. Kjartansson, oddviti lista sjálfstæðismanna og óháðra í Grundarfirði, segir í samtali við Vísi að óánægjan byggist að miklu leyti á áhyggjum af dvínandi kjörsókn. „Það er náttúrulega verið að gera fólki erfiðara fyrir að kjósa með þessu,“ segir Jósef. Jósef segir sýslumanninn á Vesturlandi ábyrgan fyrir því að bjóða upp á kosningu utan kjörfundar. Þau svör fáist jafnframt frá sýslumanni að hann sé ekki skyldugur til að veita þessa þjónustu í Grundarfirði og segir Jósef ástandið þannig samkvæmt lögum og reglum. Það breyti því ekki að íbúar séu langþreyttir á stöðunni, þ.e. að þurfa að keyra dágóðan spöl til að kjósa utan kjörfundar, og margir séu í enn verri stöðu en Grundfirðingar. „Ég veit samt að það eru margir sem þurfa að fara mikið lengra, svo það eru aðrir sem mega gráta hærra en við.“ Hann segist einnig meðvitaður um að bæjarstjórn Grundarfjarðar hefði vissulega átt að beita sér fyrr í málinu en þetta er ekki í fyrsta sinn sem íbúar í Grundarfirði standa í þessari baráttu, til að mynda fyrir alþingiskosningarnar í fyrra. „Svo finnst okkur þetta líka svolítið bjánalegt vegna þess að fyrir seinustu alþingiskosningar þá var þetta fyrst ekki hægt. Þá var skrifað bréf í ráðuneytið og þá var allt í einu hægt að kippa öllu í liðinn, sýslumaðurinn var skikkaður til að opna útibú og ekkert mál, en svo þegar þetta eru „local“ kosningar sem skipta þá sem ráða kannski minna máli, þá ræður sýslumaðurinn þessu sjálfur og málið dautt.“ Ekki náðist í Ólaf Kristófer Ólafsson sýslumann við vinnslu þessarar fréttar.
Grundarfjörður Kosningar 2018 Tengdar fréttir Grundfirðingar ósáttir við að fá ekki að kjósa utan kjörfundar Íbúar í Grundarfirði eru ósáttir við þá ákvörðun Sýslumanns Vesturlands að ekki verði hægt að kjósa utan kjörfundar þar í bæ. 15. maí 2018 14:00 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Sjá meira
Grundfirðingar ósáttir við að fá ekki að kjósa utan kjörfundar Íbúar í Grundarfirði eru ósáttir við þá ákvörðun Sýslumanns Vesturlands að ekki verði hægt að kjósa utan kjörfundar þar í bæ. 15. maí 2018 14:00