Mannskaðinn á Púertó Ríkó margfalt meiri en opinberar tölur segja Kjartan Kjartansson skrifar 29. maí 2018 19:12 Fellibylurinn María lék Púertó Ríkó grátt í september í fyrra og setur enn mark sitt á daglegt líf íbúa þar. Vísir/EPA Að minnsta kosti 4.645 manns létu lífið vegna fellibylsins Maríu sem gekk yfir Púertó Ríkó í fyrra samkvæmt nýrri rannsókn heilbrigðisvísindamanna. Opinberar tölur um mannskaðann segja hins vegar að aðeins 64 hafi farist af völdum fellibylsins. Rannsóknin beindi sjónum að röskunum á heilbrigðisþjónustu og grunnþjónustu við aldraða og langveika á eyjunni eftir að María olli eyðileggingu þar í september. Rafmagn er ekki enn komið á sums staðar á eyjunni vegna skemmdanna sem urðu á raforkukerfinu. Washington Post segir að sumir bæir hafi verið algerlega einangraðir í nokkrar vikur eftir fellibylinn.Heilbrigðisþjónusta á eyjunni var í lamasessi eftir Maríu. Olíuvaraaflstöðvar sáu þeim fyrir rafmagni en á sama tíma varð vart við olíuskort í landinu. Flytja þurfti alvarlega veika sjúklinga til meginlands Bandaríkjanna þar sem ekki var hægt að veita þeim þá meðferð sem þurftu á að halda á eyjunni. „Niðurstöður okkar benda til þess að opinber tala látinna um 64 sé verulegt vanmat af raunverulegri byrði dauðsfalla eftir fellibylinn Maríu,“ segja höfundar rannsóknarinnar. Opinberu tölurnar hafa enda sætt harðri gagnrýndi sérfræðinga og eyjaskeggja. Rannsakendurnir gagnrýna stjórnvöld á Púertó Ríkó fyrir hvernig þau töldu þá sem létust og tregðu til að deila upplýsingum. Það skaði áætlanagerð fyrir náttúruhamfarir í framtíðinni. Tjónið af völdum Maríu er talið nema um níutíu milljörðum dollara. Það er það þriðja mesta á bandarísku landsvæði frá árinu 1900. Sjúkrahús þurfti að keyra á olíuvaraaflstöðvum Íbúar Púertó Ríkó glíma enn við vatnsskort, óáreiðanlegt rafmagn og skort á grunnþjónustu þó að átta mánuðir séu liðnir frá hamförunum. Ríkisstjórn Donalds Trump forseta hefur verið gagnrýnd fyrir að taka neyðarástandið á Púertó Ríkó eftir fellibylinn ekki eins föstum tökum og eftir stóra fellibyli sem gengu yfir Texas og Flórída. Púertó Ríkó er bandarískt yfirráðasvæði. Trump gerði lítið til að breyta þeirri ásýnd þegar hann tísti um að íbúar eyjarinnar vildu fá allt upp í hendurnar og tengdi neyðaraðstoð við erfiða fjárhagsstöðu yfirvalda þar. Tengdar fréttir Hátt í hálf milljón enn án rafmagns á Púertó Ríkó eftir fellibylinn í haust Fjórir mánuðir eru liðnir frá því að versti stormur sem gengið hafði yfir Púertó Ríkó í 85 ár olli usla þar. 25. janúar 2018 18:33 Segir íbúa Puerto Rico vilja fá allt upp í hendurnar Donald Trump kennir demókrötum um ummæli borgarstjóra San Juan varðandi hægvirkt hjálparstarf. 30. september 2017 12:11 Bandaríkjastjórn hættir neyðaraðstoð við Púertó Ríkó Enn er stór hluti íbúa eyjarinnar án rafmagns og í dreifbýli er aðgangur að hreinu vatni og mat enn takmarkaður. 31. janúar 2018 10:25 Tjón vegna náttúruhamfara í Bandaríkjunum hefur aldrei verið meira Í heildina nam tjón af völdum náttúruhamfara í Bandaríkjunum rúmum 300 milljörðum dollara í fyrra. 8. janúar 2018 16:36 Þingmaður grét þegar hann ræddi Puerto Rico „Bandaríkin eru öflugasta og auðugasta þjóð heimsins og þetta eru ekki viðbrögð sem sýna mátt okkar og auð.“ 1. október 2017 07:53 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira
