Fyrrverandi leikmaður Fram og Breiðabliks dæmdur fyrir kynferðisbrot Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. maí 2018 06:15 Dómari í Lyngby las upp dóminn yfir Hans Fróða Hansen í gær. Skjáskot Færeyski landsliðsmaðurinn Hans Fróði á Toftanesi, sem áður bar eftirnafnið Hansen, var í gær dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi fyrir að hvetja móður til að brjóta kynferðislega á fjögurra ára syni sínum. Móðirin hlaut jafnþungan dóm. Dómur var kveðinn upp yfir Hans Fróða í Lyngby í Danmörku í gær. Hans lék knattspyrnu um tveggja ára skeið á Íslandi; tólf leiki fyrir Fram árið 2004 og svo fimmtán leiki með Breiðablik árið eftir. Fjallað er um dómsuppkvaðninguna í dönskum og færeyskum miðlum. Þar er því lýst hvernig Hans sannfærði konuna, í gegnum skilaboð á samfélagsmiðlum, um að brjóta kynferðislega á barnungum syni sínum. Á fjögurra mánaða tímabili í fyrra, frá júní fram í september, er konan sögð hafa brotið alls 41 sinni á drengnum. Í spjalli þeirra tveggja, sem taldi alls um 9000 skilaboð, er konan sögð hafa tjáð knattspyrnumanninum að „það væri eðlilegt að konur þjálfuðu syni sína kynferðislega,“ eins og það er orðað á vef Extrabladet. Sú fullyrðing hafi síðan þróast út í endurteknar beiðnir frá Hans um að hún myndi sænga hjá syni sínum. Það hafi hins vegar ekki tekist því drengurinn væri of ungur til þess að það væri mögulegt.Hans Fróði, þegar hann lék á Íslandi.Fréttablaðið, 2005.Hans er jafnframt sagður hafa beðið um nektarmyndir af konunni, barninu sem og af sjálfum brotunum. Saksóknarinn í málinu fór fram á fimm ára fangelsi yfir knattspyrnumanninnum á þeim forsendum að hann hafi ráðskast með konuna. Dómararnir í málinu töldu þó ekki að það lægi fyrir, að þeirra mati var um að ræða tvo fullorðna einstaklinga sem vissu mætavel hvað þeir væru að gera. Hvorugt þeirra bæri meira ábyrgð en hitt á kynferðisbrotunum 41. Hans Fróði áfrýjaði dómnum til hærra dómsstigs. Áður en dómurinn var kveðinn upp sagði Hans að hann harmaði stöðuna sem komin væri upp en að hann gæti ekki fengið sig til að játa eitthvað sem hann hefði ekki gert. Hann hafi litið svo á að hann og konan væru að ræða um kynferðislegar fantasíur, en ekki raunveruleikann. „Eftir á að hyggja: Var ég heimskur? Ekki spurning. Hef ég brotið af mér? Já. Var það ætlunin mín? Aldrei,“ er haft eftir Hans Fróða á vef Extrabladet.Honum var jafnframt gert að greiða 100.000 danskar krónur í sekt, sem nemur um 1,6 milljónum íslenskra króna. Hans er sagður eiga tvö börn með kærustunni sinni til 10 ára, sem eru eins og þriggja ára gömul. Hans er jafnframt talinn sakhæfur og getur því afplánað dóm sinn í hefðbundnu fangelsi. Dómsmál Norðurlönd Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Færeyski landsliðsmaðurinn Hans Fróði á Toftanesi, sem áður bar eftirnafnið Hansen, var í gær dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi fyrir að hvetja móður til að brjóta kynferðislega á fjögurra ára syni sínum. Móðirin hlaut jafnþungan dóm. Dómur var kveðinn upp yfir Hans Fróða í Lyngby í Danmörku í gær. Hans lék knattspyrnu um tveggja ára skeið á Íslandi; tólf leiki fyrir Fram árið 2004 og svo fimmtán leiki með Breiðablik árið eftir. Fjallað er um dómsuppkvaðninguna í dönskum og færeyskum miðlum. Þar er því lýst hvernig Hans sannfærði konuna, í gegnum skilaboð á samfélagsmiðlum, um að brjóta kynferðislega á barnungum syni sínum. Á fjögurra mánaða tímabili í fyrra, frá júní fram í september, er konan sögð hafa brotið alls 41 sinni á drengnum. Í spjalli þeirra tveggja, sem taldi alls um 9000 skilaboð, er konan sögð hafa tjáð knattspyrnumanninum að „það væri eðlilegt að konur þjálfuðu syni sína kynferðislega,“ eins og það er orðað á vef Extrabladet. Sú fullyrðing hafi síðan þróast út í endurteknar beiðnir frá Hans um að hún myndi sænga hjá syni sínum. Það hafi hins vegar ekki tekist því drengurinn væri of ungur til þess að það væri mögulegt.Hans Fróði, þegar hann lék á Íslandi.Fréttablaðið, 2005.Hans er jafnframt sagður hafa beðið um nektarmyndir af konunni, barninu sem og af sjálfum brotunum. Saksóknarinn í málinu fór fram á fimm ára fangelsi yfir knattspyrnumanninnum á þeim forsendum að hann hafi ráðskast með konuna. Dómararnir í málinu töldu þó ekki að það lægi fyrir, að þeirra mati var um að ræða tvo fullorðna einstaklinga sem vissu mætavel hvað þeir væru að gera. Hvorugt þeirra bæri meira ábyrgð en hitt á kynferðisbrotunum 41. Hans Fróði áfrýjaði dómnum til hærra dómsstigs. Áður en dómurinn var kveðinn upp sagði Hans að hann harmaði stöðuna sem komin væri upp en að hann gæti ekki fengið sig til að játa eitthvað sem hann hefði ekki gert. Hann hafi litið svo á að hann og konan væru að ræða um kynferðislegar fantasíur, en ekki raunveruleikann. „Eftir á að hyggja: Var ég heimskur? Ekki spurning. Hef ég brotið af mér? Já. Var það ætlunin mín? Aldrei,“ er haft eftir Hans Fróða á vef Extrabladet.Honum var jafnframt gert að greiða 100.000 danskar krónur í sekt, sem nemur um 1,6 milljónum íslenskra króna. Hans er sagður eiga tvö börn með kærustunni sinni til 10 ára, sem eru eins og þriggja ára gömul. Hans er jafnframt talinn sakhæfur og getur því afplánað dóm sinn í hefðbundnu fangelsi.
Dómsmál Norðurlönd Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira