Hvaða tala kemur eftir 7.320.442? Þórlindur Kjartansson skrifar 11. maí 2018 07:00 Allt frá því ég var barn man ég eftir því að heyra fólk lýsa með þjósti yfir andúð á utanbókarlærdómi. Það virkar einhvern veginn lógískt að það sé sóun á heilastarfsemi að leggja hluti á minnið. Betra sé að spara plássið fyrir sköpunargáfuna en sækja bara upplýsingar og staðreyndir eftir þörfum. Ennfremur heyrist það gjarnan sagt að samhengislaus „páfagaukalærdómur“ sé gamaldags og gagnslaus. Þetta má til dæmis lesa úr drögum að menntastefnu sem borgarráð Reykjavíkur sendi frá sér nýverið. Þar eru talin upp fimm markmið í skóla- og frístundastarfi. Fæst snúast um að skólinn eigi að tryggja að nemendur hafi tileinkað sér þekkingu eða færni—ef frá er talið að þau skuli geta lesið sér til gagns og gamans. Þess í stað er lögð áhersla á að upplifun barna af skólanum sé jákvæð, að þau þrói sterka sjálfsmynd, sjálfstraust, frumkvæði, sköpunargáfu og tileinki sér heilbrigðan lífsstíl, svo eitthvað sé nefnt. En vellíðan er ekki endilega eftirsóknarverð ef hún er á kostnað þroska, skapandi hugsun án þekkingar er yfirleitt fáránleg—og sjálfstraust án færni getur beinlínis verið hættulegt. Það er þess vegna ekkert smámál ef það er rétt sem sumir skólamenn, þar á meðal Jón Pétur Zimsen, halda fram, að það sé vísvitandi verið að draga úr áherslu á þekkingu og færni í skólakerfinu. Það er ýmislegt gagnlegt sem leynist í kennsluaðferðum og menntastefnum, svo sem eins og páfagaukalærdómur, sem þykja vera úr takti við tímann.Skapandi páfagaukar Og hvaða tala skyldi koma næst á eftir 7.320.442? Það mun vera talan 7.320.443. Eflaust finnst mörgum merkilegt að ég kunni svona margar tölur. Hann hlýtur að vera snjall þessi pistlahöfundur að kunna að telja upp í meira en sjö milljónir og fipast ekkert. Kannski hefur hann svindlað og hringt í vin sinn Pawel Bartoszek og hann hefur flett því upp fyrir hann í þykkri bók með öllum mögulegum tölum sem stærðfræðingar geyma í hillunum sínum. En, nei nei. Ég vissi þetta alveg sjálfur. Og það er allt út af páfagaukalærdómi. Þegar lítil börn læra tölustafina eru þau nefnilega að læra eins og páfagaukar. Þau læra fyrst að skilja muninn á einum og mörgum, svo læra þau muninn á einum, tveimur og mörgum—en að fá tilfinningu fyrir muninum á þrettán og fjórtán tekur mörg ár—jafnvel þótt barnið sé vant því að þylja upp talnarununa hárrétt. En þessi páfagaukalærdómur gerir það að verkum að allt fullorðið fólk kann fullkomlega að telja, meira að segja upp í tölur sem það hefur aldrei áður séð. Og þótt okkur finnist ekki merkilegt að vita hvaða tala kemur á eftir 7.320.442 þá tók það mannkynið meira en tíu þúsund ár að finna svarið, og það tekur hverja manneskju mörg ár að læra aðferðina. Ástæða þess að okkur finnst ekki merkilegt að geta svarað spurningunni er ekki sú að hún er einföld—heldur sú að við búum öll yfir ótrúlega flókinni færni sem jafnvel gáfaðasta fólk fornaldar gat ekki látið sig dreyma um. Þekking, skilningur, færni, sköpun Engum dytti í hug að það væri ásættanlegt að nemendur útskrifuðust úr grunnskóla án þess að hafa öðlast fullkomna færni í notkun talnakerfisins. Og þótt það sé freistandi að taka þá færni sem sjálfsögðum hlut, þá byggist hún einmitt á gamaldags páfagaukalærdómi. Maður þarf að kunna hluti áður en maður skilur þá og maður þarf að skilja hluti áður en maður getur beitt þeim; og maður þarf að hafa færni í að beita þekkingu áður en maður getur skapað eitthvað nýtt og gagnlegt. Til þess að sjá samhengi og mynstur þarf manneskjan að reiða sig á kynstrin öll af inngróinni þekkingu, sem ekki er hægt að fletta upp eftir þörfum. Utanbókarlærdómur og páfagaukalærdómur verða því smám saman að forsendu skilnings sem svo getur leitt til þekkingar, skilnings, visku eða jafnvel frumlegrar hugsunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Allt frá því ég var barn man ég eftir því að heyra fólk lýsa með þjósti yfir andúð á utanbókarlærdómi. Það virkar einhvern veginn lógískt að það sé sóun á heilastarfsemi að leggja hluti á minnið. Betra sé að spara plássið fyrir sköpunargáfuna en sækja bara upplýsingar og staðreyndir eftir þörfum. Ennfremur heyrist það gjarnan sagt að samhengislaus „páfagaukalærdómur“ sé gamaldags og gagnslaus. Þetta má til dæmis lesa úr drögum að menntastefnu sem borgarráð Reykjavíkur sendi frá sér nýverið. Þar eru talin upp fimm markmið í skóla- og frístundastarfi. Fæst snúast um að skólinn eigi að tryggja að nemendur hafi tileinkað sér þekkingu eða færni—ef frá er talið að þau skuli geta lesið sér til gagns og gamans. Þess í stað er lögð áhersla á að upplifun barna af skólanum sé jákvæð, að þau þrói sterka sjálfsmynd, sjálfstraust, frumkvæði, sköpunargáfu og tileinki sér heilbrigðan lífsstíl, svo eitthvað sé nefnt. En vellíðan er ekki endilega eftirsóknarverð ef hún er á kostnað þroska, skapandi hugsun án þekkingar er yfirleitt fáránleg—og sjálfstraust án færni getur beinlínis verið hættulegt. Það er þess vegna ekkert smámál ef það er rétt sem sumir skólamenn, þar á meðal Jón Pétur Zimsen, halda fram, að það sé vísvitandi verið að draga úr áherslu á þekkingu og færni í skólakerfinu. Það er ýmislegt gagnlegt sem leynist í kennsluaðferðum og menntastefnum, svo sem eins og páfagaukalærdómur, sem þykja vera úr takti við tímann.Skapandi páfagaukar Og hvaða tala skyldi koma næst á eftir 7.320.442? Það mun vera talan 7.320.443. Eflaust finnst mörgum merkilegt að ég kunni svona margar tölur. Hann hlýtur að vera snjall þessi pistlahöfundur að kunna að telja upp í meira en sjö milljónir og fipast ekkert. Kannski hefur hann svindlað og hringt í vin sinn Pawel Bartoszek og hann hefur flett því upp fyrir hann í þykkri bók með öllum mögulegum tölum sem stærðfræðingar geyma í hillunum sínum. En, nei nei. Ég vissi þetta alveg sjálfur. Og það er allt út af páfagaukalærdómi. Þegar lítil börn læra tölustafina eru þau nefnilega að læra eins og páfagaukar. Þau læra fyrst að skilja muninn á einum og mörgum, svo læra þau muninn á einum, tveimur og mörgum—en að fá tilfinningu fyrir muninum á þrettán og fjórtán tekur mörg ár—jafnvel þótt barnið sé vant því að þylja upp talnarununa hárrétt. En þessi páfagaukalærdómur gerir það að verkum að allt fullorðið fólk kann fullkomlega að telja, meira að segja upp í tölur sem það hefur aldrei áður séð. Og þótt okkur finnist ekki merkilegt að vita hvaða tala kemur á eftir 7.320.442 þá tók það mannkynið meira en tíu þúsund ár að finna svarið, og það tekur hverja manneskju mörg ár að læra aðferðina. Ástæða þess að okkur finnst ekki merkilegt að geta svarað spurningunni er ekki sú að hún er einföld—heldur sú að við búum öll yfir ótrúlega flókinni færni sem jafnvel gáfaðasta fólk fornaldar gat ekki látið sig dreyma um. Þekking, skilningur, færni, sköpun Engum dytti í hug að það væri ásættanlegt að nemendur útskrifuðust úr grunnskóla án þess að hafa öðlast fullkomna færni í notkun talnakerfisins. Og þótt það sé freistandi að taka þá færni sem sjálfsögðum hlut, þá byggist hún einmitt á gamaldags páfagaukalærdómi. Maður þarf að kunna hluti áður en maður skilur þá og maður þarf að skilja hluti áður en maður getur beitt þeim; og maður þarf að hafa færni í að beita þekkingu áður en maður getur skapað eitthvað nýtt og gagnlegt. Til þess að sjá samhengi og mynstur þarf manneskjan að reiða sig á kynstrin öll af inngróinni þekkingu, sem ekki er hægt að fletta upp eftir þörfum. Utanbókarlærdómur og páfagaukalærdómur verða því smám saman að forsendu skilnings sem svo getur leitt til þekkingar, skilnings, visku eða jafnvel frumlegrar hugsunar.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun