Ólíðandi að Trump geti stöðvað evrópska samninga við Íran Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 11. maí 2018 08:54 Utanríkisráðherrann var ómyrkur í máli í viðtali við franska dagblaðið Le Parisien Vísir/EPA Utanríkisráðherra Frakklands segir algjörlega ótækt að evrópsk fyrirtæki þurfi að rifta milljarðasamningum vegna einhliða ákvarðana Bandaríkjastjórnar. Hann fordæmir þá ákvörðun Trump stjórnarinnar að virða ekki gerða samninga við Íran. Öll fastaríki Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, og Evrópusambandið, komu að samkomulaginu um kjarnorkuáætlun Írans sem var undirritað fyrir þremur árum. Samkvæmt því átti að aflétta viðskiptaþvingunum gegn því að Íranir sýndu og sönnuðu að þeir hygðust ekki þróa kjarnavopn. Þrátt fyrir að allir hafi staðið við sitt til þessa ákvað Trump Bandaríkjaforseti að Bandaríkin myndu ekki lengur virða samkomulagið og viðskiptaþvingunum yrði aftur komið á. Jean-Yves Le Drian, utanríkisráðherra Frakklands, segir að þetta þýði að stórfyrirtæki frá Frakklandi og öðrum Evrópuríkjum verði að rifta mikilvægum samningum í Íran til að forðast refsiaðgerðir gegn útibúum sínum í Bandaríkjunum. Það sé ólíðandi að Bandaríkin hafi vald til að grípa inn í rekstur erlendra fyrirtækja með svo grófum hætti. Frakkar muni leita stuðnings annarra Evrópuríkja til að vernda hagsmuni þessara fyrirtækja. Meðal þeirra fyrirtækja sem hafa undirritað risavaxna samninga í Íran á síðustu misserum eru flugvélaframleiðandinn Airbus, olíurisinn Total og bílaframleiðendurnir Renault og Peugeot. Fyrirtækin hafa frest fram til nóvember til að hætta öllum viðskiptum við Íran, annars verður þeim refsað með þvingunaraðgerðum gegn starfsstöðvum þeirra í Bandaríkjunum. Airbus Bandaríkin Frakkland Fréttir af flugi Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Utanríkisráðherra Frakklands segir algjörlega ótækt að evrópsk fyrirtæki þurfi að rifta milljarðasamningum vegna einhliða ákvarðana Bandaríkjastjórnar. Hann fordæmir þá ákvörðun Trump stjórnarinnar að virða ekki gerða samninga við Íran. Öll fastaríki Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, og Evrópusambandið, komu að samkomulaginu um kjarnorkuáætlun Írans sem var undirritað fyrir þremur árum. Samkvæmt því átti að aflétta viðskiptaþvingunum gegn því að Íranir sýndu og sönnuðu að þeir hygðust ekki þróa kjarnavopn. Þrátt fyrir að allir hafi staðið við sitt til þessa ákvað Trump Bandaríkjaforseti að Bandaríkin myndu ekki lengur virða samkomulagið og viðskiptaþvingunum yrði aftur komið á. Jean-Yves Le Drian, utanríkisráðherra Frakklands, segir að þetta þýði að stórfyrirtæki frá Frakklandi og öðrum Evrópuríkjum verði að rifta mikilvægum samningum í Íran til að forðast refsiaðgerðir gegn útibúum sínum í Bandaríkjunum. Það sé ólíðandi að Bandaríkin hafi vald til að grípa inn í rekstur erlendra fyrirtækja með svo grófum hætti. Frakkar muni leita stuðnings annarra Evrópuríkja til að vernda hagsmuni þessara fyrirtækja. Meðal þeirra fyrirtækja sem hafa undirritað risavaxna samninga í Íran á síðustu misserum eru flugvélaframleiðandinn Airbus, olíurisinn Total og bílaframleiðendurnir Renault og Peugeot. Fyrirtækin hafa frest fram til nóvember til að hætta öllum viðskiptum við Íran, annars verður þeim refsað með þvingunaraðgerðum gegn starfsstöðvum þeirra í Bandaríkjunum.
Airbus Bandaríkin Frakkland Fréttir af flugi Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira