Meirihluti repúblikana telur FBI reyna að koma sök á Trump Kjartan Kjartansson skrifar 10. maí 2018 19:41 Stuðningsmenn repúblikana hafa aðlagað skoðanir sínar að stefnu Trump í mörgum málum. Vísir/AFP Nær látlausar árásir Donald Trump Bandaríkjaforseta og stuðningsmanna hans á trúverðugleika alríkislögreglunnar FBI undanfarna mánuði virðast hafa borið árangur. Rúmur meirihluti repúblikana segist nú telja að FBI reyni að koma sök á forsetann. Gríðarlegir flokkadrættir sem hafa einkennt bandarísk stjórnmál síðustu árin kom skýrt fram í nýrri skoðanakönnun Economist og YouGov þar sem meðal annars var spurt út í afstöðu stuðningsmanna flokkanna til rannsóknar Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, á mögulegu samráði framboðs Trump við Rússa í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Aðeins þrettán prósent repúblikana telja að rannsókn Mueller sé „lögmæt“ á móti þremur af hverjum fjórum demókrötum. Niðurstöðurnar eru ekki síst athyglisverðar í ljósi þess að Repúblikanaflokkurinn hefur lengi titlað sjálfan sig sem flokk laga og reglu. Mueller sjálfur, núverandi og fyrrverandi forstjóri FBI og aðstoðardómsmálaráðherrann sem hefur umsjón með Rússarannsókninni eru allir repúblikanar eða hafa verið það.Fleiri vilja ekki að Trump reki Mueller Trump hefur ítrekað kallað rannsóknina „nornaveiðar“ og ýjað að því að hópur spilltra yfirmanna FBI og dómsmálaráðuneytisins hafi lagt á ráðin um að ofsækja hann. Rudy Guiliani, nýr lögmaður Trump, uppnefndi alríkislögreglumenn sem gerðu húsleit hjá Michael Cohen, persónulegum lögmanni Trump, í síðasta mánuði „stormsveitarmenn“ í síðustu viku. Vísaði hann þar til sérsveitarmanna þýskra nasista. Málflutningur forsetans virðist hljóta hljómgrunn hjá flokkssystkinum hans. Í könnuninni segist 61% repúblikana telja að FBI reyni að koma rangri sök á Trump. Aðeins sautján prósent þeirra eru andstæðrar skoðunar og fimmtungur segist ekki viss í sinni sök. Til samanburðar telur fjórðungur óháðra kjósenda að FBI reyni að koma sök á Trump en 39% að svo sé ekki. Nærri því 80% demókrata telur FBI ekki reyna að fella Trump með röngum sökum. Þrátt fyrir þetta telur aðeins rúmur þriðjungur repúblikana að Trump ætti að reka Mueller. Sama hlutfall telur að forsetinn ætti ekki að gera það. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump reyndi aftur að reka Mueller í desember Aðstoðarmenn Bandaríkjaforseta óttast að hann noti húsleitir FBI hjá lögmanni sínum sem átyllu til að reka Robert Mueller, yfirmann Rússarannsóknarinnar. 11. apríl 2018 10:15 Mueller sagður hafa hótað Trump með stefnu Eftir spennufund saksóknara Mueller og lögmanna Trump er einn lögmannanna sagður hafa skrifað upp lista um 49 spurningar. Þeim hefur verið lekið í fjölmiðla. 2. maí 2018 07:40 Repúblikanar skamma leyniþjónustuna í skýrslu um afskipti Rússa Framboð Trump fær skammir fyrir að lofa og eiga í samskiptum við uppljóstranavefinn Wikileaks í skýrslu leyniþjónustunefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. 27. apríl 2018 15:30 Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29 Trump kallar fyrrverandi forstjóra FBI „óþokka“ Tísti Trump í garð James Comey eru sérstaklega heiftúðleg og harðorð, jafnvel á hans eigin mælikvarða. 13. apríl 2018 12:45 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Nær látlausar árásir Donald Trump Bandaríkjaforseta og stuðningsmanna hans á trúverðugleika alríkislögreglunnar FBI undanfarna mánuði virðast hafa borið árangur. Rúmur meirihluti repúblikana segist nú telja að FBI reyni að koma sök á forsetann. Gríðarlegir flokkadrættir sem hafa einkennt bandarísk stjórnmál síðustu árin kom skýrt fram í nýrri skoðanakönnun Economist og YouGov þar sem meðal annars var spurt út í afstöðu stuðningsmanna flokkanna til rannsóknar Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, á mögulegu samráði framboðs Trump við Rússa í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Aðeins þrettán prósent repúblikana telja að rannsókn Mueller sé „lögmæt“ á móti þremur af hverjum fjórum demókrötum. Niðurstöðurnar eru ekki síst athyglisverðar í ljósi þess að Repúblikanaflokkurinn hefur lengi titlað sjálfan sig sem flokk laga og reglu. Mueller sjálfur, núverandi og fyrrverandi forstjóri FBI og aðstoðardómsmálaráðherrann sem hefur umsjón með Rússarannsókninni eru allir repúblikanar eða hafa verið það.Fleiri vilja ekki að Trump reki Mueller Trump hefur ítrekað kallað rannsóknina „nornaveiðar“ og ýjað að því að hópur spilltra yfirmanna FBI og dómsmálaráðuneytisins hafi lagt á ráðin um að ofsækja hann. Rudy Guiliani, nýr lögmaður Trump, uppnefndi alríkislögreglumenn sem gerðu húsleit hjá Michael Cohen, persónulegum lögmanni Trump, í síðasta mánuði „stormsveitarmenn“ í síðustu viku. Vísaði hann þar til sérsveitarmanna þýskra nasista. Málflutningur forsetans virðist hljóta hljómgrunn hjá flokkssystkinum hans. Í könnuninni segist 61% repúblikana telja að FBI reyni að koma rangri sök á Trump. Aðeins sautján prósent þeirra eru andstæðrar skoðunar og fimmtungur segist ekki viss í sinni sök. Til samanburðar telur fjórðungur óháðra kjósenda að FBI reyni að koma sök á Trump en 39% að svo sé ekki. Nærri því 80% demókrata telur FBI ekki reyna að fella Trump með röngum sökum. Þrátt fyrir þetta telur aðeins rúmur þriðjungur repúblikana að Trump ætti að reka Mueller. Sama hlutfall telur að forsetinn ætti ekki að gera það.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump reyndi aftur að reka Mueller í desember Aðstoðarmenn Bandaríkjaforseta óttast að hann noti húsleitir FBI hjá lögmanni sínum sem átyllu til að reka Robert Mueller, yfirmann Rússarannsóknarinnar. 11. apríl 2018 10:15 Mueller sagður hafa hótað Trump með stefnu Eftir spennufund saksóknara Mueller og lögmanna Trump er einn lögmannanna sagður hafa skrifað upp lista um 49 spurningar. Þeim hefur verið lekið í fjölmiðla. 2. maí 2018 07:40 Repúblikanar skamma leyniþjónustuna í skýrslu um afskipti Rússa Framboð Trump fær skammir fyrir að lofa og eiga í samskiptum við uppljóstranavefinn Wikileaks í skýrslu leyniþjónustunefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. 27. apríl 2018 15:30 Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29 Trump kallar fyrrverandi forstjóra FBI „óþokka“ Tísti Trump í garð James Comey eru sérstaklega heiftúðleg og harðorð, jafnvel á hans eigin mælikvarða. 13. apríl 2018 12:45 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Trump reyndi aftur að reka Mueller í desember Aðstoðarmenn Bandaríkjaforseta óttast að hann noti húsleitir FBI hjá lögmanni sínum sem átyllu til að reka Robert Mueller, yfirmann Rússarannsóknarinnar. 11. apríl 2018 10:15
Mueller sagður hafa hótað Trump með stefnu Eftir spennufund saksóknara Mueller og lögmanna Trump er einn lögmannanna sagður hafa skrifað upp lista um 49 spurningar. Þeim hefur verið lekið í fjölmiðla. 2. maí 2018 07:40
Repúblikanar skamma leyniþjónustuna í skýrslu um afskipti Rússa Framboð Trump fær skammir fyrir að lofa og eiga í samskiptum við uppljóstranavefinn Wikileaks í skýrslu leyniþjónustunefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. 27. apríl 2018 15:30
Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29
Trump kallar fyrrverandi forstjóra FBI „óþokka“ Tísti Trump í garð James Comey eru sérstaklega heiftúðleg og harðorð, jafnvel á hans eigin mælikvarða. 13. apríl 2018 12:45