31 dagur í HM: Skúrkurinn sem varð að hetju í ótrúlegum seinni hálfleik Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 14. maí 2018 11:00 Thuram var hylltur í lok leiks gegn Króötum á Stade de France. vísir/getty Flestir fótboltamenn hafa lent í því á ferlinum að sinna ekki varnarvinnunni nógu vel eða gera mistök sem leiða til þess að andstæðingurinn skori. Oftast eru stuðningsmennirnir fúlir í smá stund eftir á, kannski nokkra daga, en það svo gleymist og lífið heldur áfram. Það er annað þegar mistökin gerast á stærsta sviðinu. Lilian Thuram er leikjahæsti leikmaður í sögu franska landsliðsins. Hann er einn af þeim sem reis upp úr fátækt og náði að upplifa sína stærstu drauma, fór frá því að spila fótbolta á götum Fontainebleau-hverfisins í París í lokakeppni HM með franska landsliðinu. Af öllum 142 landsleikjunum sem Thuram hefur spilað stendur undanúrslitaleikurinn árið 1998 líklega hvað hæst í minnum hans. Frakkar voru á heimavelli og þrátt fyrir stjörnur eins og Zinedine Zidane og Thierry Henry voru Frakkar aðeins í 25. sæti heimslistans fyrir mótið og höfðu ekki komist í síðustu tvær lokakeppnir. Eftir að hafa farið í gegnum riðlakeppnina með fullt hús stiga reyndist útsláttarkeppninn þeim erfiðara fyrir. Laurent Blanc skoraði sigurmark í framlengingu í 16-liða úrslitum gegn Paragvæ og þurfti vítaspyrnukeppni til þess að sigra Ítala í 8-liða úrslitunum.Mistök Thuram voru hrikaleg og ferill hans hefði líklega tekið aðra stefnu hefði hann ekki náð að svara fyrir sig í þessum leikskjáskot/fifa tvÞá var komið að undanúrslitunum. Þar mættu þeir Króötum á þjóðarleikvangnum Stade de France, liði sem fór auðveldlega í gegnum Þjóðverja í 8-liða úrslitunum. Eftir nokkuð atvikalausan fyrri hálfleik var komið að Thuram að stíga fram á sjónarsviðið. Hann byrjaði seinni hálfleikinn eins illa og hægt var, gaf Króötum mark á silfurfati. Það eina sem hann hefði getað gert verr væri ef hann hefði skorað markið sjálfur og gert sjálfsmark. Í hárri pressu Frakka var Thuram ekki með á nótunum og spilaði Davor Suker réttstæðan þrátt fyrir að Suker, sem er formaður Knattspyrnusambands Króatíu í dag, væri langt fyrir innan sína næstu varnarmenn. Hann fékk því nóg pláss til þess að skora fyrsta mark leiksins. Frakkar voru svo nálægt draumnum, að vinna HM á heimavelli, en Thuram virtist hafa eyðilagt hann. Hinn þá 26 ára Thuram ætlaði sér þó ekki að vera skúrkurinn sem fór með HM drauminn. Aðeins mínútu seinna vann hann boltann við eiginn teig og byrjaði ótrúlegan sprett upp völlinn. Með einföldu, en markvissu, þríhyrningsspili við Bixente Lizarazu var Thuram kominn í kjörstöðu til þess að hamra boltann í netið. Ótrúlegar tvær mínútur og staðan aftur jöfn. Það var eins og einhver hærri máttarvöld hefðu skrifað handrit þessa leiks því hver annar en Lilian Thuram skoraði sigurmarkið fyrir Frakka á 69. mínútu, þeir voru á leiðinni í úrslitaleikinn á HM í sínu eigin landi. Frakkar urðu svo heimsmeistarar með 3-0 sigri á Brasilíu en það er aldrei að vita hvernig sagan hefði orðið hefði Thuram ekki gefið þetta mark sem án efa kveikti í honum að gera betur og sanna sig.Frakkar lyftu sínum fyrsta og eina titli fyrir 20 árumvísir/getty„Ég vissi ekki hver ég var eða hvar ég var, það var eins og ég væri í leiðslu,“ sagði Thuram seinna meir þegar hann var beðinn um að lýsa tilfinningum sínum eftir að seinna markið lá í netinu. „Þegar ég stóð á vellinum eftir úrslitaleikinn trúði ég þessu ekki. Ég, heimsmeistari? Fæddur á Guadeloupe, fátækur krakki frá París, heimsmeistar? Nei, enn þann dag í dag trúi ég þassu ekki.“ Titillinn 1998 er sá eini sem Frakkar eiga í sínum verðlaunaskáp. Þeir hefja leitina að næsta heimsmeistaratitli 16. júní, sama dag og við Íslendingar hefjum leik, gegn Ástralíu í Kazan.Vísir telur niður fyrir HM í knattspyrnu sem hefst í Rússlandi þann 14. júní. Íþróttafréttamenn Vísis munu fylgja íslenska landsliðinu eftir hvert fótmál ytra. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 36 dagar í HM: Lehmann notaði svindlmiða og bókstaflega las Argentínumenn Jens Lehmann var hetjan í vítaspyrnukeppni á móti Argentínu á HM í Þýskalandi árið 2006. 9. maí 2018 12:00 38 dagar í HM: Þegar Pelé kynnti sig fyrir heimsbygðinni Brasilíumaðurinn Pelé mætti á sitt fyrsta HM í Svíþjóð árið 1958 og það með látum. 7. maí 2018 12:00 34 dagar í HM: Strákurinn úr Grafarvogi sem þjófstartaði HM-draumi Íslendinga Aron Jóhannsson spilaði fyrstur Íslendinga á heimsmeistaramótinu í fótbolta. 11. maí 2018 11:30 37 dagar í HM: Var eitrað fyrir Ronaldo á HM 1998? Samsæriskenningarnar í kringum úrslitaleik Frakklands og Brasilíu á HM 1998 eru lyginni líkastar. Málið var svo stórt í Brasilíu að þingið stóð fyrir sinni eigin rannsókn á úrslitaleiknum. 8. maí 2018 13:00 Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Flestir fótboltamenn hafa lent í því á ferlinum að sinna ekki varnarvinnunni nógu vel eða gera mistök sem leiða til þess að andstæðingurinn skori. Oftast eru stuðningsmennirnir fúlir í smá stund eftir á, kannski nokkra daga, en það svo gleymist og lífið heldur áfram. Það er annað þegar mistökin gerast á stærsta sviðinu. Lilian Thuram er leikjahæsti leikmaður í sögu franska landsliðsins. Hann er einn af þeim sem reis upp úr fátækt og náði að upplifa sína stærstu drauma, fór frá því að spila fótbolta á götum Fontainebleau-hverfisins í París í lokakeppni HM með franska landsliðinu. Af öllum 142 landsleikjunum sem Thuram hefur spilað stendur undanúrslitaleikurinn árið 1998 líklega hvað hæst í minnum hans. Frakkar voru á heimavelli og þrátt fyrir stjörnur eins og Zinedine Zidane og Thierry Henry voru Frakkar aðeins í 25. sæti heimslistans fyrir mótið og höfðu ekki komist í síðustu tvær lokakeppnir. Eftir að hafa farið í gegnum riðlakeppnina með fullt hús stiga reyndist útsláttarkeppninn þeim erfiðara fyrir. Laurent Blanc skoraði sigurmark í framlengingu í 16-liða úrslitum gegn Paragvæ og þurfti vítaspyrnukeppni til þess að sigra Ítala í 8-liða úrslitunum.Mistök Thuram voru hrikaleg og ferill hans hefði líklega tekið aðra stefnu hefði hann ekki náð að svara fyrir sig í þessum leikskjáskot/fifa tvÞá var komið að undanúrslitunum. Þar mættu þeir Króötum á þjóðarleikvangnum Stade de France, liði sem fór auðveldlega í gegnum Þjóðverja í 8-liða úrslitunum. Eftir nokkuð atvikalausan fyrri hálfleik var komið að Thuram að stíga fram á sjónarsviðið. Hann byrjaði seinni hálfleikinn eins illa og hægt var, gaf Króötum mark á silfurfati. Það eina sem hann hefði getað gert verr væri ef hann hefði skorað markið sjálfur og gert sjálfsmark. Í hárri pressu Frakka var Thuram ekki með á nótunum og spilaði Davor Suker réttstæðan þrátt fyrir að Suker, sem er formaður Knattspyrnusambands Króatíu í dag, væri langt fyrir innan sína næstu varnarmenn. Hann fékk því nóg pláss til þess að skora fyrsta mark leiksins. Frakkar voru svo nálægt draumnum, að vinna HM á heimavelli, en Thuram virtist hafa eyðilagt hann. Hinn þá 26 ára Thuram ætlaði sér þó ekki að vera skúrkurinn sem fór með HM drauminn. Aðeins mínútu seinna vann hann boltann við eiginn teig og byrjaði ótrúlegan sprett upp völlinn. Með einföldu, en markvissu, þríhyrningsspili við Bixente Lizarazu var Thuram kominn í kjörstöðu til þess að hamra boltann í netið. Ótrúlegar tvær mínútur og staðan aftur jöfn. Það var eins og einhver hærri máttarvöld hefðu skrifað handrit þessa leiks því hver annar en Lilian Thuram skoraði sigurmarkið fyrir Frakka á 69. mínútu, þeir voru á leiðinni í úrslitaleikinn á HM í sínu eigin landi. Frakkar urðu svo heimsmeistarar með 3-0 sigri á Brasilíu en það er aldrei að vita hvernig sagan hefði orðið hefði Thuram ekki gefið þetta mark sem án efa kveikti í honum að gera betur og sanna sig.Frakkar lyftu sínum fyrsta og eina titli fyrir 20 árumvísir/getty„Ég vissi ekki hver ég var eða hvar ég var, það var eins og ég væri í leiðslu,“ sagði Thuram seinna meir þegar hann var beðinn um að lýsa tilfinningum sínum eftir að seinna markið lá í netinu. „Þegar ég stóð á vellinum eftir úrslitaleikinn trúði ég þessu ekki. Ég, heimsmeistari? Fæddur á Guadeloupe, fátækur krakki frá París, heimsmeistar? Nei, enn þann dag í dag trúi ég þassu ekki.“ Titillinn 1998 er sá eini sem Frakkar eiga í sínum verðlaunaskáp. Þeir hefja leitina að næsta heimsmeistaratitli 16. júní, sama dag og við Íslendingar hefjum leik, gegn Ástralíu í Kazan.Vísir telur niður fyrir HM í knattspyrnu sem hefst í Rússlandi þann 14. júní. Íþróttafréttamenn Vísis munu fylgja íslenska landsliðinu eftir hvert fótmál ytra.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 36 dagar í HM: Lehmann notaði svindlmiða og bókstaflega las Argentínumenn Jens Lehmann var hetjan í vítaspyrnukeppni á móti Argentínu á HM í Þýskalandi árið 2006. 9. maí 2018 12:00 38 dagar í HM: Þegar Pelé kynnti sig fyrir heimsbygðinni Brasilíumaðurinn Pelé mætti á sitt fyrsta HM í Svíþjóð árið 1958 og það með látum. 7. maí 2018 12:00 34 dagar í HM: Strákurinn úr Grafarvogi sem þjófstartaði HM-draumi Íslendinga Aron Jóhannsson spilaði fyrstur Íslendinga á heimsmeistaramótinu í fótbolta. 11. maí 2018 11:30 37 dagar í HM: Var eitrað fyrir Ronaldo á HM 1998? Samsæriskenningarnar í kringum úrslitaleik Frakklands og Brasilíu á HM 1998 eru lyginni líkastar. Málið var svo stórt í Brasilíu að þingið stóð fyrir sinni eigin rannsókn á úrslitaleiknum. 8. maí 2018 13:00 Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
36 dagar í HM: Lehmann notaði svindlmiða og bókstaflega las Argentínumenn Jens Lehmann var hetjan í vítaspyrnukeppni á móti Argentínu á HM í Þýskalandi árið 2006. 9. maí 2018 12:00
38 dagar í HM: Þegar Pelé kynnti sig fyrir heimsbygðinni Brasilíumaðurinn Pelé mætti á sitt fyrsta HM í Svíþjóð árið 1958 og það með látum. 7. maí 2018 12:00
34 dagar í HM: Strákurinn úr Grafarvogi sem þjófstartaði HM-draumi Íslendinga Aron Jóhannsson spilaði fyrstur Íslendinga á heimsmeistaramótinu í fótbolta. 11. maí 2018 11:30
37 dagar í HM: Var eitrað fyrir Ronaldo á HM 1998? Samsæriskenningarnar í kringum úrslitaleik Frakklands og Brasilíu á HM 1998 eru lyginni líkastar. Málið var svo stórt í Brasilíu að þingið stóð fyrir sinni eigin rannsókn á úrslitaleiknum. 8. maí 2018 13:00