Meðalhækkun sjálfstæðra ljósmæðra var 16,5 prósent Jóhann Óli Eiðsson skrifar 11. maí 2018 07:00 Frá mótmælaaðgerðum ljósmæðra við Karphúsið. Vísir/eyþór Meðalhækkun fyrir verk samkvæmt nýjum rammasamningi sjálfstætt starfandi ljósmæðra í heimaþjónustu við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) er 16,5 prósent. Algengustu liðirnir samkvæmt samningnum hækka um sem nemur rúmum tíu prósentum. Sjálfstætt starfandi ljósmæður lögðu niður störf þann 23. apríl en samningur þeirra við SÍ hafði runnið út í febrúar. Samkomulag náðist þann 27. apríl en það var nýlega birt á heimasíðu SÍ. Samkvæmt samkomulaginu hækkar einingaverð um 4,4 prósent úr 283,5 krónum á einingu upp í 296 krónur. Fyrir hverja vitjun fá ljósmæðurnar greitt ákveðið margar einingar en þær eru mismunandi eftir því hvort um heima- eða keisarafæðingu er að ræða eða eftir því í hvaða heilsufarsflokk sængurkonan fellur hverju sinni. Fyrir vitjun nú fást 10 þúsund krónur hið minnsta. Á samningnum er einnig að finna lið fyrir heimafæðingar en langflestar einingar fást fyrir slíka þjónustu. „Fyrir hverja vitjun er áætluð um tveggja tíma vinna. Hver vitjun tekur frá klukkustund og upp í tvær og síðan fylgir pappírsvinna, skil á blóðprufum, akstur og ýmislegt tilfallandi,“ segir Arney Þórarinsdóttir, sjálfstætt starfandi ljósmóðir 115 ljósmæður eru aðilar að rammasamningnum. Samkvæmt svari SÍ við fyrirspurn Fréttablaðsins eru virkustu ljósmæðurnar að fara í um tvær vitjanir dag hvern og meðalfjöldi eininga á síðasta ári var 7.017. Umreiknað yfir í krónur nam það tæpum tveimur milljónum samkvæmt eldri samningi en tæpri 2,1 milljón með hinu nýja.Sjá einnig: „Eins og slys sem maður horfir á í hægri sýningu“ Stór hluti þeirra sem starfa á samningnum eru einnig í öðru starfi, ýmist á LSH, heilsugæslum eða í mæðravernd. Slíkt endurspeglast mjög í dreifingu á einingafjölda þeirra. Þær fjörutíu ljósmæður sem unnu sér inn fæstar einingar fengu allar minna en milljón krónur fyrir síðasta ár. Hæst launaða ljósmóðir rammasamningsins fékk aftur á móti tæpar níu milljónir. „Við erum flestar einyrkjar. Um verktakagreiðslur er að ræða en þjónustan er ekki virðisaukaskattskyld. Reiknað endurgjald er á að giska tæplega sjötíu prósent af heildarupphæðinni og af því fer hluti í skatta, lífeyrissjóð og félagsgjöld. Það er því ekki mikið sem eftir stendur,“ segir Arney. Þá segir Arney algengt að ýmislegu sé bætt við þjónustu þeirra sem ekki er greitt fyrir samkvæmt samningnum. Sem dæmi um slíkt nefnir hún blóðprufur en ekki fáist greitt fyrir þær. Akstur í og úr vitjun fæst almennt ekki greiddur og þá þarf einnig að aka blóðprufum úr vitjun og á spítala til rannsóknar. „Við þurfum að vinna ansi mikið til að vera með einhver laun. Þessi breyting nú var aðeins það lágmark sem við gátum sætt okkur við. Vonandi verður meiri breyting á samningnum næst,“ segir Arney. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir „Eins og slys sem maður horfir á í hægri sýningu“ Ljósmæður óttast afleiðingar þess ef ekki tekst að semja fljótlega þar sem fjöldi ljósmæðra hefur sagt upp störfum. Forstjóri Landspítalans lýsir stöðunni eins og slysi í hægri sýningu. 7. maí 2018 19:30 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Sjá meira
