Verndum Elliðárdalinn Guðrún Ágústsdóttir og René Biasone skrifar 11. maí 2018 10:00 Elliðaárdalurinn er eitt vinsælasta útivistarsvæði Reykvíkinga. Þó að dalurinn sé inni í miðri borg og umkringdur þungum umferðargötum ríkir náttúruleg kyrrð í skóginum á eyjunni, laxinn stekkur upp ána og það er auðvelt að gleyma því að borgin sé í raun rétt handan við hornið. Hugmyndir um byggingarframkvæmdir í dalnum Í dag nýtur landið meðfram ánum ásamt eyjunum ákveðinnar verndar. Þetta verndarsvæði er að okkar mati of þröngt, og fyrirætlanir eru um framkvæmdir sem munu þrengja umtalsvert að dalnum. Alvarlegast teljum við að í sunnanverðum dalnum, meðfram Stekkjabakka, er hugmynd um stjórt og mikið fyrirtæki með verslun, veitingarekstri og starfsemi sem á að vera græn að hluta til, og það verður selt inn. Auðvitað verða þarna bílastæði og ef reksturinn á að geta gengið þá þarf marga viðskiptavini. Við teljum að starfsemi af þessu tagi muni hafa óafturkræf áhrif á gæði Elliðárdalsins og rýra gildi hans sem útivistarsvæðis. Nú er rétt að muna að hugmyndin, sem var kynnt á aðalfundi Hollvinasamtaka Elliðárdalsins í síðustu viku, hefur ekki verið samþykkt af skipulagsráði Reykjavíkur. Fyrirtækið sem hefur fengið vilyrði fyrir lóðarúthlutun hefur ekki lagt fram endanlegar hugmyndir og þegar og ef þær berast og svæðið verður skipulagt munu nágrannar sem og allir Reykvíkingar geta gert athugasemdir. Það þarf að fara sér hægt og best væri að falla frá öllum hugmyndum um nýjan atvinnurekstur og uppbyggingu í dalnum. Í stað þess að þrengja að útivistarsvæðinu í Elliðárdal eigum við að stækka svæðið og vernda þannig dalinn fyrir frekari byggingaframkvæmdum. Nýjar göngu- og hjólaleiðir, nýjar brýr og bætt aðstaða laðar æ fleira fólk að dalnum. Þar er nú múgur og margmenni sem nýtur útivistar í þessari einstöku náttúruperlu. Notum „þróunarsvæðin“ til að styrkja dalinn Töluvert er af grænum svæðum á mörkum dalsins og nálægrar byggðar. Þessi svæði eru ýmist skilgreind sem opin svæði eða þróunarsvæði. Vissulega eru þessi svæði röskuð, en það má engu að síður endurheimta náttúrulegan gróður og landslag, eða einfaldlega skipuleggja þau sem almenningsgarða með fjölbreyttum leiksvæðum. Við eigum að tengja svæðið við Stekkjabakka við útivistarsvæðið í dalnum, planta trjám, leggja göngustíga og koma upp nestis- og grillaðstöðu. Við getum notað heita vatnið úr borholunum sem þar eru til þess að hita vaðlaug fyrir börn. Við getum búið til óræktargarð með njólabeðum og drullupollum þar sem krakkar geta leikið sér. Slíkur almenningsgarður milli ánna og íbúðarbyggðarinnar í Stekkjunum mun auka gildi Elliðaárdalsins og möguleika íbúanna til að njóta fjölbreyttrar útivistar í honum. Borgarfriðland frá heiðum út á Sundin Við í VG höfum talað fyrir því að friðlýst svæði innan borgarmarkanna verði stækkuð og nýjum bætt við. Net friðlýstra svæða gæti náð ofan af heiðunum austan borgarinnar og teygt sig út á Sundin, þar sem ósnertir hlutar strandlengjunnar og eyjarnar yrðu gerðir hluti af samfelldu Borgarfriðlandi. Elliðárdalurinn yrði burðarás slíks friðlands. Leggjum til hliðar áform um mannvirki sem þrengja að dalnum og rýra gæði hans. Útivistarsvæði á borð við Elliðárdalinn eru ómetanleg gæði sem eiga aðeins eftir að verða mikilvægari þegar fram líða stundir. Við eigum að vernda og styrkja þessi verðmæti. Við getum gert svo miklu betur í því að vernda grænu svæðin okkar í borginni. René Biasone, teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun, skipar 5 sæti á framboðslista VG í borgarstjórnarkosningunum. Guðrún Ágústsdóttir, félagi í Hollvinasamtökum Elliðárdalsins, skipar 7 sæti á framboðslista VG í borgarstjórnarkosningunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 