Gaf upplýsingar um rússnesku leyniþjónustuna áður en eitrað var fyrir honum Kjartan Kjartansson skrifar 14. maí 2018 15:03 Skrípal er sagður hafa veitt erlendum ríkjum innsýn í störf rússnesku leyniþjónustunnar síðustu árin. Vísir/AFP Rússneski fyrrverandi njósnarinn Sergei Skrípal hafði veitt fulltrúum erlendra ríkisstjórna upplýsingar um rússnesku leyniþjónustuna síðustu árin áður en eitrað var fyrir honum á Bretlandi í mars. Bresk stjórnvöld hafa sakað Rússa um að hafa staðið að baki morðtilræðinu.New York Times greinir frá því að Skrípal hafi ferðast víða eftir að hann kom til Bretlands árið 2010. Hann hafði starfað fyrir rússnesku leyniþjónustuna en var dæmdur fyrir gagnnjósnir í þágu Breta og fangelsaður. Skrípal fékk óvænt að fara til Bretlands í fangaskiptum fyrir átta árum. Á fundum með leyniþjónustumönnum landa eins og Tékklands og Eistlands á Skrípal að hafa veitt upplýsingar um störf rússnesku leyniþjónustunnar. Bandaríska blaðið hefur þetta eftir evrópskum leyniþjónustumönnum. Leiðir blaðið að því líkum að þessir fundir hafi getað gert Skrípal að skotmarki rússneskra stjórnvalda. Skrípal og dóttur hans Júlíu var byrlað taugaeitrið novichok í bænum Salisbury á Bretlandi 4. mars. Bresk stjórnvöld hafa sakað rússnesk stjórnvöld um að hafa staðið að tilræðinu en því hafa Rússar neitað harðlega. Andrew Parker, forstjóri bresku leyniþjónustunnar MI5, sakaði stjórnvöld í Kreml um „grímulausar lygar“ og „glæpsamlegan óþokkaskap“ á fundi með starfsbræðrum sínum í Þýskalandi í dag. Ekki er ljóst hvort að rússneska leyniþjónustan hafi vitað af leynilegum fundum Skrípal með evrópskum leyniþjónustumönnum síðustu árin. Vitað er að Rússar fylgdust með Skrípal-feðginunum. Þeir brutust meðal annars inn í tölvupóst Júlíu árið 2013. Bretland Eistland Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Rússar njósnuðu um Skrípal og prófuðu eitrið á hurðarhúnum Breska leyniþjónustan afléttir leynd af gögnum til að svara mótbárum rússneskra stjórnvalda um taugaeitursárásina í Salisbury. 13. apríl 2018 15:05 Taugaeitrið frá Rússlandi Taugaeitrið sem notað var til þess að eitra fyrir Skripal-fegðininum í Bretlandi kemur upprunalega frá Rússlandi að mati Efnavopnastofnunarinnar OPCW 12. apríl 2018 11:46 Enn enginn grunaður vegna taugaeitursárásar Enn liggur enginn undir grun vegna taugaeitursárásar sem gerð var í Salisbury í Bretlandi þann 4. mars síðastliðinn. 1. maí 2018 16:20 Rússar hafna niðurstöðunum alfarið Stofnunin um bann við efnavopnum staðfesti að Novichok-taugaeitri hefði verið beitt gegn Sergei og Júlíu Skrípal. Bretar segja nú deginum ljósara að rússnesk yfirvöld hafi beitt efnavopni í Salisbury. Rússar hafna niðurstöðum rannsóknar alfarið. 13. apríl 2018 08:00 Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Sjá meira
Rússneski fyrrverandi njósnarinn Sergei Skrípal hafði veitt fulltrúum erlendra ríkisstjórna upplýsingar um rússnesku leyniþjónustuna síðustu árin áður en eitrað var fyrir honum á Bretlandi í mars. Bresk stjórnvöld hafa sakað Rússa um að hafa staðið að baki morðtilræðinu.New York Times greinir frá því að Skrípal hafi ferðast víða eftir að hann kom til Bretlands árið 2010. Hann hafði starfað fyrir rússnesku leyniþjónustuna en var dæmdur fyrir gagnnjósnir í þágu Breta og fangelsaður. Skrípal fékk óvænt að fara til Bretlands í fangaskiptum fyrir átta árum. Á fundum með leyniþjónustumönnum landa eins og Tékklands og Eistlands á Skrípal að hafa veitt upplýsingar um störf rússnesku leyniþjónustunnar. Bandaríska blaðið hefur þetta eftir evrópskum leyniþjónustumönnum. Leiðir blaðið að því líkum að þessir fundir hafi getað gert Skrípal að skotmarki rússneskra stjórnvalda. Skrípal og dóttur hans Júlíu var byrlað taugaeitrið novichok í bænum Salisbury á Bretlandi 4. mars. Bresk stjórnvöld hafa sakað rússnesk stjórnvöld um að hafa staðið að tilræðinu en því hafa Rússar neitað harðlega. Andrew Parker, forstjóri bresku leyniþjónustunnar MI5, sakaði stjórnvöld í Kreml um „grímulausar lygar“ og „glæpsamlegan óþokkaskap“ á fundi með starfsbræðrum sínum í Þýskalandi í dag. Ekki er ljóst hvort að rússneska leyniþjónustan hafi vitað af leynilegum fundum Skrípal með evrópskum leyniþjónustumönnum síðustu árin. Vitað er að Rússar fylgdust með Skrípal-feðginunum. Þeir brutust meðal annars inn í tölvupóst Júlíu árið 2013.
Bretland Eistland Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Rússar njósnuðu um Skrípal og prófuðu eitrið á hurðarhúnum Breska leyniþjónustan afléttir leynd af gögnum til að svara mótbárum rússneskra stjórnvalda um taugaeitursárásina í Salisbury. 13. apríl 2018 15:05 Taugaeitrið frá Rússlandi Taugaeitrið sem notað var til þess að eitra fyrir Skripal-fegðininum í Bretlandi kemur upprunalega frá Rússlandi að mati Efnavopnastofnunarinnar OPCW 12. apríl 2018 11:46 Enn enginn grunaður vegna taugaeitursárásar Enn liggur enginn undir grun vegna taugaeitursárásar sem gerð var í Salisbury í Bretlandi þann 4. mars síðastliðinn. 1. maí 2018 16:20 Rússar hafna niðurstöðunum alfarið Stofnunin um bann við efnavopnum staðfesti að Novichok-taugaeitri hefði verið beitt gegn Sergei og Júlíu Skrípal. Bretar segja nú deginum ljósara að rússnesk yfirvöld hafi beitt efnavopni í Salisbury. Rússar hafna niðurstöðum rannsóknar alfarið. 13. apríl 2018 08:00 Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Sjá meira
Rússar njósnuðu um Skrípal og prófuðu eitrið á hurðarhúnum Breska leyniþjónustan afléttir leynd af gögnum til að svara mótbárum rússneskra stjórnvalda um taugaeitursárásina í Salisbury. 13. apríl 2018 15:05
Taugaeitrið frá Rússlandi Taugaeitrið sem notað var til þess að eitra fyrir Skripal-fegðininum í Bretlandi kemur upprunalega frá Rússlandi að mati Efnavopnastofnunarinnar OPCW 12. apríl 2018 11:46
Enn enginn grunaður vegna taugaeitursárásar Enn liggur enginn undir grun vegna taugaeitursárásar sem gerð var í Salisbury í Bretlandi þann 4. mars síðastliðinn. 1. maí 2018 16:20
Rússar hafna niðurstöðunum alfarið Stofnunin um bann við efnavopnum staðfesti að Novichok-taugaeitri hefði verið beitt gegn Sergei og Júlíu Skrípal. Bretar segja nú deginum ljósara að rússnesk yfirvöld hafi beitt efnavopni í Salisbury. Rússar hafna niðurstöðum rannsóknar alfarið. 13. apríl 2018 08:00