Bannað að sýna Eurovision eftir að hafa átt við útsendinguna Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. maí 2018 06:52 Engan regnbogafána hér, takk. Mango Samband evrópskra sjónvarpsstöðva hefur bannað einni vinsælustu sjónvarpsstöð í Kína að senda frá Eurovision-söngvakeppninni, sem fram fer þessa dagana. Ástæðan er sú að sjónvarpsstöðin Mango TV huldi og máði út hvers kyns tákn, húðflúr eða fána sem vísuðu til hinsegin samfélagins. Má þar meðal annars nefna hinn táknræna regnbogafána, eins og myndin hér að ofan ber með sér. Þá fór Mango TV frekar í auglýsingahlé en að sýna framlög Írlands og Albaníu. Írska sviðsetningin þótti of hýr og albanski söngvarinn var með of mörg húðflúr að mati þeirra kínversku. Framlögin tvö má sjá hér að neðan. Samband evrópskra sjónvarpsstöðva segir að framganga Mango TV brjóti í bága við gildi sambandsins, sem hvíla meðal annars á hugsjóninni um fjölbreytileika og jafnrétti. „Það er því með trega sem við riftum samningi okkar við sjónvarpsstöðina umsvifalaust og er henni því óheimilt að sýna frá seinna undanúrslita- og úrslitakvöldinu,“ segir í yfirlýsingu frá Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva. Fjölmargir kínverskir netverjar dældu út skjáskotum úr útsendingu Mango TV þar sem glögglega mátti sjá hvernig búið var að fjarlægja hinsegin vísanir. Einhverjir sögðu þetta stórt skref aftur á bak í baráttu kínversks hinsegin fólks og aðrir kölluðu eftir því að Kínverjar myndu sniðganga Mango TV. Keppandi Írlands, Ryan O'Shaughnessy, segist í samtali við breska ríkisútvarpið fagna ákvörðun sambandsins. „Frá upphafi höfum við sagt að ást sé ást - sama hvort það er á milli tveggja stráka, tveggja stelpna eða stelpu og stráks. Þannig að mér finnst þetta vera mikilvæg ákvörðun.“ Eurovision Mest lesið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Sjá meira
Samband evrópskra sjónvarpsstöðva hefur bannað einni vinsælustu sjónvarpsstöð í Kína að senda frá Eurovision-söngvakeppninni, sem fram fer þessa dagana. Ástæðan er sú að sjónvarpsstöðin Mango TV huldi og máði út hvers kyns tákn, húðflúr eða fána sem vísuðu til hinsegin samfélagins. Má þar meðal annars nefna hinn táknræna regnbogafána, eins og myndin hér að ofan ber með sér. Þá fór Mango TV frekar í auglýsingahlé en að sýna framlög Írlands og Albaníu. Írska sviðsetningin þótti of hýr og albanski söngvarinn var með of mörg húðflúr að mati þeirra kínversku. Framlögin tvö má sjá hér að neðan. Samband evrópskra sjónvarpsstöðva segir að framganga Mango TV brjóti í bága við gildi sambandsins, sem hvíla meðal annars á hugsjóninni um fjölbreytileika og jafnrétti. „Það er því með trega sem við riftum samningi okkar við sjónvarpsstöðina umsvifalaust og er henni því óheimilt að sýna frá seinna undanúrslita- og úrslitakvöldinu,“ segir í yfirlýsingu frá Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva. Fjölmargir kínverskir netverjar dældu út skjáskotum úr útsendingu Mango TV þar sem glögglega mátti sjá hvernig búið var að fjarlægja hinsegin vísanir. Einhverjir sögðu þetta stórt skref aftur á bak í baráttu kínversks hinsegin fólks og aðrir kölluðu eftir því að Kínverjar myndu sniðganga Mango TV. Keppandi Írlands, Ryan O'Shaughnessy, segist í samtali við breska ríkisútvarpið fagna ákvörðun sambandsins. „Frá upphafi höfum við sagt að ást sé ást - sama hvort það er á milli tveggja stráka, tveggja stelpna eða stelpu og stráks. Þannig að mér finnst þetta vera mikilvæg ákvörðun.“
Eurovision Mest lesið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Sjá meira