Gaf upplýsingar um rússnesku leyniþjónustuna áður en eitrað var fyrir honum Kjartan Kjartansson skrifar 14. maí 2018 15:03 Skrípal er sagður hafa veitt erlendum ríkjum innsýn í störf rússnesku leyniþjónustunnar síðustu árin. Vísir/AFP Rússneski fyrrverandi njósnarinn Sergei Skrípal hafði veitt fulltrúum erlendra ríkisstjórna upplýsingar um rússnesku leyniþjónustuna síðustu árin áður en eitrað var fyrir honum á Bretlandi í mars. Bresk stjórnvöld hafa sakað Rússa um að hafa staðið að baki morðtilræðinu.New York Times greinir frá því að Skrípal hafi ferðast víða eftir að hann kom til Bretlands árið 2010. Hann hafði starfað fyrir rússnesku leyniþjónustuna en var dæmdur fyrir gagnnjósnir í þágu Breta og fangelsaður. Skrípal fékk óvænt að fara til Bretlands í fangaskiptum fyrir átta árum. Á fundum með leyniþjónustumönnum landa eins og Tékklands og Eistlands á Skrípal að hafa veitt upplýsingar um störf rússnesku leyniþjónustunnar. Bandaríska blaðið hefur þetta eftir evrópskum leyniþjónustumönnum. Leiðir blaðið að því líkum að þessir fundir hafi getað gert Skrípal að skotmarki rússneskra stjórnvalda. Skrípal og dóttur hans Júlíu var byrlað taugaeitrið novichok í bænum Salisbury á Bretlandi 4. mars. Bresk stjórnvöld hafa sakað rússnesk stjórnvöld um að hafa staðið að tilræðinu en því hafa Rússar neitað harðlega. Andrew Parker, forstjóri bresku leyniþjónustunnar MI5, sakaði stjórnvöld í Kreml um „grímulausar lygar“ og „glæpsamlegan óþokkaskap“ á fundi með starfsbræðrum sínum í Þýskalandi í dag. Ekki er ljóst hvort að rússneska leyniþjónustan hafi vitað af leynilegum fundum Skrípal með evrópskum leyniþjónustumönnum síðustu árin. Vitað er að Rússar fylgdust með Skrípal-feðginunum. Þeir brutust meðal annars inn í tölvupóst Júlíu árið 2013. Bretland Eistland Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Rússar njósnuðu um Skrípal og prófuðu eitrið á hurðarhúnum Breska leyniþjónustan afléttir leynd af gögnum til að svara mótbárum rússneskra stjórnvalda um taugaeitursárásina í Salisbury. 13. apríl 2018 15:05 Taugaeitrið frá Rússlandi Taugaeitrið sem notað var til þess að eitra fyrir Skripal-fegðininum í Bretlandi kemur upprunalega frá Rússlandi að mati Efnavopnastofnunarinnar OPCW 12. apríl 2018 11:46 Enn enginn grunaður vegna taugaeitursárásar Enn liggur enginn undir grun vegna taugaeitursárásar sem gerð var í Salisbury í Bretlandi þann 4. mars síðastliðinn. 1. maí 2018 16:20 Rússar hafna niðurstöðunum alfarið Stofnunin um bann við efnavopnum staðfesti að Novichok-taugaeitri hefði verið beitt gegn Sergei og Júlíu Skrípal. Bretar segja nú deginum ljósara að rússnesk yfirvöld hafi beitt efnavopni í Salisbury. Rússar hafna niðurstöðum rannsóknar alfarið. 13. apríl 2018 08:00 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira
Rússneski fyrrverandi njósnarinn Sergei Skrípal hafði veitt fulltrúum erlendra ríkisstjórna upplýsingar um rússnesku leyniþjónustuna síðustu árin áður en eitrað var fyrir honum á Bretlandi í mars. Bresk stjórnvöld hafa sakað Rússa um að hafa staðið að baki morðtilræðinu.New York Times greinir frá því að Skrípal hafi ferðast víða eftir að hann kom til Bretlands árið 2010. Hann hafði starfað fyrir rússnesku leyniþjónustuna en var dæmdur fyrir gagnnjósnir í þágu Breta og fangelsaður. Skrípal fékk óvænt að fara til Bretlands í fangaskiptum fyrir átta árum. Á fundum með leyniþjónustumönnum landa eins og Tékklands og Eistlands á Skrípal að hafa veitt upplýsingar um störf rússnesku leyniþjónustunnar. Bandaríska blaðið hefur þetta eftir evrópskum leyniþjónustumönnum. Leiðir blaðið að því líkum að þessir fundir hafi getað gert Skrípal að skotmarki rússneskra stjórnvalda. Skrípal og dóttur hans Júlíu var byrlað taugaeitrið novichok í bænum Salisbury á Bretlandi 4. mars. Bresk stjórnvöld hafa sakað rússnesk stjórnvöld um að hafa staðið að tilræðinu en því hafa Rússar neitað harðlega. Andrew Parker, forstjóri bresku leyniþjónustunnar MI5, sakaði stjórnvöld í Kreml um „grímulausar lygar“ og „glæpsamlegan óþokkaskap“ á fundi með starfsbræðrum sínum í Þýskalandi í dag. Ekki er ljóst hvort að rússneska leyniþjónustan hafi vitað af leynilegum fundum Skrípal með evrópskum leyniþjónustumönnum síðustu árin. Vitað er að Rússar fylgdust með Skrípal-feðginunum. Þeir brutust meðal annars inn í tölvupóst Júlíu árið 2013.
Bretland Eistland Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Rússar njósnuðu um Skrípal og prófuðu eitrið á hurðarhúnum Breska leyniþjónustan afléttir leynd af gögnum til að svara mótbárum rússneskra stjórnvalda um taugaeitursárásina í Salisbury. 13. apríl 2018 15:05 Taugaeitrið frá Rússlandi Taugaeitrið sem notað var til þess að eitra fyrir Skripal-fegðininum í Bretlandi kemur upprunalega frá Rússlandi að mati Efnavopnastofnunarinnar OPCW 12. apríl 2018 11:46 Enn enginn grunaður vegna taugaeitursárásar Enn liggur enginn undir grun vegna taugaeitursárásar sem gerð var í Salisbury í Bretlandi þann 4. mars síðastliðinn. 1. maí 2018 16:20 Rússar hafna niðurstöðunum alfarið Stofnunin um bann við efnavopnum staðfesti að Novichok-taugaeitri hefði verið beitt gegn Sergei og Júlíu Skrípal. Bretar segja nú deginum ljósara að rússnesk yfirvöld hafi beitt efnavopni í Salisbury. Rússar hafna niðurstöðum rannsóknar alfarið. 13. apríl 2018 08:00 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira
Rússar njósnuðu um Skrípal og prófuðu eitrið á hurðarhúnum Breska leyniþjónustan afléttir leynd af gögnum til að svara mótbárum rússneskra stjórnvalda um taugaeitursárásina í Salisbury. 13. apríl 2018 15:05
Taugaeitrið frá Rússlandi Taugaeitrið sem notað var til þess að eitra fyrir Skripal-fegðininum í Bretlandi kemur upprunalega frá Rússlandi að mati Efnavopnastofnunarinnar OPCW 12. apríl 2018 11:46
Enn enginn grunaður vegna taugaeitursárásar Enn liggur enginn undir grun vegna taugaeitursárásar sem gerð var í Salisbury í Bretlandi þann 4. mars síðastliðinn. 1. maí 2018 16:20
Rússar hafna niðurstöðunum alfarið Stofnunin um bann við efnavopnum staðfesti að Novichok-taugaeitri hefði verið beitt gegn Sergei og Júlíu Skrípal. Bretar segja nú deginum ljósara að rússnesk yfirvöld hafi beitt efnavopni í Salisbury. Rússar hafna niðurstöðum rannsóknar alfarið. 13. apríl 2018 08:00