Að minnsta kosti 4.645 manns létu lífið vegna fellibylsins Maríu sem gekk yfir Púertó Ríkó í fyrra samkvæmt nýrri rannsókn heilbrigðisvísindamanna. Opinberar tölur um mannskaðann segja hins vegar að aðeins 64 hafi farist af völdum fellibylsins. Rannsóknin beindi sjónum að röskunum á heilbrigðisþjónustu og grunnþjónustu við aldraða og langveika á eyjunni eftir að María olli eyðileggingu þar í september. Rafmagn er ekki enn komið á sums staðar á eyjunni vegna skemmdanna sem urðu á raforkukerfinu. Washington Post segir að sumir bæir hafi verið algerlega einangraðir í nokkrar vikur eftir fellibylinn.Heilbrigðisþjónusta á eyjunni var í lamasessi eftir Maríu. Olíuvaraaflstöðvar sáu þeim fyrir rafmagni en á sama tíma varð vart við olíuskort í landinu. Flytja þurfti alvarlega veika sjúklinga til meginlands Bandaríkjanna þar sem ekki var hægt að veita þeim þá meðferð sem þurftu á að halda á eyjunni. „Niðurstöður okkar benda til þess að opinber tala látinna um 64 sé verulegt vanmat af raunverulegri byrði dauðsfalla eftir fellibylinn Maríu,“ segja höfundar rannsóknarinnar. Opinberu tölurnar hafa enda sætt harðri gagnrýndi sérfræðinga og eyjaskeggja. Rannsakendurnir gagnrýna stjórnvöld á Púertó Ríkó fyrir hvernig þau töldu þá sem létust og tregðu til að deila upplýsingum. Það skaði áætlanagerð fyrir náttúruhamfarir í framtíðinni. Tjónið af völdum Maríu er talið nema um níutíu milljörðum dollara. Það er það þriðja mesta á bandarísku landsvæði frá árinu 1900. Sjúkrahús þurfti að keyra á olíuvaraaflstöðvum Íbúar Púertó Ríkó glíma enn við vatnsskort, óáreiðanlegt rafmagn og skort á grunnþjónustu þó að átta mánuðir séu liðnir frá hamförunum. Ríkisstjórn Donalds Trump forseta hefur verið gagnrýnd fyrir að taka neyðarástandið á Púertó Ríkó eftir fellibylinn ekki eins föstum tökum og eftir stóra fellibyli sem gengu yfir Texas og Flórída. Púertó Ríkó er bandarískt yfirráðasvæði. Trump gerði lítið til að breyta þeirri ásýnd þegar hann tísti um að íbúar eyjarinnar vildu fá allt upp í hendurnar og tengdi neyðaraðstoð við erfiða fjárhagsstöðu yfirvalda þar.
Tengdar fréttir Hátt í hálf milljón enn án rafmagns á Púertó Ríkó eftir fellibylinn í haust Fjórir mánuðir eru liðnir frá því að versti stormur sem gengið hafði yfir Púertó Ríkó í 85 ár olli usla þar. 25. janúar 2018 18:33 Segir íbúa Puerto Rico vilja fá allt upp í hendurnar Donald Trump kennir demókrötum um ummæli borgarstjóra San Juan varðandi hægvirkt hjálparstarf. 30. september 2017 12:11 Bandaríkjastjórn hættir neyðaraðstoð við Púertó Ríkó Enn er stór hluti íbúa eyjarinnar án rafmagns og í dreifbýli er aðgangur að hreinu vatni og mat enn takmarkaður. 31. janúar 2018 10:25 Tjón vegna náttúruhamfara í Bandaríkjunum hefur aldrei verið meira Í heildina nam tjón af völdum náttúruhamfara í Bandaríkjunum rúmum 300 milljörðum dollara í fyrra. 8. janúar 2018 16:36 Þingmaður grét þegar hann ræddi Puerto Rico „Bandaríkin eru öflugasta og auðugasta þjóð heimsins og þetta eru ekki viðbrögð sem sýna mátt okkar og auð.“ 1. október 2017 07:53 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira
Hátt í hálf milljón enn án rafmagns á Púertó Ríkó eftir fellibylinn í haust Fjórir mánuðir eru liðnir frá því að versti stormur sem gengið hafði yfir Púertó Ríkó í 85 ár olli usla þar. 25. janúar 2018 18:33
Segir íbúa Puerto Rico vilja fá allt upp í hendurnar Donald Trump kennir demókrötum um ummæli borgarstjóra San Juan varðandi hægvirkt hjálparstarf. 30. september 2017 12:11
Bandaríkjastjórn hættir neyðaraðstoð við Púertó Ríkó Enn er stór hluti íbúa eyjarinnar án rafmagns og í dreifbýli er aðgangur að hreinu vatni og mat enn takmarkaður. 31. janúar 2018 10:25
Tjón vegna náttúruhamfara í Bandaríkjunum hefur aldrei verið meira Í heildina nam tjón af völdum náttúruhamfara í Bandaríkjunum rúmum 300 milljörðum dollara í fyrra. 8. janúar 2018 16:36
Þingmaður grét þegar hann ræddi Puerto Rico „Bandaríkin eru öflugasta og auðugasta þjóð heimsins og þetta eru ekki viðbrögð sem sýna mátt okkar og auð.“ 1. október 2017 07:53