René Biasone Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Elliðaárdalurinn er eitt vinsælasta útivistarsvæði Reykvíkinga. Þó að dalurinn sé inni í miðri borg og umkringdur þungum umferðargötum ríkir náttúruleg kyrrð í skóginum á eyjunni, laxinn stekkur upp ána og það er auðvelt að gleyma því að borgin sé í raun rétt handan við hornið. Hugmyndir um byggingarframkvæmdir í dalnum Í dag nýtur landið meðfram ánum ásamt eyjunum ákveðinnar verndar. Þetta verndarsvæði er að okkar mati of þröngt, og fyrirætlanir eru um framkvæmdir sem munu þrengja umtalsvert að dalnum. Alvarlegast teljum við að í sunnanverðum dalnum, meðfram Stekkjabakka, er hugmynd um stjórt og mikið fyrirtæki með verslun, veitingarekstri og starfsemi sem á að vera græn að hluta til, og það verður selt inn. Auðvitað verða þarna bílastæði og ef reksturinn á að geta gengið þá þarf marga viðskiptavini. Við teljum að starfsemi af þessu tagi muni hafa óafturkræf áhrif á gæði Elliðárdalsins og rýra gildi hans sem útivistarsvæðis. Nú er rétt að muna að hugmyndin, sem var kynnt á aðalfundi Hollvinasamtaka Elliðárdalsins í síðustu viku, hefur ekki verið samþykkt af skipulagsráði Reykjavíkur. Fyrirtækið sem hefur fengið vilyrði fyrir lóðarúthlutun hefur ekki lagt fram endanlegar hugmyndir og þegar og ef þær berast og svæðið verður skipulagt munu nágrannar sem og allir Reykvíkingar geta gert athugasemdir. Það þarf að fara sér hægt og best væri að falla frá öllum hugmyndum um nýjan atvinnurekstur og uppbyggingu í dalnum. Í stað þess að þrengja að útivistarsvæðinu í Elliðárdal eigum við að stækka svæðið og vernda þannig dalinn fyrir frekari byggingaframkvæmdum. Nýjar göngu- og hjólaleiðir, nýjar brýr og bætt aðstaða laðar æ fleira fólk að dalnum. Þar er nú múgur og margmenni sem nýtur útivistar í þessari einstöku náttúruperlu. Notum „þróunarsvæðin“ til að styrkja dalinn Töluvert er af grænum svæðum á mörkum dalsins og nálægrar byggðar. Þessi svæði eru ýmist skilgreind sem opin svæði eða þróunarsvæði. Vissulega eru þessi svæði röskuð, en það má engu að síður endurheimta náttúrulegan gróður og landslag, eða einfaldlega skipuleggja þau sem almenningsgarða með fjölbreyttum leiksvæðum. Við eigum að tengja svæðið við Stekkjabakka við útivistarsvæðið í dalnum, planta trjám, leggja göngustíga og koma upp nestis- og grillaðstöðu. Við getum notað heita vatnið úr borholunum sem þar eru til þess að hita vaðlaug fyrir börn. Við getum búið til óræktargarð með njólabeðum og drullupollum þar sem krakkar geta leikið sér. Slíkur almenningsgarður milli ánna og íbúðarbyggðarinnar í Stekkjunum mun auka gildi Elliðaárdalsins og möguleika íbúanna til að njóta fjölbreyttrar útivistar í honum. Borgarfriðland frá heiðum út á Sundin Við í VG höfum talað fyrir því að friðlýst svæði innan borgarmarkanna verði stækkuð og nýjum bætt við. Net friðlýstra svæða gæti náð ofan af heiðunum austan borgarinnar og teygt sig út á Sundin, þar sem ósnertir hlutar strandlengjunnar og eyjarnar yrðu gerðir hluti af samfelldu Borgarfriðlandi. Elliðárdalurinn yrði burðarás slíks friðlands. Leggjum til hliðar áform um mannvirki sem þrengja að dalnum og rýra gæði hans. Útivistarsvæði á borð við Elliðárdalinn eru ómetanleg gæði sem eiga aðeins eftir að verða mikilvægari þegar fram líða stundir. Við eigum að vernda og styrkja þessi verðmæti. Við getum gert svo miklu betur í því að vernda grænu svæðin okkar í borginni. René Biasone, teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun, skipar 5 sæti á framboðslista VG í borgarstjórnarkosningunum. Guðrún Ágústsdóttir, félagi í Hollvinasamtökum Elliðárdalsins, skipar 7 sæti á framboðslista VG í borgarstjórnarkosningunum.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun