Rifust um Borgarlínu: „Það er algjörlega galið að tala svona Sigmundur!“ Þórdís Valsdóttir skrifar 12. maí 2018 13:46 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson voru gestir Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Vísir/Skjáskot Tekist var á um borgarmálin í Víglínunni á Stöð 2 í dag og þar á meðal um Borgarlínuna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að með henni yrði óhemju miklum peningum eytt í að reyna að leysa vandamál með aðferð sem gerir vandamálið verra. „Menn eru ekki á móti Borgarlínu bara til að vera á móti henni. Þeir eru á móti henni því hún er galin í framkvæmd. Við þurfum að skoða staðreyndirnar, þetta gengur ekki upp. Það gengur ekki upp að leysa umferðarteppu í Reykjavík með því að þrengja að umferðinni,“ segir Sigmundur og í miðri setningu greip Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar fram í fyrir Sigmundi og sagði að það væri „algjörlega galið að tala svona Sigmundur, það er ekki rétt!“. Sigmundur segir að hann hafi kynnt sér öll gögn er varða Borgarlínuna og að það muni ekki leysa rekstrarvanda almenningssamgangna í Reykjavík að reka tvöfalt kerfi. „Það gengur reyndar ekki heldur fyrir borgarstjórann í Reykjavík að vera sífellt að koma með reyksprengjur inn í kosningabaráttuna, lofa einhverju stóru sem hann ætlar annað hvort ekki að framkvæma eða einhverju sem hann ætlar ríkinu að framkvæma. Gleymum því ekki að Borgarlínan er ríkisframkvæmd“. Sigmundur er þeirrar skoðunar að stjórnmálin í sveitarstjórnum hafi þróast á ólýðræðislegan hátt og að þau séu „einhvers konar ímyndarvinna“. „Hér í Reykjavík höfum við haft borgarstjóra núna all lengi sem hafa verið einhvers konar viðburðarstjórar sem hafa haldið einhverjar uppákomur til að fá tækifæri til að láta taka mynd af sér með fólki, en látið bara kerfið um að stjórna,“ segir Sigmundur og bætir við að borgin hafi vanrækt ýmis grundvallarhlutverk sín líkt og að halda borginni hreinni.Hrædd við myndun meirihluta í borginniSigmundur Davíð segir að ef niðurstöður borgarstjórnarkosninganna verði á þann veg að Miðflokkurinn eigi möguleika á að mynda meirihluta með öðrum flokki muni hans flokkur fyrst og fremst líta til þess hvar hann muni ná fram sínum stefnumálum. Þá segir hann að hann voni „að fulltrúar Viðreisnar muni ekki bara renna inn í núverandi meirihluta án þess að það verði nein breyting þar á“ og beindi svo sjónum sínum að Þorgerði og spurði hana hvort ekki væri hægt að treysta því. „Ég hef miklu meiri áhyggjur af þér og Sjálfstæðisflokknum, þessum últra-hægri flokkum sem hafa verið að mótast hérna,“ svaraði Þorgerður og bætti við að hún teldi víst að bæði Miðflokkurinn og Viðreisn muni fara í borgarstjórn með það að markmiði að breyta hlutunum en ekki einungis til að mynda borgarstjórn. Kosningar 2018 Víglínan Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Snarpur skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Sjá meira
Tekist var á um borgarmálin í Víglínunni á Stöð 2 í dag og þar á meðal um Borgarlínuna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að með henni yrði óhemju miklum peningum eytt í að reyna að leysa vandamál með aðferð sem gerir vandamálið verra. „Menn eru ekki á móti Borgarlínu bara til að vera á móti henni. Þeir eru á móti henni því hún er galin í framkvæmd. Við þurfum að skoða staðreyndirnar, þetta gengur ekki upp. Það gengur ekki upp að leysa umferðarteppu í Reykjavík með því að þrengja að umferðinni,“ segir Sigmundur og í miðri setningu greip Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar fram í fyrir Sigmundi og sagði að það væri „algjörlega galið að tala svona Sigmundur, það er ekki rétt!“. Sigmundur segir að hann hafi kynnt sér öll gögn er varða Borgarlínuna og að það muni ekki leysa rekstrarvanda almenningssamgangna í Reykjavík að reka tvöfalt kerfi. „Það gengur reyndar ekki heldur fyrir borgarstjórann í Reykjavík að vera sífellt að koma með reyksprengjur inn í kosningabaráttuna, lofa einhverju stóru sem hann ætlar annað hvort ekki að framkvæma eða einhverju sem hann ætlar ríkinu að framkvæma. Gleymum því ekki að Borgarlínan er ríkisframkvæmd“. Sigmundur er þeirrar skoðunar að stjórnmálin í sveitarstjórnum hafi þróast á ólýðræðislegan hátt og að þau séu „einhvers konar ímyndarvinna“. „Hér í Reykjavík höfum við haft borgarstjóra núna all lengi sem hafa verið einhvers konar viðburðarstjórar sem hafa haldið einhverjar uppákomur til að fá tækifæri til að láta taka mynd af sér með fólki, en látið bara kerfið um að stjórna,“ segir Sigmundur og bætir við að borgin hafi vanrækt ýmis grundvallarhlutverk sín líkt og að halda borginni hreinni.Hrædd við myndun meirihluta í borginniSigmundur Davíð segir að ef niðurstöður borgarstjórnarkosninganna verði á þann veg að Miðflokkurinn eigi möguleika á að mynda meirihluta með öðrum flokki muni hans flokkur fyrst og fremst líta til þess hvar hann muni ná fram sínum stefnumálum. Þá segir hann að hann voni „að fulltrúar Viðreisnar muni ekki bara renna inn í núverandi meirihluta án þess að það verði nein breyting þar á“ og beindi svo sjónum sínum að Þorgerði og spurði hana hvort ekki væri hægt að treysta því. „Ég hef miklu meiri áhyggjur af þér og Sjálfstæðisflokknum, þessum últra-hægri flokkum sem hafa verið að mótast hérna,“ svaraði Þorgerður og bætti við að hún teldi víst að bæði Miðflokkurinn og Viðreisn muni fara í borgarstjórn með það að markmiði að breyta hlutunum en ekki einungis til að mynda borgarstjórn.
Kosningar 2018 Víglínan Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Snarpur skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Sjá meira