Birtir lista yfir þá sem fluttu lögheimili sitt í Árneshrepp Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. maí 2018 22:12 Djúpavík tilheyrir Árneshreppi, fámennasta sveitarfélagi landsins. visir/stefán Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður og Vestfirðingur, birtir á heimasíðu sinni í kvöld lista yfir fólk sem hann segir að hafi flutt lögheimili sitt í Árneshrepp á Ströndum dagana fyrir 5. maí síðastliðinn. Þó nokkuð hefur verið fjallað um málið í dag þar sem Þjóðskrá hefur nú ákveðið að skoða lögheimilisflutninga sautján einstaklinga í kringum síðustu mánaðamót en Árneshreppur er fámennasta sveitarfélag landsins. Fjölgun íbúa nemur því 38 prósentum. Kristinn segir á vef sínum að miðað við íbúaskrá Árneshrepps virðast nýir íbúar í hreppnum vera átján talsins en ekki sautján. Íbúaskráin virðist ekki aðgengileg á vefnum hjá neinum opinberum aðila með þeim hætti sem Kristinn birtir nöfn íbúanna en við þau stendur úr hvaða sveitarfélagi viðkomandi flutti lögheimili sitt. Listann sem Kristinn birti í kvöld má sjá neðst í fréttinni. Sagðar málamyndaskráningar Blaðamaður fletti upp þeim nöfnum í þjóðskrá sem Kristinn birtir og það passar að viðkomandi einstaklingar eru skráðir með lögheimili í Árneshreppi. Hins vegar er ekki hægt að sjá hvenær einstaklingur flutti lögheimili sitt en Hrafn Jökulsson, einn af þeim sem eru á listanum, staðfesti í samtali við Vísi að hann hefði nýlega flutt lögheimili sitt í hreppinn. „Ég tók ákvörðun um það fyrir löngu að fara á mínar gömlu slóðir fyrir norðan, hef búið þarna og haft tengsl við þessa sveit í 40 ár. Það er bara óháð og ég er eins og margir ungir menn að gefast upp á húsnæðisskorti í Reykjavík þannig að það er gott að flytja sig um set í sveitina. Annars skipti ég mér ekkert af þessum hvelli sem hefur orðið enda hef ég satt að segja ekki haft tíma til þess að kynna mér fréttir af þessu enda snýst allt um skákina núna hjá okkur,“ segir Hrafn en hann er forseti Hróksins sem nú stendur fyrir skákmaraþoni til styrktar börnum í Jemen. Í minnisblaði sem lögmannsstofan Sókn vann vegna lögheimilisskráninganna fyrir Árneshrepp eru þær sagðar bera með sér að vera „málamyndaskráningar“ vegna komandi sveitarstjórnarkosninga. Mikil átök hafa verið í hreppnum undanfarin misseri vegna fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar og er það stærsta kosningamálið. Samkvæmt lögum um kosningar til sveitarstjórna getur það varðað sektum að gefa villandi upplýsingar um meðal annars ef maður telur sig til málamynda eiga lögheimili í sveitarfélagi. Er það verkefni lögreglunnar að rannsaka slík mál ef þau koma upp. Í samtali við mbl.is í kvöld sagði Ástríður Jóhannesdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs Þjóðskrár Íslands, að til að eiga lögheimili á tilteknum stað þarf fólk, samkvæmt lögheimilislögum, að eiga þar fasta búsetu.Listinn sem Kristinn H. Gunnarsson birti fyrr í kvöld:Drangar:Brynhildur Sæmundsdóttir f. 1928 ReykjavíkSnorri Páll Jónsson ReykjavíkÁsgeir Örn Arnarson ReykjavíkÓlína Margrét Ásgeirsdóttir Hvammi, HelluSighvatur Lárusson Hvammi, HelluKristín Ómarsdóttir ReykjavíkÓskar Kristinsson AkranesFríða Ingimarsdóttir AkranesKristján E. Karlsson ReykjavíkBryndís Hrönn Ragnarsdóttir ReykjavíkGunnhildur Hauksdóttir Reykjavík Seljanes:Lára Valgerður Ingólfsdóttir ReykjavíkJón Leifur Óskarsson f. 1937 ReykjavíkBirkir Jónsson Reykjavík Kaupfélagshús:Hrafn Jökulsson ReykjavíkÞórhildur Hrafnsdóttir ReykjavíkRóshildur Arna Ólafsdóttir AkureyriHelga Österby Þórðardóttir Árneshreppur Tengdar fréttir Lögheimilisskráningar á Ströndum taldar tilraun til kosningasvindls Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá Árneshrepps á Ströndum tengist átökum um Hvalárvirkjun. Málið gæti endað sem lögreglumál, sem tilraun til kosningasvindls. 11. maí 2018 21:15 Íbúum fjölgað um 39 prósent í aðdraganda kosninganna "Málamyndaskráningar,“ segir í minnisblaði Árneshrepps, en íbúum fjölgaði um 39 prósent á tveimur vikum. Stærsta kosningamálið er Hvalárvirkjun. 11. maí 2018 06:00 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður og Vestfirðingur, birtir á heimasíðu sinni í kvöld lista yfir fólk sem hann segir að hafi flutt lögheimili sitt í Árneshrepp á Ströndum dagana fyrir 5. maí síðastliðinn. Þó nokkuð hefur verið fjallað um málið í dag þar sem Þjóðskrá hefur nú ákveðið að skoða lögheimilisflutninga sautján einstaklinga í kringum síðustu mánaðamót en Árneshreppur er fámennasta sveitarfélag landsins. Fjölgun íbúa nemur því 38 prósentum. Kristinn segir á vef sínum að miðað við íbúaskrá Árneshrepps virðast nýir íbúar í hreppnum vera átján talsins en ekki sautján. Íbúaskráin virðist ekki aðgengileg á vefnum hjá neinum opinberum aðila með þeim hætti sem Kristinn birtir nöfn íbúanna en við þau stendur úr hvaða sveitarfélagi viðkomandi flutti lögheimili sitt. Listann sem Kristinn birti í kvöld má sjá neðst í fréttinni. Sagðar málamyndaskráningar Blaðamaður fletti upp þeim nöfnum í þjóðskrá sem Kristinn birtir og það passar að viðkomandi einstaklingar eru skráðir með lögheimili í Árneshreppi. Hins vegar er ekki hægt að sjá hvenær einstaklingur flutti lögheimili sitt en Hrafn Jökulsson, einn af þeim sem eru á listanum, staðfesti í samtali við Vísi að hann hefði nýlega flutt lögheimili sitt í hreppinn. „Ég tók ákvörðun um það fyrir löngu að fara á mínar gömlu slóðir fyrir norðan, hef búið þarna og haft tengsl við þessa sveit í 40 ár. Það er bara óháð og ég er eins og margir ungir menn að gefast upp á húsnæðisskorti í Reykjavík þannig að það er gott að flytja sig um set í sveitina. Annars skipti ég mér ekkert af þessum hvelli sem hefur orðið enda hef ég satt að segja ekki haft tíma til þess að kynna mér fréttir af þessu enda snýst allt um skákina núna hjá okkur,“ segir Hrafn en hann er forseti Hróksins sem nú stendur fyrir skákmaraþoni til styrktar börnum í Jemen. Í minnisblaði sem lögmannsstofan Sókn vann vegna lögheimilisskráninganna fyrir Árneshrepp eru þær sagðar bera með sér að vera „málamyndaskráningar“ vegna komandi sveitarstjórnarkosninga. Mikil átök hafa verið í hreppnum undanfarin misseri vegna fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar og er það stærsta kosningamálið. Samkvæmt lögum um kosningar til sveitarstjórna getur það varðað sektum að gefa villandi upplýsingar um meðal annars ef maður telur sig til málamynda eiga lögheimili í sveitarfélagi. Er það verkefni lögreglunnar að rannsaka slík mál ef þau koma upp. Í samtali við mbl.is í kvöld sagði Ástríður Jóhannesdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs Þjóðskrár Íslands, að til að eiga lögheimili á tilteknum stað þarf fólk, samkvæmt lögheimilislögum, að eiga þar fasta búsetu.Listinn sem Kristinn H. Gunnarsson birti fyrr í kvöld:Drangar:Brynhildur Sæmundsdóttir f. 1928 ReykjavíkSnorri Páll Jónsson ReykjavíkÁsgeir Örn Arnarson ReykjavíkÓlína Margrét Ásgeirsdóttir Hvammi, HelluSighvatur Lárusson Hvammi, HelluKristín Ómarsdóttir ReykjavíkÓskar Kristinsson AkranesFríða Ingimarsdóttir AkranesKristján E. Karlsson ReykjavíkBryndís Hrönn Ragnarsdóttir ReykjavíkGunnhildur Hauksdóttir Reykjavík Seljanes:Lára Valgerður Ingólfsdóttir ReykjavíkJón Leifur Óskarsson f. 1937 ReykjavíkBirkir Jónsson Reykjavík Kaupfélagshús:Hrafn Jökulsson ReykjavíkÞórhildur Hrafnsdóttir ReykjavíkRóshildur Arna Ólafsdóttir AkureyriHelga Österby Þórðardóttir
Árneshreppur Tengdar fréttir Lögheimilisskráningar á Ströndum taldar tilraun til kosningasvindls Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá Árneshrepps á Ströndum tengist átökum um Hvalárvirkjun. Málið gæti endað sem lögreglumál, sem tilraun til kosningasvindls. 11. maí 2018 21:15 Íbúum fjölgað um 39 prósent í aðdraganda kosninganna "Málamyndaskráningar,“ segir í minnisblaði Árneshrepps, en íbúum fjölgaði um 39 prósent á tveimur vikum. Stærsta kosningamálið er Hvalárvirkjun. 11. maí 2018 06:00 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
Lögheimilisskráningar á Ströndum taldar tilraun til kosningasvindls Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá Árneshrepps á Ströndum tengist átökum um Hvalárvirkjun. Málið gæti endað sem lögreglumál, sem tilraun til kosningasvindls. 11. maí 2018 21:15
Íbúum fjölgað um 39 prósent í aðdraganda kosninganna "Málamyndaskráningar,“ segir í minnisblaði Árneshrepps, en íbúum fjölgaði um 39 prósent á tveimur vikum. Stærsta kosningamálið er Hvalárvirkjun. 11. maí 2018 06:00