Trump tók á móti gíslum Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 10. maí 2018 09:15 Trump og gíslarnir þrír. Vísir/AP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tók í morgun á móti þremur Bandaríkjamönnum sem höfðu verið í gíslingu í Norður-Kóreu. Þeir Kim Hak-song, Tony Kim og Kim Dong-chu fylgdu Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, heim frá Norður-Kóreu og tók Trump á móti þeim á Andrews-herstöðinni nærri Washington DC. Þar þakkaði hann Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, fyrir að frelsa mennina og sagðist telja góðviljaverk þetta til marks um vilja Kim til að semja um kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreu og sagðist hann sömuleiðis viss um að Kim vildi færa Norður-Kóreu inn í „hinn raunverulega heim“. Mennirnir þrír höfðu verið fangelsaðir í Norður-Kóreu fyrir að vinna gegn ríkinu og hafði einn þeirra verið í haldi í þrjú ár en hinir í eitt. Þeim hafði verið haldið í þrælkunarbúðum. Forsetinn sagði að hann hefði ekki trúað því að mönnunum yrði sleppt fyrir fyrirhugaðan fund hans og Kim. Yfirvöld Norður-Kóreu hafa ítrekað fangelsað erlenda aðila sem sækja landið heim og notað þá sem gísla til að beita heimaríki þeirra og alþjóðasamfélagið þrýstingi. Trump sagði einnig að staðsetning og tímasetning fundarins yrði tilkynnt á næstu þremur dögum. CNN hefur heimildir fyrir því að til standi að halda fund Trump og Kim í Singapore, eftir að Trump neitaði að halda fundinn í friðarþorpinu svokallaða á landamærum Norður- og Suður-Kóreu.Kim Hak-song, var fangelsaður í mái í fyrra. Hann mun vera trúboði sem ætlaði sér að koma á laggirnar tæknilegu býli í Norður-Kóreu í samstarfi við háskóla ríkisins. Tony Kim var handtekinn í apríl í fyrra en hann hafði stundað hjálparstörf í Norður-kóreu. Þá var Kim Dong-chul, sem er prestur, handtekinn árið 2015. Hann var dæmdur fyrir njósnir og gert að verja tíu árum í þrælkunarbúðum.Samkvæmt BBC telja mannréttindasamtök að um 120 þúsund manns séu í þrælkunarbúðum Norður-Kóreu þar sem mögulegt er að dæma fólk fyrir hina minnstu glæpi. Allt frá því að horfa á kvikmynd frá Suður-Kóreu og að reyna að flýja Norður-Kóreu. Í búðum þessum er föngum gert að sinna erfiðisverkum eins og námugreftri, skógarhöggi og landbúnaði. Síðasti Bandaríkjamaðurinn sem Norður-Kórea sleppti úr haldi var Otto Warmbier. Hann var hins vegar í dái og með verulegan heilaskaða. Hann dó skömmu eftir komuna til Bandaríkjanna. Warmbier hafði verið fangelsaður fyrir að stela áróðursskilti af hóteli. Fjölskylda hans segir honum hafa verið misþyrmt í Norður-Kóreu og barsmíðar fangavarða hafi leitt til dauða hans. Donald Trump Norður-Kórea Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tók í morgun á móti þremur Bandaríkjamönnum sem höfðu verið í gíslingu í Norður-Kóreu. Þeir Kim Hak-song, Tony Kim og Kim Dong-chu fylgdu Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, heim frá Norður-Kóreu og tók Trump á móti þeim á Andrews-herstöðinni nærri Washington DC. Þar þakkaði hann Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, fyrir að frelsa mennina og sagðist telja góðviljaverk þetta til marks um vilja Kim til að semja um kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreu og sagðist hann sömuleiðis viss um að Kim vildi færa Norður-Kóreu inn í „hinn raunverulega heim“. Mennirnir þrír höfðu verið fangelsaðir í Norður-Kóreu fyrir að vinna gegn ríkinu og hafði einn þeirra verið í haldi í þrjú ár en hinir í eitt. Þeim hafði verið haldið í þrælkunarbúðum. Forsetinn sagði að hann hefði ekki trúað því að mönnunum yrði sleppt fyrir fyrirhugaðan fund hans og Kim. Yfirvöld Norður-Kóreu hafa ítrekað fangelsað erlenda aðila sem sækja landið heim og notað þá sem gísla til að beita heimaríki þeirra og alþjóðasamfélagið þrýstingi. Trump sagði einnig að staðsetning og tímasetning fundarins yrði tilkynnt á næstu þremur dögum. CNN hefur heimildir fyrir því að til standi að halda fund Trump og Kim í Singapore, eftir að Trump neitaði að halda fundinn í friðarþorpinu svokallaða á landamærum Norður- og Suður-Kóreu.Kim Hak-song, var fangelsaður í mái í fyrra. Hann mun vera trúboði sem ætlaði sér að koma á laggirnar tæknilegu býli í Norður-Kóreu í samstarfi við háskóla ríkisins. Tony Kim var handtekinn í apríl í fyrra en hann hafði stundað hjálparstörf í Norður-kóreu. Þá var Kim Dong-chul, sem er prestur, handtekinn árið 2015. Hann var dæmdur fyrir njósnir og gert að verja tíu árum í þrælkunarbúðum.Samkvæmt BBC telja mannréttindasamtök að um 120 þúsund manns séu í þrælkunarbúðum Norður-Kóreu þar sem mögulegt er að dæma fólk fyrir hina minnstu glæpi. Allt frá því að horfa á kvikmynd frá Suður-Kóreu og að reyna að flýja Norður-Kóreu. Í búðum þessum er föngum gert að sinna erfiðisverkum eins og námugreftri, skógarhöggi og landbúnaði. Síðasti Bandaríkjamaðurinn sem Norður-Kórea sleppti úr haldi var Otto Warmbier. Hann var hins vegar í dái og með verulegan heilaskaða. Hann dó skömmu eftir komuna til Bandaríkjanna. Warmbier hafði verið fangelsaður fyrir að stela áróðursskilti af hóteli. Fjölskylda hans segir honum hafa verið misþyrmt í Norður-Kóreu og barsmíðar fangavarða hafi leitt til dauða hans.
Donald Trump Norður-Kórea Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira