Innlent

Milljarða bóta­kröfu vísað frá héraðs­dómi

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Dómara þótti málatilbúnaðurinn óskýr.
Dómara þótti málatilbúnaðurinn óskýr. Vísir/Stefán

2,3 milljarða skaðabótakröfu félagsins Lyfjablóms ehf. á hendur Þórði Má Jóhannessyni, Magnúsi Kristinssyni, Sólveigu Pétursdóttur, Helga Friðjóni Arnarssyni og KPMG ehf. var vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.

Félagið Lyfjablóm ehf. hét áður Björn Hallgrímsson ehf. og var í eigu Kristins Björnssonar heitins, fyrrverandi forstjóra Skeljungs, og systkina hans. Félagið er nú í eigu Björns Thorsteinssonar en hann er systursonur Kristins. Sólveigu var stefnt í málinu þar sem hún situr í óskiptu búi eftir eiginmann sinn.

Krafa Lyfjablóms var tilkomin vegna viðskipta sem tengjast fjárfestingafélaginu Gnúpi. Taldi félagið að stefndu, auk Kristins, „hafi beitt skipulegum og alvarlegum blekkingum“ vegna fjárfestinga í félaginu.

Dómari málsins taldi málatilbúnað Lyfjablóms hins vegar svo óskýran að ekki væri annað hægt en að vísa málinu frá dómi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×