Meðalhækkun fyrir verk samkvæmt nýjum rammasamningi sjálfstætt starfandi ljósmæðra í heimaþjónustu við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) er 16,5 prósent. Algengustu liðirnir samkvæmt samningnum hækka um sem nemur rúmum tíu prósentum. Sjálfstætt starfandi ljósmæður lögðu niður störf þann 23. apríl en samningur þeirra við SÍ hafði runnið út í febrúar. Samkomulag náðist þann 27. apríl en það var nýlega birt á heimasíðu SÍ. Samkvæmt samkomulaginu hækkar einingaverð um 4,4 prósent úr 283,5 krónum á einingu upp í 296 krónur. Fyrir hverja vitjun fá ljósmæðurnar greitt ákveðið margar einingar en þær eru mismunandi eftir því hvort um heima- eða keisarafæðingu er að ræða eða eftir því í hvaða heilsufarsflokk sængurkonan fellur hverju sinni. Fyrir vitjun nú fást 10 þúsund krónur hið minnsta. Á samningnum er einnig að finna lið fyrir heimafæðingar en langflestar einingar fást fyrir slíka þjónustu. „Fyrir hverja vitjun er áætluð um tveggja tíma vinna. Hver vitjun tekur frá klukkustund og upp í tvær og síðan fylgir pappírsvinna, skil á blóðprufum, akstur og ýmislegt tilfallandi,“ segir Arney Þórarinsdóttir, sjálfstætt starfandi ljósmóðir 115 ljósmæður eru aðilar að rammasamningnum. Samkvæmt svari SÍ við fyrirspurn Fréttablaðsins eru virkustu ljósmæðurnar að fara í um tvær vitjanir dag hvern og meðalfjöldi eininga á síðasta ári var 7.017. Umreiknað yfir í krónur nam það tæpum tveimur milljónum samkvæmt eldri samningi en tæpri 2,1 milljón með hinu nýja.Sjá einnig: „Eins og slys sem maður horfir á í hægri sýningu“ Stór hluti þeirra sem starfa á samningnum eru einnig í öðru starfi, ýmist á LSH, heilsugæslum eða í mæðravernd. Slíkt endurspeglast mjög í dreifingu á einingafjölda þeirra. Þær fjörutíu ljósmæður sem unnu sér inn fæstar einingar fengu allar minna en milljón krónur fyrir síðasta ár. Hæst launaða ljósmóðir rammasamningsins fékk aftur á móti tæpar níu milljónir. „Við erum flestar einyrkjar. Um verktakagreiðslur er að ræða en þjónustan er ekki virðisaukaskattskyld. Reiknað endurgjald er á að giska tæplega sjötíu prósent af heildarupphæðinni og af því fer hluti í skatta, lífeyrissjóð og félagsgjöld. Það er því ekki mikið sem eftir stendur,“ segir Arney. Þá segir Arney algengt að ýmislegu sé bætt við þjónustu þeirra sem ekki er greitt fyrir samkvæmt samningnum. Sem dæmi um slíkt nefnir hún blóðprufur en ekki fáist greitt fyrir þær. Akstur í og úr vitjun fæst almennt ekki greiddur og þá þarf einnig að aka blóðprufum úr vitjun og á spítala til rannsóknar. „Við þurfum að vinna ansi mikið til að vera með einhver laun. Þessi breyting nú var aðeins það lágmark sem við gátum sætt okkur við. Vonandi verður meiri breyting á samningnum næst,“ segir Arney.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir „Eins og slys sem maður horfir á í hægri sýningu“ Ljósmæður óttast afleiðingar þess ef ekki tekst að semja fljótlega þar sem fjöldi ljósmæðra hefur sagt upp störfum. Forstjóri Landspítalans lýsir stöðunni eins og slysi í hægri sýningu. 7. maí 2018 19:30 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Sjá meira
„Eins og slys sem maður horfir á í hægri sýningu“ Ljósmæður óttast afleiðingar þess ef ekki tekst að semja fljótlega þar sem fjöldi ljósmæðra hefur sagt upp störfum. Forstjóri Landspítalans lýsir stöðunni eins og slysi í hægri sýningu. 7. maí 2018 19:30